Mark spáir í spilin
Þó má finna einn og einn leikmann sem sýnir hollustu eins og hún þekktist fyrr á tíð. Segja má að tveir sannir félagsmenn séu í hvoru þessara liða sem mætast á Brúnni. Steven Gerrard og Jamie Carragher eru hetjur í augum stuðningsmanna Liverpool og í augum stuðningsmanna Chelsea eru þeir John Terry og Frank Lampard það líka. Þessir menn hafa í áraraðir fórnað sér gersamlega fyrir málstaðinn hjá félögunum sínum og þeir eiga án nokkurs vafa, verði þeir valdir til leiks, eftir að gera það á morgun.
Chelsea v Liverpool
Chelsea er að reyna að spila framar á vellinum og þess vegna held ég að Kenny Dalglish muni tefla Craig Bellamy fram í liði sínu því hann getur valdið usla. Chelsea hefur aðeins misstigið sig en þeir eru sterkir heima og þeir ráða við þann vanda sem fylgir landsleikjaferðalögum. Liðið er líklegra en Liverpool til að ná einu af fjórum efstu sætunum á þessari leiktíð.
Þetta er mikilvægur leikur fyrir Fernando Torres sem mætir sínu gamla félagi. Hann myndi nú ekki fá meira en fimm af tíu í einkunn það sem af er ferli hans hjá Chelsea hingað til. Hann kemst ekki lengur í spænska landsliðið og í fyrsta sinn á ferlinum hefur hann fengið efasemdir um sig og veltir fyrir sér hvort hann er jafngóður leikmaður og hann var fyrir átján mánuðum. Eins og er þá er hann það ekki en við sjáum til hvort hann nær sér aftur á strik.
Knattspyrnusambandið er búið að kæra Luis Suarez og það yrði geysilegt áfall fyrir Liverpool ef hann fengi fimm eða sex leikja bann. Hann er nefnilega farinn að sýna að hann er leikmaður í heimsklassa.
Spá: 2:1.
Til minnis!
- Liverpool hefur ekki tapað í síðustu átta leikjum.
- Liðin hafa mæst 28 sinnum á síðustu sjö leiktíðum.
- Liðin mætast svo aftur á sama stað í Deildarbikarnum eftir níu daga.
- Ellefu sinnum hafa leikmenn Liverpool skotið í tréverk andstæðinga sinna á sparktíðinni. Þetta er met í deildinni.
- Fernando Torres og Raul Meireles voru báðir leikmenn Liverpool í byrjun þessa árs.
- Luis Suarez hefur skorað flest mörk Liverpool manna eða sjö.
- Hann hefur átt 51 marktilraun í deildinni en þær hafa aðeins skilað fjórum mörkum.
- Þeir Jose Reina og Luis Suarez eru einu leikmenn Liverpool sem hafa spilað alla leiki.
Hér má sjá leikmenn Liverpool undirbúa sig fyrir leikinn.
Síðast!
Liðin mættust rétt eftrir að Fernando Torres heimtaði að fara frá Liverpool og komast til Chelsea. Leikurinn var sá fyrsti eftir vistaskiptin og sviðsljósið beindist að sjálfsögðu að El Nino. Hann komst þó hvorki lönd né strönd gegn Jamie Carragher og öðrum fyrrum félögum sínum og það endaði með því að honum var skipt af leikvelli. Raul Meireles tryggði svo Liverpool fágætan og sætan sigur á Stamford Bridge. Kóngurinn og hans menn voru skiljanlega kátir í leikslok.
-
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur! -
| Sf. Gutt
Sigur á Spáni