| Heimir Eyvindarson
Kenny Dalglish er ánægður með samkeppnina um stöður í liðinu og segir að það sé mikilvægt að allir leikmennirnir geri sér grein fyrir því að þeir hafi mikilvægu hlutverki að gegna.
Andy Carroll, Jordan Henderson og Stewart Downing urðu allir að gera sér að góðu að byrja leikinn gegn Chelsea á bekknum. Maxi Rodriguez fékk tækifæri í byrjunarliðinu og nýtti það svo sannarlega vel. Dalglish segir að úrslitin sýni að liðsvalið hafi verið rétt.
,,Ég get ekki endurtekið það nógu oft að við erum ánægðir með leikmannahópinn og þá breidd sem við búum yfir í dag. Við erum ánægðir með kaupin sem við höfum gert. Hvort við kaupum fleiri leikmenn verður að koma í ljós, en þetta er sterkur hópur. Það er klárt", segir Dalglish í viðtali við The Times.
,,Stundum sést styrkleiki liða einmitt á því hverjir sitja á bekknum. Það er dýrmætt fyrir lið að eiga menn á bekknum sem geta komið inn á og sett sitt mark á leikina. Carroll, Henderson og Downing komu allir inn á í leiknum gegn Chelsea og stóðu sig allir vel. Byrjunarliðið stóð sig líka vel."
,,Liðið stendur saman sem einn maður. Það eru allir tilbúnir og ákveðnir í að gera gagn, hvort sem þeir spila 2 mínútur eða allan leikinn. Þannig er andinn í hópnum. Menn standa saman. Sjáiði bara svipinn á Stewart Downing þegar Glen Johnson skoraði markið á sunnudaginn (sjá mynd). Myndin segir meira en mörg orð. Svona er andinn og samheldnin."
,,Það er mikilvægt að allir séu klárir þegar kallið kemur. Jamie Carragher var á bekknum allan tímann gegn Chelsea. Við vitum það alveg að hann verður klár þegar á þarf að halda. Jamie er nýstiginn upp úr meiðslum og var þess vegna ekki í byrjunarliðinu, en hann mun spila fleiri leiki í vetur. Það er öruggt. Hann hefur verið mikilvægur hluti af þessu liði lengi og verður það áfram. Hann veit það og við vitum það."
TIL BAKA
Það hafa allir hlutverki að gegna

Andy Carroll, Jordan Henderson og Stewart Downing urðu allir að gera sér að góðu að byrja leikinn gegn Chelsea á bekknum. Maxi Rodriguez fékk tækifæri í byrjunarliðinu og nýtti það svo sannarlega vel. Dalglish segir að úrslitin sýni að liðsvalið hafi verið rétt.
,,Ég get ekki endurtekið það nógu oft að við erum ánægðir með leikmannahópinn og þá breidd sem við búum yfir í dag. Við erum ánægðir með kaupin sem við höfum gert. Hvort við kaupum fleiri leikmenn verður að koma í ljós, en þetta er sterkur hópur. Það er klárt", segir Dalglish í viðtali við The Times.
,,Stundum sést styrkleiki liða einmitt á því hverjir sitja á bekknum. Það er dýrmætt fyrir lið að eiga menn á bekknum sem geta komið inn á og sett sitt mark á leikina. Carroll, Henderson og Downing komu allir inn á í leiknum gegn Chelsea og stóðu sig allir vel. Byrjunarliðið stóð sig líka vel."
,,Liðið stendur saman sem einn maður. Það eru allir tilbúnir og ákveðnir í að gera gagn, hvort sem þeir spila 2 mínútur eða allan leikinn. Þannig er andinn í hópnum. Menn standa saman. Sjáiði bara svipinn á Stewart Downing þegar Glen Johnson skoraði markið á sunnudaginn (sjá mynd). Myndin segir meira en mörg orð. Svona er andinn og samheldnin."
,,Það er mikilvægt að allir séu klárir þegar kallið kemur. Jamie Carragher var á bekknum allan tímann gegn Chelsea. Við vitum það alveg að hann verður klár þegar á þarf að halda. Jamie er nýstiginn upp úr meiðslum og var þess vegna ekki í byrjunarliðinu, en hann mun spila fleiri leiki í vetur. Það er öruggt. Hann hefur verið mikilvægur hluti af þessu liði lengi og verður það áfram. Hann veit það og við vitum það."
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Mohamed Salah sló metið! -
| Sf. Gutt
Dregið í Meistaradeildinni -
| Heimir Eyvindarson
Joe Gomez úr leik fram á vor -
| Heimir Eyvindarson
Tvö töpuð stig á Villa Park -
| Heimir Eyvindarson
Spáð í spilin - Erfitt verkefni á Villa Park í kvöld -
| Heimir Eyvindarson
Enn eitt metið í hættu í kvöld -
| Sf. Gutt
Sigur í kveðjuleik Jürgen Norbert Klopp! -
| Sf. Gutt
Í minningu Bob Paisley -
| Mummi
Stórviðburður í vændum – Miðasala hafin á árshátíð Liverpoolklúbbsins -
| Sf. Gutt
Yfirlýsing Liverpool félaganna
Fréttageymslan