| Grétar Magnússon
TIL BAKA
Glæstur sigur á Brúnni
Liverpool sóttu þrjú stig til London seinnipart sunnudags. Segja má að markaskorararnir hafi komið úr óvæntri átt en mörkin þeirra voru að sjálfsögðu kærkomin.
Kenny Dalglish gerði breytingar frá síðasta leik gegn Swansea. Inn í byrjunarliðið komu þeir Craig Bellamy, Maxi Rodriguez og Dirk Kuyt. Nokkra athygli vakti að Maxi skyldi fá tækifæri en hann hefur lítið spilað það sem af er og var þetta hans fyrsti leikur í byrjunarliði í Úrvalsdeildinni á tímabilinu. Þeir Andy Carroll, Jordan Henderson og Stewart Downing settust á varamannabekkinn.
Heimamenn höfðu fyrrum leikmenn Liverpool, þá Fernando Torres og Raul Meireles á varamannabekknum og vakti það þónokkra athygli.
Gestirnir byrjuðu betur í leiknum og Maxi Rodriguez var líflegur framá við. Heimamenn fengu þó fyrsta markverða færið þegar Malouda sendi fyrir markið frá vinstri. Juan Mata var mættur á fjærstöngina og sendi boltann beint fyrir markið en þar voru varnarmenn Liverpool vel á verði og hreinsuðu frá. Skömmu síðar þrumaði John Obi Mikel að marki af um 25 metra færi en boltinn flaug yfir.
Á 22. mínútu héldu margir að Chelsea hefðu tekið forystuna. Didier Drogba skaut að marki úr aukaspyrnu og boltinn hafnaði í stönginni fyrir aftan markið og skoppaði þar í netið fyrir aftan markið. Margir stuðningmenn Chelsea fögnuðu og meira að segja héldu lýsendur Sky Sports sjónvarpsstöðvarinnar um stund að Drogba hefði skorað. Sem betur fer fór skotið framhjá markinu.
Á 29. mínútu stal Dirk Kuyt boltanum af John Terry, hann kom boltanum á Suarez sem reyndi að finna annaðhvort Maxi eða Bellamy en því miður tókst það ekki. Á 34. mínútu kom svo fyrsta mark leiksins. Chelsea fengu markspyrnu og engin hætta virtist vera á ferð, Cech sendi boltann beint á Mikel rétt fyrir utan vítateig. Þar kom Charlie Adam askvaðandi og vann boltann af Mikel, hann sendi á Bellamy sem skeiðaði inní vítateig, lék þríhyrning við Suarez og sendi svo boltann til vinstri á Maxi sem lyfti boltanum yfir Cech í markinu. Glæsilega að verki staðið hjá leikmönnum Liverpool þarna og Maxi fagnaði markinu vel.
Gestirnir voru klárlega betri í þessum fyrri hálfleik og David Luiz var heppinn að skora ekki sjálfsmark þegar Suarez sendi boltann fyrir markið, Luiz kom fæti fyrir boltann og hann flaug í hliðarnetið, hefði boltinn hitt á markið hefði hann líklega sungið í netinu því Cech virtist ekki vera viðbúinn þessu. Þrátt fyrir ágæta yfirburði náðu Liverpool menn ekki að skora annað mark og flautað var til hálfleiks í stöðunni 0-1.
Heimamenn gerðu breytingu í hálfleik, inn kom Daniel Sturridge sóknarmaður í stað Obi Mikel og ljóst að Villas Boas stjóri Chelsea ætlaði að sækja í seinni hálfleik. Leikmenn Liverpool voru aðeins á afturfótunum fyrstu mínúturnar og Didier Drogba náði góðu skoti að marki sem fór framhjá eftir að hafa leikið á Johnson inní vítateig. Á 55. mínútu fékk svo Malouda að skeiða með boltann inní vítateig, hann náði sendingu fyrir markið og þar kom Sturridge á ferðinni og setti boltann í markið, heimamenn þarna búnir að jafna leikinn og virtust nú ætla að láta kné fylgja kviði.
Nokkrum andartökum síðar fengu þeir aukaspyrnu úti vinstra megin, boltinn var sendur fyrir markið og þar náði Ivanovic skalla sem Pepe Reina varði glæsilega í horn. Þarna máttu leikmenn Liverpool þakka markverði sínum fyrir að enn var jafnt.
Á 67. mínútu gerði Dalglish breytingu, inn kom Henderson fyrir Bellamy, ljóst var að Dalglish vildi með þessu gefa Juan Mata minna pláss. Áfram héldu samt heimamenn að gera sig líklega og Florent Malouda fékk sendingu inná vítateiginn, tók boltann á brjóstið og reyndi bakfallsspyrnu en skotið fór framhjá. 15 mínútum fyrir leikslok hefði hann svo átt að gera betur er hann fékk sendingu fyrir markið á fjærstöngina, hann sendi boltann beint fyrir markið á ný en Lampard og Mata gátu ekki náð til boltans.
Þeir Torres og Meireles komu inná á síðustu mínútunum fyrir Chelsea en það voru gestirnir sem vildu sigurinn meira. Jordan Henderson gerði vel er hann lék á tvo Chelsea menn á hægri kantinum, sendi boltann fyrir markið og þar lagði Stewart Downing boltann út á Kuyt, Downing hafði einmitt komið inná fyrir Maxi nokkrum mínútum fyrr. Hollendingurinn skaut að marki en því miður fór boltinn framhjá, kannski hefði Kuyt mátt leggja boltann á Suarez sem var í góðri stöðu á vítateignum.
Skömmu síðar léku leikmenn Liverpool upp vinstra megin, boltinn barst á miðjuna á Adam sem sá gott hlaup upp hægri kantinn frá Glen Johnson, sending frá Adam var góð og fyrsta snerting Johnson enn betri, hann klobbaði einn Chelsea mann, lék áfram inní vítateig og skaut svo með vinstri fæti að marki, boltinn söng í hliðarnetinu og glæsilegt sigurmark hafði litið dagsins ljós !
Markinu var vel fagnað inná vellinum sem utan hans. Fátt markvert gerðist eftir þetta, Andy Carroll kom inná fyrir Suarez á 90. mínútu og heimamenn náðu ekki að skapa sér færi. Lokaflauti dómarans var því vel fagnað.
Chelsea: Cech, Ivanovic, Luiz, Terry, Cole, Obi Mikel (Sturridge, 45. mín.), Lampard, Ramires (Meireles, 84. mín.), Malouda, Mata og Drogba (Torres, 84. mín.). Ónotaðir varamenn: Turnbull, Bosingwa, Romeu og Anelka.
Mark Chelsea: Daniel Sturridge (55. mín.).
Gul spjöld: David Luiz, Ramires og Ivanovic.
Liverpool: Reina, Johnson, Skrtel, Agger, Enrique, Leiva, Adam, Rodriguez (Downing, 78. mín.), Kuyt, Bellamy (Henderson 67. mín.) og Suarez (Carroll, 90. mín.). Ónotaðir varamenn: Doni, Carragher, Kelly og Spearing.
Mörk Liverpool: Maxi Rodriguez (33. mín.) og Glen Johnson (87. mín.).
Gul spjöld: Lucas Leiva og Dirk Kuyt.
Áhorfendur á Stamford Bridge: 41.820.
Maður leiksins: Glen Johnson verður að hljóta nafnbótina að þessu sinni því markið sem hann skoraði reyndist sigurmarkið og var það af dýrari gerðinni. Vonandi er hann búinn að ná sér góðum af meiðslum sem hafa verið að plaga hann undanfarið því hann er mikilvægur fyrir félagið.
Kenny Dalglish: ,,Við spiluðum mjög vel í fyrri hálfleik, þeir voru betri í þeim síðari, jöfnuðu og settu smá pressu á okkur, en leikmenn mínir héldu haus og úrslitin sýna hvað þeir vildu fá útúr leiknum. Það er ekki verra þegar hægri bakvörðurinn skorar sigurmarkið - það sýnir manni bara hvað leikmennirnir voru einbeittir í því að ná sigri. Við erum ánægðir með spilamennskuna og hæstánægðir með stigin þrjú. Glen kláraði færið mjög vel. Ég veit ekki hvað hann var að gera þarna en hann kláraði þetta frábærlega ! Við áttum skilið að sigra."
Fróðleikur:
- Maxi Rodriguez skoraði sitt fyrsta mark í Úrvalsdeildinni á tímabilinu en það annað í öllum keppnum.
- Argentínumaðurinn var í fyrsta sinn í byrjunarliði í deildinni á þessu tímabili.
- Glen Johnson skoraði sitt fyrsta mark á tímabilinu, hans sjötta mark fyrir félagið.
- Kenny Dalglish hefur aldrei tapað sem knattspyrnustjóri Liverpool á Stamford Bridge.
- Liverpool eru nú í 4. - 7. sæti deildarinnar með 22 stig, jafnmörg og Chelsea, Tottenham og Arsenal.
- Liðið er nú taplaust í síðustu 9 leikjum.
Hér og hér má sjá myndir úr leiknum á liverpoolfc.tv.
Hér má horfa á viðtal við Kenny Dalglish.
Kenny Dalglish gerði breytingar frá síðasta leik gegn Swansea. Inn í byrjunarliðið komu þeir Craig Bellamy, Maxi Rodriguez og Dirk Kuyt. Nokkra athygli vakti að Maxi skyldi fá tækifæri en hann hefur lítið spilað það sem af er og var þetta hans fyrsti leikur í byrjunarliði í Úrvalsdeildinni á tímabilinu. Þeir Andy Carroll, Jordan Henderson og Stewart Downing settust á varamannabekkinn.
Heimamenn höfðu fyrrum leikmenn Liverpool, þá Fernando Torres og Raul Meireles á varamannabekknum og vakti það þónokkra athygli.
Gestirnir byrjuðu betur í leiknum og Maxi Rodriguez var líflegur framá við. Heimamenn fengu þó fyrsta markverða færið þegar Malouda sendi fyrir markið frá vinstri. Juan Mata var mættur á fjærstöngina og sendi boltann beint fyrir markið en þar voru varnarmenn Liverpool vel á verði og hreinsuðu frá. Skömmu síðar þrumaði John Obi Mikel að marki af um 25 metra færi en boltinn flaug yfir.
Á 22. mínútu héldu margir að Chelsea hefðu tekið forystuna. Didier Drogba skaut að marki úr aukaspyrnu og boltinn hafnaði í stönginni fyrir aftan markið og skoppaði þar í netið fyrir aftan markið. Margir stuðningmenn Chelsea fögnuðu og meira að segja héldu lýsendur Sky Sports sjónvarpsstöðvarinnar um stund að Drogba hefði skorað. Sem betur fer fór skotið framhjá markinu.
Á 29. mínútu stal Dirk Kuyt boltanum af John Terry, hann kom boltanum á Suarez sem reyndi að finna annaðhvort Maxi eða Bellamy en því miður tókst það ekki. Á 34. mínútu kom svo fyrsta mark leiksins. Chelsea fengu markspyrnu og engin hætta virtist vera á ferð, Cech sendi boltann beint á Mikel rétt fyrir utan vítateig. Þar kom Charlie Adam askvaðandi og vann boltann af Mikel, hann sendi á Bellamy sem skeiðaði inní vítateig, lék þríhyrning við Suarez og sendi svo boltann til vinstri á Maxi sem lyfti boltanum yfir Cech í markinu. Glæsilega að verki staðið hjá leikmönnum Liverpool þarna og Maxi fagnaði markinu vel.
Gestirnir voru klárlega betri í þessum fyrri hálfleik og David Luiz var heppinn að skora ekki sjálfsmark þegar Suarez sendi boltann fyrir markið, Luiz kom fæti fyrir boltann og hann flaug í hliðarnetið, hefði boltinn hitt á markið hefði hann líklega sungið í netinu því Cech virtist ekki vera viðbúinn þessu. Þrátt fyrir ágæta yfirburði náðu Liverpool menn ekki að skora annað mark og flautað var til hálfleiks í stöðunni 0-1.
Heimamenn gerðu breytingu í hálfleik, inn kom Daniel Sturridge sóknarmaður í stað Obi Mikel og ljóst að Villas Boas stjóri Chelsea ætlaði að sækja í seinni hálfleik. Leikmenn Liverpool voru aðeins á afturfótunum fyrstu mínúturnar og Didier Drogba náði góðu skoti að marki sem fór framhjá eftir að hafa leikið á Johnson inní vítateig. Á 55. mínútu fékk svo Malouda að skeiða með boltann inní vítateig, hann náði sendingu fyrir markið og þar kom Sturridge á ferðinni og setti boltann í markið, heimamenn þarna búnir að jafna leikinn og virtust nú ætla að láta kné fylgja kviði.
Nokkrum andartökum síðar fengu þeir aukaspyrnu úti vinstra megin, boltinn var sendur fyrir markið og þar náði Ivanovic skalla sem Pepe Reina varði glæsilega í horn. Þarna máttu leikmenn Liverpool þakka markverði sínum fyrir að enn var jafnt.
Á 67. mínútu gerði Dalglish breytingu, inn kom Henderson fyrir Bellamy, ljóst var að Dalglish vildi með þessu gefa Juan Mata minna pláss. Áfram héldu samt heimamenn að gera sig líklega og Florent Malouda fékk sendingu inná vítateiginn, tók boltann á brjóstið og reyndi bakfallsspyrnu en skotið fór framhjá. 15 mínútum fyrir leikslok hefði hann svo átt að gera betur er hann fékk sendingu fyrir markið á fjærstöngina, hann sendi boltann beint fyrir markið á ný en Lampard og Mata gátu ekki náð til boltans.
Þeir Torres og Meireles komu inná á síðustu mínútunum fyrir Chelsea en það voru gestirnir sem vildu sigurinn meira. Jordan Henderson gerði vel er hann lék á tvo Chelsea menn á hægri kantinum, sendi boltann fyrir markið og þar lagði Stewart Downing boltann út á Kuyt, Downing hafði einmitt komið inná fyrir Maxi nokkrum mínútum fyrr. Hollendingurinn skaut að marki en því miður fór boltinn framhjá, kannski hefði Kuyt mátt leggja boltann á Suarez sem var í góðri stöðu á vítateignum.
Skömmu síðar léku leikmenn Liverpool upp vinstra megin, boltinn barst á miðjuna á Adam sem sá gott hlaup upp hægri kantinn frá Glen Johnson, sending frá Adam var góð og fyrsta snerting Johnson enn betri, hann klobbaði einn Chelsea mann, lék áfram inní vítateig og skaut svo með vinstri fæti að marki, boltinn söng í hliðarnetinu og glæsilegt sigurmark hafði litið dagsins ljós !
Markinu var vel fagnað inná vellinum sem utan hans. Fátt markvert gerðist eftir þetta, Andy Carroll kom inná fyrir Suarez á 90. mínútu og heimamenn náðu ekki að skapa sér færi. Lokaflauti dómarans var því vel fagnað.
Chelsea: Cech, Ivanovic, Luiz, Terry, Cole, Obi Mikel (Sturridge, 45. mín.), Lampard, Ramires (Meireles, 84. mín.), Malouda, Mata og Drogba (Torres, 84. mín.). Ónotaðir varamenn: Turnbull, Bosingwa, Romeu og Anelka.
Mark Chelsea: Daniel Sturridge (55. mín.).
Gul spjöld: David Luiz, Ramires og Ivanovic.
Liverpool: Reina, Johnson, Skrtel, Agger, Enrique, Leiva, Adam, Rodriguez (Downing, 78. mín.), Kuyt, Bellamy (Henderson 67. mín.) og Suarez (Carroll, 90. mín.). Ónotaðir varamenn: Doni, Carragher, Kelly og Spearing.
Mörk Liverpool: Maxi Rodriguez (33. mín.) og Glen Johnson (87. mín.).
Gul spjöld: Lucas Leiva og Dirk Kuyt.
Áhorfendur á Stamford Bridge: 41.820.
Maður leiksins: Glen Johnson verður að hljóta nafnbótina að þessu sinni því markið sem hann skoraði reyndist sigurmarkið og var það af dýrari gerðinni. Vonandi er hann búinn að ná sér góðum af meiðslum sem hafa verið að plaga hann undanfarið því hann er mikilvægur fyrir félagið.
Kenny Dalglish: ,,Við spiluðum mjög vel í fyrri hálfleik, þeir voru betri í þeim síðari, jöfnuðu og settu smá pressu á okkur, en leikmenn mínir héldu haus og úrslitin sýna hvað þeir vildu fá útúr leiknum. Það er ekki verra þegar hægri bakvörðurinn skorar sigurmarkið - það sýnir manni bara hvað leikmennirnir voru einbeittir í því að ná sigri. Við erum ánægðir með spilamennskuna og hæstánægðir með stigin þrjú. Glen kláraði færið mjög vel. Ég veit ekki hvað hann var að gera þarna en hann kláraði þetta frábærlega ! Við áttum skilið að sigra."
Fróðleikur:
- Maxi Rodriguez skoraði sitt fyrsta mark í Úrvalsdeildinni á tímabilinu en það annað í öllum keppnum.
- Argentínumaðurinn var í fyrsta sinn í byrjunarliði í deildinni á þessu tímabili.
- Glen Johnson skoraði sitt fyrsta mark á tímabilinu, hans sjötta mark fyrir félagið.
- Kenny Dalglish hefur aldrei tapað sem knattspyrnustjóri Liverpool á Stamford Bridge.
- Liverpool eru nú í 4. - 7. sæti deildarinnar með 22 stig, jafnmörg og Chelsea, Tottenham og Arsenal.
- Liðið er nú taplaust í síðustu 9 leikjum.
Hér og hér má sjá myndir úr leiknum á liverpoolfc.tv.
Hér má horfa á viðtal við Kenny Dalglish.
Nýlegar fréttir
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!
Fréttageymslan