| Sf. Gutt
TIL BAKA
Óheppni gegn toppliðinu!
Það er ekki hægt að segja annað en að óheppni hafi ráðið því að Liverpool náði ekki að leggja topplið Manchester City að velli í mögnuðum leik á Anfield Road. Liðin skildu jöfn 1:1 og með svolítilli heppni hefði Liverpool orðið fyrst liða til að leggja toppliðið að velli.
Fyrir leik var einnar mínútu þögn. Tvær ástæður voru fyrir því. Sú fyrri var vegna þess að Luca sonur Brad Jones, markvarðar Liverpool, dó úr hvítblæði á dögunum og hin var skyndilegt fráfall Gary Speed landsliðsþjálfara Wales. Fráfall Gary hafði áhrif á uppstillingu Liverpool því Craig Bellamy treysti sér ekki til að spila en þeir samlandar voru góðvinir.
Leikurinn hófst af krafti. Gestirnir voru grimmari til að byrja með og fyrsta færi þeirra kom á 6. mínútu þegar Yaya Toure skaut rétt yfir eftir horn. Tíu mínútum síðar kom átti Jose Enrique alltof lausa sendingu aftur og Sergio Aguero virtist ætla að komast á auðan sjó en Jose Reina kom langt út fyrir vítateig og náði að vinna boltann með magnaðri tæklingu. Boltinn hrökk frá og Jose rauk á fætur og kom honum út fyrir hliðarlínu. Magnað en Jose var heppinn því boltinn virtist fara í hendina á honum þegar hann tæklaði og þar með hefði hann átt að fara út af með rautt spjald. En árvekni Jose var samt viðbrugðið.
Liverpool náði smá saman að koma betra lagi á leik sinn en þá fór það svo að Manchester City komst yfir. David Silva tók horn frá hægri. Boltinn rataði á öxlina á Vincent Kompany og af henni fór hann upp í hornið fjær. Tveir leikmenn Liverpool lágu eftir en þeir náðu ekki að stöðva Vincent. Heppni hjá City en heppnin gekk í lið með Liverpool tveimur mínútum seinna. Dirk Kuyt vann þá boltann rétt utan vítateigs og lagði hann til baka á Charlie Adam. Skotinn skaut umsvifalaust að marki en skotið var ekki merkilegt og líklega hefði boltinn farið framhjá nema fyrir að Joleon Lescott kom til skjala og breytti stefnu hans þannig að hann hafnaði í markinu. Magnað og Charlie heldur áfram að leggja upp sjálfsmörk! Ekki spillti það mikilli gleði stuðningsmanna Liverpool að fyrrum leikmaður Everton skyldi hafa lagt sitt af mörkum!
Liverpool komst nú vel í gang og á 37. mínútu varði Joe Hart eins og handboltamarkmaður. Luis Suarez sendi fram á Dirk sem lagði út á Charlie og fast skot hans stefndi í markið en einhvern vegin náði Joe að reka fót í boltann og bjarga í horn. Ótrúleg markvarsla. Mínútu síðar tók Glen Johnson mikla rispu upp hægra megin og endaði á skjóta fallegu bogaskoti sem fór rétt framhjá. Gestirnir voru svo sem ekki af baki dottnir og á lokamínútu hálfleiksins náði Sergio að komast inn í vítateiginn vinstra megin en Jose var vel á verði og bjargaði við nærstöngina.
Liverpool hafði yfirhöndina eftir hlé en sem fyrr á þessari leiktíð gekk ekki nógu vel að reka lokahnykk á sóknirnar. Eftir sjö mínútur tók Stewart Downing góða rispu upp vinstra megin og sendi fyrir. Vincent náði ekki að hreinsa og boltinn barst á Dirk sem henti sér fram en skallinn var mislukkaður og boltinn fór langt framhjá. Þarna fór gott færi. Stewart komst svo nærri því að skora sitt fyrsta mark á 67. mínútu. Hann fékk boltann við vítateiginn eftir horn frá vinstri. Skot hans var ekki fullkomið því boltinn fór í jörðina en hann virtist samt ætla í markið en Joe blakaði skoti hans meistaralega yfir. Rétt áður kom Mario Balotelli inn á sem varamaður hjá Manchester City. Hann gerði ekki mikinn usla en hafði þó áhrif á gang mála því hann var rekinn af velli á síðustu tíu mínútunum eftir að hafa fengið sitt annað gula spjald.
Kenny Dalglish beið ekki boðanna og sendi Andy Carroll til leiks. Liverpool sótti látlaust lokakafla leiksins. Þegar tvær mínútur voru eftir sendi Lucas á Luis sem náði góðu skoti en Joe varði vel og sló boltann frá. Mínútu síðar fékk City sitt eina góða færi í hálfleiknum. David komst þá inn í vítateig á móti Jose sem fylgdi landa sínum eftir hvert fótmál. Það endaði þó með því að David kom boltanum framhjá Jose en þá voru þrír leikmenn Liverpool komnir til varnar á línunni og einn þeirra tók boltann og bjargaði.
Enn harnaði sóknin og þegar komið var í viðbótartíma náði Glen fullkominni sendingu á höfuðið á Andy. Hann skallaði af miklum krafti á markið og virtist boltinn stefna út í hornið þangað til Joe kom fljúgandi og varði. Luis fékk boltann í kjölfarið og náði góðu skoti af stuttu færi en Joe varði enn og aftur. Boltinn hrökk út á Jose en hann þrykkti boltanum upp í stúku. Allt kom fyrir ekki og toppliðið slapp með jafntefli og gátu Bláliðar vel við unað.
Eins og alltof oft á Anfield á leiktíðinni náðu leikmenn Liverpool ekki að koma boltanum nógu oft í markið og það snýst þessi íþrótt um. Leikmenn lögðu sig alla fram og fengu góðan stuðning áhorfenda. En mörkin hljóta að fara að koma!
Liverpool: Reina, Johnson, Skrtel, Agger, Enrique, Kuyt (Carroll 84. mín.), Henderson, Leiva, Adam, Downing og Suarez. Ónotaðir varamenn: Doni, Rodriguez, Coates, Spearing, Carragher og Kelly.
Mark Liverpool: Joleon Lescott, sm., (33. mín.).
Gult spjald: Andy Carroll.
Manchester City: Hart, Richards, Kompany, Lescott, Clichy, Milner, Barry, Y. Toure, Nasri (Balotelli 65. mín.), Silva (K. Toure 90. mín.) og Aguero (Dzeko 82. mín.). Ónotaðir varamenn: Pantilimon, Zabaleta, Johnson og De Jong.
Mark Manchester City: Vincent Kompany (31. mín.).
Gul spjöld: Vincent Kompany, Gareth Barry, Mario Balotelli og James Milner.
Rautt spjald: Mario Balotelli.
Áhorfendur á Anfield Road: 45.071.
Maður leiksins: Lucas Leiva. Brasilíumaðurinn var alveg magnaður. Hann þeyttist út um allan völl, braut niður sóknir Manchester City og byggði upp sóknir Liverpool. Ósérhlífni hans og dugnaður var til fullkomnar fyrirmyndar.
Kenny Dalglish: Ég held að við hefðum ekki getað beðið um meira af leikmönnunum. Þeir lögðu sig alla fram og voru alveg magnaðir. Mér fannst City byrja betur en við og þeir skoruðu þegar við vorum að ná að fóta okkur. Við náðum að jafna snögglega og þar var heppnin með okkur en hún kom ekki oftar við sögu hvað okkur varðaði.
Fróðleikur.
- Liverpool hefur nú leikið tíu leiki í röð í öllum keppnum án taps.
- Þetta er besta rispa Liverpool á þessu ári.
- Liverpool fékk sjálfsmark í leiknum og er það í þriðja sinn á leiktíðinni sem andstæðingur skorar!
- Aðeins Luis Suarez hefur skorað oftar!
- Charlie Adam hefur átt þátt í tveimur af sjálfsmörkunum með skotum sínum.
- Þetta var annað jafntefli Manchester City en aðra deildarleiki hefur liðið unnið.
Hér eru myndir úr leiknum af Liverpoolfc.tv.
Hér eru myndir úr leiknum af vefsíðu BBC.
Hér er viðtal við Kenny Dalglish sem tekið var eftir leik.
Fyrir leik var einnar mínútu þögn. Tvær ástæður voru fyrir því. Sú fyrri var vegna þess að Luca sonur Brad Jones, markvarðar Liverpool, dó úr hvítblæði á dögunum og hin var skyndilegt fráfall Gary Speed landsliðsþjálfara Wales. Fráfall Gary hafði áhrif á uppstillingu Liverpool því Craig Bellamy treysti sér ekki til að spila en þeir samlandar voru góðvinir.
Leikurinn hófst af krafti. Gestirnir voru grimmari til að byrja með og fyrsta færi þeirra kom á 6. mínútu þegar Yaya Toure skaut rétt yfir eftir horn. Tíu mínútum síðar kom átti Jose Enrique alltof lausa sendingu aftur og Sergio Aguero virtist ætla að komast á auðan sjó en Jose Reina kom langt út fyrir vítateig og náði að vinna boltann með magnaðri tæklingu. Boltinn hrökk frá og Jose rauk á fætur og kom honum út fyrir hliðarlínu. Magnað en Jose var heppinn því boltinn virtist fara í hendina á honum þegar hann tæklaði og þar með hefði hann átt að fara út af með rautt spjald. En árvekni Jose var samt viðbrugðið.
Liverpool náði smá saman að koma betra lagi á leik sinn en þá fór það svo að Manchester City komst yfir. David Silva tók horn frá hægri. Boltinn rataði á öxlina á Vincent Kompany og af henni fór hann upp í hornið fjær. Tveir leikmenn Liverpool lágu eftir en þeir náðu ekki að stöðva Vincent. Heppni hjá City en heppnin gekk í lið með Liverpool tveimur mínútum seinna. Dirk Kuyt vann þá boltann rétt utan vítateigs og lagði hann til baka á Charlie Adam. Skotinn skaut umsvifalaust að marki en skotið var ekki merkilegt og líklega hefði boltinn farið framhjá nema fyrir að Joleon Lescott kom til skjala og breytti stefnu hans þannig að hann hafnaði í markinu. Magnað og Charlie heldur áfram að leggja upp sjálfsmörk! Ekki spillti það mikilli gleði stuðningsmanna Liverpool að fyrrum leikmaður Everton skyldi hafa lagt sitt af mörkum!
Liverpool komst nú vel í gang og á 37. mínútu varði Joe Hart eins og handboltamarkmaður. Luis Suarez sendi fram á Dirk sem lagði út á Charlie og fast skot hans stefndi í markið en einhvern vegin náði Joe að reka fót í boltann og bjarga í horn. Ótrúleg markvarsla. Mínútu síðar tók Glen Johnson mikla rispu upp hægra megin og endaði á skjóta fallegu bogaskoti sem fór rétt framhjá. Gestirnir voru svo sem ekki af baki dottnir og á lokamínútu hálfleiksins náði Sergio að komast inn í vítateiginn vinstra megin en Jose var vel á verði og bjargaði við nærstöngina.
Liverpool hafði yfirhöndina eftir hlé en sem fyrr á þessari leiktíð gekk ekki nógu vel að reka lokahnykk á sóknirnar. Eftir sjö mínútur tók Stewart Downing góða rispu upp vinstra megin og sendi fyrir. Vincent náði ekki að hreinsa og boltinn barst á Dirk sem henti sér fram en skallinn var mislukkaður og boltinn fór langt framhjá. Þarna fór gott færi. Stewart komst svo nærri því að skora sitt fyrsta mark á 67. mínútu. Hann fékk boltann við vítateiginn eftir horn frá vinstri. Skot hans var ekki fullkomið því boltinn fór í jörðina en hann virtist samt ætla í markið en Joe blakaði skoti hans meistaralega yfir. Rétt áður kom Mario Balotelli inn á sem varamaður hjá Manchester City. Hann gerði ekki mikinn usla en hafði þó áhrif á gang mála því hann var rekinn af velli á síðustu tíu mínútunum eftir að hafa fengið sitt annað gula spjald.
Kenny Dalglish beið ekki boðanna og sendi Andy Carroll til leiks. Liverpool sótti látlaust lokakafla leiksins. Þegar tvær mínútur voru eftir sendi Lucas á Luis sem náði góðu skoti en Joe varði vel og sló boltann frá. Mínútu síðar fékk City sitt eina góða færi í hálfleiknum. David komst þá inn í vítateig á móti Jose sem fylgdi landa sínum eftir hvert fótmál. Það endaði þó með því að David kom boltanum framhjá Jose en þá voru þrír leikmenn Liverpool komnir til varnar á línunni og einn þeirra tók boltann og bjargaði.
Enn harnaði sóknin og þegar komið var í viðbótartíma náði Glen fullkominni sendingu á höfuðið á Andy. Hann skallaði af miklum krafti á markið og virtist boltinn stefna út í hornið þangað til Joe kom fljúgandi og varði. Luis fékk boltann í kjölfarið og náði góðu skoti af stuttu færi en Joe varði enn og aftur. Boltinn hrökk út á Jose en hann þrykkti boltanum upp í stúku. Allt kom fyrir ekki og toppliðið slapp með jafntefli og gátu Bláliðar vel við unað.
Eins og alltof oft á Anfield á leiktíðinni náðu leikmenn Liverpool ekki að koma boltanum nógu oft í markið og það snýst þessi íþrótt um. Leikmenn lögðu sig alla fram og fengu góðan stuðning áhorfenda. En mörkin hljóta að fara að koma!
Liverpool: Reina, Johnson, Skrtel, Agger, Enrique, Kuyt (Carroll 84. mín.), Henderson, Leiva, Adam, Downing og Suarez. Ónotaðir varamenn: Doni, Rodriguez, Coates, Spearing, Carragher og Kelly.
Mark Liverpool: Joleon Lescott, sm., (33. mín.).
Gult spjald: Andy Carroll.
Manchester City: Hart, Richards, Kompany, Lescott, Clichy, Milner, Barry, Y. Toure, Nasri (Balotelli 65. mín.), Silva (K. Toure 90. mín.) og Aguero (Dzeko 82. mín.). Ónotaðir varamenn: Pantilimon, Zabaleta, Johnson og De Jong.
Mark Manchester City: Vincent Kompany (31. mín.).
Gul spjöld: Vincent Kompany, Gareth Barry, Mario Balotelli og James Milner.
Rautt spjald: Mario Balotelli.
Áhorfendur á Anfield Road: 45.071.
Maður leiksins: Lucas Leiva. Brasilíumaðurinn var alveg magnaður. Hann þeyttist út um allan völl, braut niður sóknir Manchester City og byggði upp sóknir Liverpool. Ósérhlífni hans og dugnaður var til fullkomnar fyrirmyndar.
Kenny Dalglish: Ég held að við hefðum ekki getað beðið um meira af leikmönnunum. Þeir lögðu sig alla fram og voru alveg magnaðir. Mér fannst City byrja betur en við og þeir skoruðu þegar við vorum að ná að fóta okkur. Við náðum að jafna snögglega og þar var heppnin með okkur en hún kom ekki oftar við sögu hvað okkur varðaði.
Fróðleikur.
- Liverpool hefur nú leikið tíu leiki í röð í öllum keppnum án taps.
- Þetta er besta rispa Liverpool á þessu ári.
- Liverpool fékk sjálfsmark í leiknum og er það í þriðja sinn á leiktíðinni sem andstæðingur skorar!
- Aðeins Luis Suarez hefur skorað oftar!
- Charlie Adam hefur átt þátt í tveimur af sjálfsmörkunum með skotum sínum.
- Þetta var annað jafntefli Manchester City en aðra deildarleiki hefur liðið unnið.
Hér eru myndir úr leiknum af Liverpoolfc.tv.
Hér eru myndir úr leiknum af vefsíðu BBC.
Hér er viðtal við Kenny Dalglish sem tekið var eftir leik.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur! -
| Sf. Gutt
Sigur á Spáni
Fréttageymslan