Mark spáir í spilin
En núna er Manchester City komið í baráttu um titla og ennþá sem komið er hefur það ekki tapað leik í ensku deildinni og það þó aðventa gangi í garð á leikdegi. Það er hlutverk Liverpool að koma almennilegu höggi á Bláliða Manchester en það verður alveg örugglega reynt enda allt tilbúið fyrir stórleik. Kóngurinn hefur kallað stuðningsmenn Liverpool til stuðnings og anndrúmsloftið í Musterinu á morgun verður rafmagnað.
Liverpool v Manchester City
Stórleikur á Anfield. Allir vita að Liverpool hefur spilað betur á útivöllum en heima og liðið lék stórvel þegar það lagði Chelsea að velli úti um síðustu helgi. Ég myndi stilla upp sama byrjunarliði og þá gegn City, bíða átekta og reyna að klekkja á þeim með hröðum sóknum. Liverpool getur það vel ef allir bestu menn liðsins verða heilir.
City tapaði í Napóli en Roberto Mancini hefur svo marga menn að hann getur stillt upp sterkasta liðinu sínu og það ætti að vera pláss fyrir Sergio Aguero. Hann er alveg frábær og betur skapað mikinn usla. Mér finnst allt stefna í jafntefli sem myndi vera líkt Liverpool á heimavelli um þessar mundir.
Spá: 1:1.
Til minnis!
- Liverpool hefur ekki tapað í síðustu níu leikjum.
- Það er besta rispa liðsins á árinu.
- Manchester City hefur ekki tapað deildarleik það sem af er leiktíðar.
- Leikmenn Manchester City hafa skorað þrjú mörk eða fleiri í síðustu sex deildarleikjum.
- Craig Bellamy var leikmaður Manchester City þegar leiktíðin hófst.
- Luis Suarez hefur skorað flest mörk Liverpool.
- Þeir Jose Reina og Luis Suarez eru einu leikmenn Liverpool sem hafa spilað alla leiki.
Hér má sjá leikmenn Liverpool undirbúa sig fyrir leikinn í dag.
Síðast!
Liverpool hitti á einn besta leik síðustu leiktíðar þegar Manchester City kom í heimsókn undir vorið. Andy Carroll opnaði markareikning sinn fyrir Liverpool og skoraði tvívegis. Fyrst með þrumuskoti utan vítateigs og svo skallaði hann í markið. Varnarmenn City réðu ekkert við risann. Dirk Kuyt laumaði inn marki á milli marka Andy. Öll þrú mörkin komu í fyrri hálfleik og sigurinn hefði getað verið stærri.
-
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur! -
| Sf. Gutt
Sigur á Spáni