Mark spáir í spilin
Luis Suarez má vara sig því hann hefur verið mjög undir smásjá eftir leikinn við Manchester United. Auðvitað ásakaði Patrice Eva hann fyrir ósæmilegt orðbragð en annað er að eftir leik hreytti Alex Ferguson, framkvæmdastjóri Manchester United, í hann og dæmdi hann leikara á vellinum. Það var ekki tilviljun að Alex gerði það enda hefur hann ætíð reynt að koma höggi á Liverpool. Það er ekki neinn vafi á því að orð hans hafa sitt að segja enda hefur Luis varla fengið aukaspyrnu eftir leikinn við Manchester United. Með þessu er ekki verið að verja Luis þegar hann á ekki skilið að hanskinn sé tekinn upp fyrir hann en hann á samt undir högg að sækja og hefur átt frá leiknum við Manchester United. Hann á refsingu yfir höfði sér og vonandi lærir hann af henni.
Liverpool v Queens Park Rangers
Ég er venjulega gagnrýninn á Liverpool en mér fannst þeir vera mjög óheppnir að tapa útileiknum á móti Fulham á mánudaginn. Tæklinginn sem Jay Spearing var rekinn út af fyrir hefði ekki metin sem gult spjald fyrir fimm árum. Mér fannst þetta einfaldlega mjög góð, kröftug tækling og Liverpool hefði aldrei tapað ef hann hefði ekki verið rekinn út af. En svona er lífið og Liverpool þarf að herða sig.
Núna um helgina mætir Q.P.R. í bæinn og liðið hans Neil Warnock hefður gengið miklu betur á útivöllum en heima á þessari leiktíð. Málið hjá Liverpol er að ég held að það sé alveg að koma að því að liðið bursti einhverja á heimavelli. Liðið hefur skapað helling af færum í heimaleikjum, á móti liðum eins og Manchester United, Manchester City og Swansea, sem hafa svo endað með jafntefli. Liverpool átti líklega meira skilið úr þessum leikjum og ég held að það sé alveg að koma að því að þeir bursti einhverja. Það gæti gerst núna um helgina.
Spá: 2:0.
Til minnis!
- Liverpool tapaði síðasta leik gegn Fulham en hafði ekki tapað í síðustu ellefu leikjum fyrir hann.
- Liverpool hefur gert jafntefli í síðustu fjórum leikjum sínum á heimavelli.
- Liverpool og Manchester City eru einu liðin sem ekki hafa tapað á heimavelli á leiktíðinni.
- Liverpool hefur unnið Q.P.R. bæði heima og úti tíu sinnum í sögunni.
- Q.P.R. vann næst efstu deild á síðasta keppnistímabili.
- Liðið vann í Liverpool fyrr á leiktíðinni þegar það lagði Everton að velli 0:1.
- Leikmenn Liverpool hafa tólf sinnum hitt í stengur og þverslár á leiktíðinni og er það met í ár.
- Oftast hefur Stewart Downing hitt tréverkið eða þrisvar.
- Luis Suarez hefur skorað flest mörk Liverpool manna eða sjö.
- Hann hefur þó ekki skorað í tvo mánuði í deildinni.
Hér má sjá leikmenn Liverpool undirbúa sig fyrir leikinn.
Hér má sjá myndir úr gömlum leikjum liðanna.
Síðast!
Liðin hafa ekki gengið á hólm á þessari öld. Í maí 1990 mættust liðin á Anfield Road. Liverpool vann 2:1 og varð þar með enskur meistari í 18. skipti.
-
| Sf. Gutt
Alisson farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Harvey farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Ungliðar lánaðir -
| Sf. Gutt
Virgil fékk frí -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Georginio Wijnaldum fer víða -
| Sf. Gutt
Tveir uppaldir í enska landsliðinu -
| Sf. Gutt
Trent meiddur -
| Sf. Gutt
Heilsteypt lið!