| Heimir Eyvindarson
TIL BAKA
Markalaust jafntefli gegn Wigan
Liverpool gerði í kvöld markalaust jafntefli við Wigan á útivelli. Charlie Adam misnotaði vítaspyrnu í leiknum.
Leikmenn Liverpool sýndu Luis Suarez stuðning með því að hita upp í bolum með mynd af kappanum. Kenny Dalglish klæddist sams konar bol fyrir leik. Greinilegt að menn ætla að standa við bakið á Suarez á þeim erfiðu tímum sem hann gengur í gegnum þessa dagana.
Kenny Dalglish gerði tvær breytingar á byrjunarliðinu frá leiknum gegn Aston Villa á sunnudaginn. Maxi Rodriguez og Dirk Kuyt komu inn í liðið fyrir Jonjo Shelvey og Craig Bellamy.
Liverpool byrjaði leikinn af miklum krafti og sótti stíft fyrstu mínútur leiksins. Á 5. mínútu vildi Downing fá dæmda vítaspyrna á Wigan fyrr að handleika knöttinn inni í teig, en varð ekki að ósk sinni. Johnson, Kuyt og Skrtel áttu allir ágætar marktilraunir á fyrstu mínútunum en Al-Habsi í marki Wigan sá til þess að boltinn færi ekki inn.
Eftir 15-20 mínútna leik komust heimamenn meira inn í leikinn og valdahlutföllin á vellinum jöfnuðust aðeins, en Liverpool hafði ráðið lögum og lofum framan af. Gomez, Figueroa og Diame áttu allir ágæt skot, en Reina og varnarmenn Liverpool sáu við þeim.
Á 25. mínútu fékk Dirk Kuyt mjög gott færi eftir góðan undirbúning Downing, en skot Hollendingsins var auðvelt fyrir Al-Habsi.
Mínútu síðar fékk Glen Johnson síðan enn betra færi þegar hann komst einn gegn Al-Habsi eftir góða sókn okkar manna. Enn og aftur var Al-Habsi vandanum vaxinn í markinu. Ekki fyrsti markmaðurinn sem plumar sig vel á móti Liverpool!
Það sem eftir lifði hálfleiksins skiptust liðin á að sækja og ef eitthvað var þá áttu heimamenn hættulegri færi. Staðan 0-0 í hálfleik.
Seinni hálfleikurinn hófst með nokkrum látum. Strax á 47. mínútu átti Suarez gott skot sem Al-Habsi varði í horn. Mínútu síðar átti Moses ágætt færi hinum megin, en Reina bjargaði.
Á 50 mínútu barst boltinn inn í vítateig heimamanna og þar tók Luis Suarez bakfallsspyrnu sem Gary Caldwell varði með höndunum. Vítaspyrna dæmd. Charlie Adam tók spyrnuna, en Al-Habsi sá við honum og varði.
Eftir þetta fór vindurinn smám saman úr okkar mönnum og ekki hægt að segja að seinni hálfleikurinn hafi verið mikil skemmtun fyrir augað. Nokkur færi litu þó dagsins ljós, sérstaklega var Dirk Kuyt óheppinn í tvígang.
Á 72. mínútu skipti Kenny Dalglish yfir í byrjunarliðið gegn Aston Villa, þegar Shelvey og Bellamy komu inn á fyrir Kuyt og Rodriguez. Hvorugur þeirra náði þó að breyta gangi leiksins. Andy Carroll kom síðan inn á fyrir óvenju dapran Suarez þegar skammt var til leiksloka og mátti sín lítils gegn þéttum varnarmúr Wigan. Niðurstaðan 0-0 jafntefli í frekar slöppum leik.
Wigan: Al Habsi, Caldwell, Alcaraz, Figueroa, Stam, Jones (Watson 74. mín.), Diame, McCarthy, Gomez (Rodallega 74. mín.), Sammon (Di Santo 61. mín.) og Moses. Ónotaðir varamenn: Pollitt, Crusat, McArthur og Lopez.
Liverpool: Reina, Johnson, Skrtel, Agger, Enrique, Adam, Henderson, Downing, Rodriguez (Bellamy á 72. mín.), Kuyt (Shelvey á 72. mín.) og Suarez (Carroll á 87. mín.). Ónotaðir varamenn: Doni, Coates, Carragher og Kelly.
Gul spjöld: Glen Johnson og Craig Bellamy.
Áhorfendur á DW Stadium: 19,320.
Maður leiksins: Jose Enrique. Það verður að segjast eins og er að leikmenn Liverpool hafa oft leikið betur en í kvöld, en Spánverjinn verður ekki sakaður um að hafa ekki staðið fyrir sínu. Hann var mjög sprækur á vinstri vængnum, hvort sem var í vörn eða sókn.
Kenny Dalglish: Það eru auðvitað mikil vonbrigði að ná ekki þremur stigum í kvöld. Við byrjuðum mjög vel, en smátt og smátt komst Wigan inn í leikinn. Þótt okkur tækist ekki að sigra í kvöld var margt jákvætt í okkar leik. Við munum halda áfram að byggja ofan á það.
Fróðleikur:
- Vítaspyrnan sem Charlie Adam misnotaði í kvöld var fjórða vítið á leiktíðinni sem fer forgörðum hjá okkar mönnum.
- Það þarf að fara aftur til ársins 2007 til að finna sigur Liverpool á DW Stadium. Í fjórum útileikjum Liverpool síðan að Yossi Benayoun tryggði okkar mönnum síðast sigur í Lancashire bænum hefur niðurstaðan þrisvar orðið jafntefli og einu sinni hafa okkar menn þurft að lúta í gras.
- Liverpool og Wigan hafa nú mæst 13 sinnum í deildinni. Liverpool hefur unnið sjö sinnum, Wigan einu sinni og fimm sinnum hafa liðin skilið jöfn.
- Dirk Kuyt er sá leikmaður Liverpool sem hefur skorað flest mörk gegn Wigan, en Hollendingurinn hefur skorað fimm mörk í ellefu leikjum gegn ,,The Latics".
Leikmenn Liverpool sýndu Luis Suarez stuðning með því að hita upp í bolum með mynd af kappanum. Kenny Dalglish klæddist sams konar bol fyrir leik. Greinilegt að menn ætla að standa við bakið á Suarez á þeim erfiðu tímum sem hann gengur í gegnum þessa dagana.
Kenny Dalglish gerði tvær breytingar á byrjunarliðinu frá leiknum gegn Aston Villa á sunnudaginn. Maxi Rodriguez og Dirk Kuyt komu inn í liðið fyrir Jonjo Shelvey og Craig Bellamy.
Liverpool byrjaði leikinn af miklum krafti og sótti stíft fyrstu mínútur leiksins. Á 5. mínútu vildi Downing fá dæmda vítaspyrna á Wigan fyrr að handleika knöttinn inni í teig, en varð ekki að ósk sinni. Johnson, Kuyt og Skrtel áttu allir ágætar marktilraunir á fyrstu mínútunum en Al-Habsi í marki Wigan sá til þess að boltinn færi ekki inn.
Eftir 15-20 mínútna leik komust heimamenn meira inn í leikinn og valdahlutföllin á vellinum jöfnuðust aðeins, en Liverpool hafði ráðið lögum og lofum framan af. Gomez, Figueroa og Diame áttu allir ágæt skot, en Reina og varnarmenn Liverpool sáu við þeim.
Á 25. mínútu fékk Dirk Kuyt mjög gott færi eftir góðan undirbúning Downing, en skot Hollendingsins var auðvelt fyrir Al-Habsi.
Mínútu síðar fékk Glen Johnson síðan enn betra færi þegar hann komst einn gegn Al-Habsi eftir góða sókn okkar manna. Enn og aftur var Al-Habsi vandanum vaxinn í markinu. Ekki fyrsti markmaðurinn sem plumar sig vel á móti Liverpool!
Það sem eftir lifði hálfleiksins skiptust liðin á að sækja og ef eitthvað var þá áttu heimamenn hættulegri færi. Staðan 0-0 í hálfleik.
Seinni hálfleikurinn hófst með nokkrum látum. Strax á 47. mínútu átti Suarez gott skot sem Al-Habsi varði í horn. Mínútu síðar átti Moses ágætt færi hinum megin, en Reina bjargaði.
Á 50 mínútu barst boltinn inn í vítateig heimamanna og þar tók Luis Suarez bakfallsspyrnu sem Gary Caldwell varði með höndunum. Vítaspyrna dæmd. Charlie Adam tók spyrnuna, en Al-Habsi sá við honum og varði.
Eftir þetta fór vindurinn smám saman úr okkar mönnum og ekki hægt að segja að seinni hálfleikurinn hafi verið mikil skemmtun fyrir augað. Nokkur færi litu þó dagsins ljós, sérstaklega var Dirk Kuyt óheppinn í tvígang.
Á 72. mínútu skipti Kenny Dalglish yfir í byrjunarliðið gegn Aston Villa, þegar Shelvey og Bellamy komu inn á fyrir Kuyt og Rodriguez. Hvorugur þeirra náði þó að breyta gangi leiksins. Andy Carroll kom síðan inn á fyrir óvenju dapran Suarez þegar skammt var til leiksloka og mátti sín lítils gegn þéttum varnarmúr Wigan. Niðurstaðan 0-0 jafntefli í frekar slöppum leik.
Wigan: Al Habsi, Caldwell, Alcaraz, Figueroa, Stam, Jones (Watson 74. mín.), Diame, McCarthy, Gomez (Rodallega 74. mín.), Sammon (Di Santo 61. mín.) og Moses. Ónotaðir varamenn: Pollitt, Crusat, McArthur og Lopez.
Liverpool: Reina, Johnson, Skrtel, Agger, Enrique, Adam, Henderson, Downing, Rodriguez (Bellamy á 72. mín.), Kuyt (Shelvey á 72. mín.) og Suarez (Carroll á 87. mín.). Ónotaðir varamenn: Doni, Coates, Carragher og Kelly.
Gul spjöld: Glen Johnson og Craig Bellamy.
Áhorfendur á DW Stadium: 19,320.
Maður leiksins: Jose Enrique. Það verður að segjast eins og er að leikmenn Liverpool hafa oft leikið betur en í kvöld, en Spánverjinn verður ekki sakaður um að hafa ekki staðið fyrir sínu. Hann var mjög sprækur á vinstri vængnum, hvort sem var í vörn eða sókn.
Kenny Dalglish: Það eru auðvitað mikil vonbrigði að ná ekki þremur stigum í kvöld. Við byrjuðum mjög vel, en smátt og smátt komst Wigan inn í leikinn. Þótt okkur tækist ekki að sigra í kvöld var margt jákvætt í okkar leik. Við munum halda áfram að byggja ofan á það.
Fróðleikur:
- Vítaspyrnan sem Charlie Adam misnotaði í kvöld var fjórða vítið á leiktíðinni sem fer forgörðum hjá okkar mönnum.
- Það þarf að fara aftur til ársins 2007 til að finna sigur Liverpool á DW Stadium. Í fjórum útileikjum Liverpool síðan að Yossi Benayoun tryggði okkar mönnum síðast sigur í Lancashire bænum hefur niðurstaðan þrisvar orðið jafntefli og einu sinni hafa okkar menn þurft að lúta í gras.
- Liverpool og Wigan hafa nú mæst 13 sinnum í deildinni. Liverpool hefur unnið sjö sinnum, Wigan einu sinni og fimm sinnum hafa liðin skilið jöfn.
- Dirk Kuyt er sá leikmaður Liverpool sem hefur skorað flest mörk gegn Wigan, en Hollendingurinn hefur skorað fimm mörk í ellefu leikjum gegn ,,The Latics".
Nýlegar fréttir
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!
Fréttageymslan