Mark spáir í spilin
En þrátt fyrir tréverk og frábæra markvörslur þá stendur það fyrst og síðast upp á leikmennina sjálfa að nýta færin betur og það hefur ekki gengið alveg nógu vel. Luis Suarez hefur skorað flest deildarmörk og þau eru aðeins fjögur. Lið í fallsæti hafa skorað fleiri mörk í deildarleikjum en Liverpool. Hvað eftir annað hafa sparkspekingar spáð því að Liverpool muni taka einhverja andstæðinga í gegn og raða inn mörkum. Enn hefur það ekki gerst almennilega. Í leik þessara liða á sama stað á síðustu leiktíð lá flest inni. Nú er að sjá hvernig leikmönnum Liverpool farnast uppi við markið í jólamánuðinum. Fleiri mörk óskast.
Fulham v Liverpool
Ég man eftir leik þessara lið undir lok síðustu leiktíðar þegar Luis Suarez lék þá Brede Hangeland og Aaron Hughes, varnarmenn Fulham, sundur og saman og Liverpool var komið í 3:0 innan 20 mínútna. Það er gríðarlegt áfall fyrir Liverpool að missa Lucas Leiva út leiktíðina en Kenny Dalglish, stjóri þeirra Rauðu, hefur úr mönnum að velja og það er samkeppni í liðinu.
Þetta sást í sigrinum á Chelsea í Carling bikarnum á þriðjudaginn og ég held að leikform Luis hafi þau áhrif að menn eru brattir í herbúðum liðsins um þessar mundir. Andy Carroll hefur ekki verið sannfærandi en Craig Bellamy og Luis hafa náð saman og eins Maxi Rodriguez. Þetta eru duglegir og snöggir leikmenn sem eru góðir í snöggu spili og það skiptir máli fyrir Liverpool.
En þrátt fyrir þetta allt þá er Fulham á heimavelli og liðið er oft erfitt við að eiga og sóknarmenn liðsins munu valda Liverpool vanda. Ef ég myndi búa í London og gæti keypt mér ársmiða fyrir hvað lið sem er þá myndi ég velja Fulham. Það er gott andrúmsloft í kringum Craven Cottage. Það er ekki nein sérstök pressa á liðinu að vinna og stemmningin á vellinum er góð því þetta er gamaldags leikvangur í skemmtilegu umhverfi þar sem hægt er að fá sér bjórglas. Félagið hefur sterk einkenni og menn gera sér grein fyrir stöðu félagsins. Ég held að liðið nái stigi á mánudagskvöldið.
Spá: 1:1.
Til minnis!
- Liverpool hefur ekki tapað í síðustu ellefu leikjum.
- Liðin hafa ekki gert jafntefli á heimavelli Fulham frá því Fulham kom síðast upp í efstu deild.
- Liverpool hefur haldið hreinu í sex af síðustu átta leikjum á móti Fulham.
- Síðustu tvö deildarmörk Fulham hafa verið sjálfsmörk.
- Luis Suarez hefur skorað flest mörk Liverpool manna eða sjö.
- Hann hefur þó ekki skorað í tvo mánuði í deildinni.
Hér má sjá leikmenn Liverpool undirbúa sig fyrir leikinn.
Síðast!
Liverpool fór algjörlega á kostum á mildu maí kvöldi og Maxi Rodriguez skoraði þrennu í 2:5 sigri. Maxi skoraði strax eftir hálfa mínútu og hann átti eftir að bæta tveimur öðrum mörkum við áður en yfir lauk. Dirk Kuyt læddi inn marki og Luis Suarez skoraði síðasta mark leiksins. Þeir Moussa Dembele og Steve Sidwell löguðu stöðuna aðeins áður en Luis gerði endanlega út um leikinn. Sóknarleikur Liverpool var algjörlega frábær og liðið hefði getað skorað enn fleiri mörk. Jamie Carragher varð næst leikjahæsti leikmaður í sögu Liverpool í þessum magnaða leik.
-
| Sf. Gutt
Áramótakveðjur! -
| Sf. Gutt
Verðum að skrifa okkar eigin sögu! -
| Sf. Gutt
Í minningu -
| Sf. Gutt
Jólahugleiðing Arne Slot -
| Sf. Gutt
Gleðileg jól! -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Virgil van Dijk -
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum