| Sf. Gutt
TIL BAKA
Fjórir í lið vikunnar
Garth Crooks, einn sparkspekinga BBC, velur jafnan Lið vikunnar. Að þessu sinni voru fjórir leikmenn Liverpool í liðinu. Þetta voru þeir Daniel Agger, Glen Johnson, Charlie Adam og Luis Suarez sem allir þóttu leika nógu vel í sigrinum gegn Queens Park Rangers til að komast í Lið vikunnar.
Kannski kemur það einhverjum spánskt fyrir sjónir að sjá Daniel Agger í liðinu því ekki reyndi nú mikið á hann í vörn Liverpool í leiknum og ekki var nú Glen Johnson mjög áberandi. En þeir Luis Suarez og Charlie Adam áttu báðir stórleik. Charlie var til dæmis valinn Maður leiksins á Liverpool.is. En sama er það er alltaf gaman að sjá leikmenn Liverpool fá hrós.
Hér má skoða Lið vikunnar og lesa umsagnir um þá sem valdir voru í liðið.
Kannski kemur það einhverjum spánskt fyrir sjónir að sjá Daniel Agger í liðinu því ekki reyndi nú mikið á hann í vörn Liverpool í leiknum og ekki var nú Glen Johnson mjög áberandi. En þeir Luis Suarez og Charlie Adam áttu báðir stórleik. Charlie var til dæmis valinn Maður leiksins á Liverpool.is. En sama er það er alltaf gaman að sjá leikmenn Liverpool fá hrós.
Hér má skoða Lið vikunnar og lesa umsagnir um þá sem valdir voru í liðið.
Nýlegar fréttir
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!
Fréttageymslan