| Sf. Gutt
TIL BAKA
Enn einu sinni jafntefli
Enn einu sinni gengu leikmenn Liverpool af velli eftir jafnglími. Enn einu sinni dugðu yfirbuðir og færi ekki til sigurs. Nú var það Blackburn, neðsta lið deildarinnar, sem náði jöfnu og það á Anfield. Hvort lið skoraði einu sinni og gestirnir þurftu ekki einu sinni að skora til að ná stiginu.
Líklega hafa flestir jólagestirnir í Musterinu trúað því að nú væri komið að jólaglaðningi í formi stórsigurs enda gestirnir frá Blackburn búnir að finna fyrir því í felstum leikja sinni hingað til á leiktíðinni. Kóngurinn setti Andy Carroll í sóknina og öllum til gleði var Steven Gerrard talinn leikfær og fékk sæti á bekknum.
Byrjunin lofaði góðu og Luis Suarez skaut rétt yfir úr aukaspyrnu eftir tvær mínútur. En það kom fljótlega í ljós að heimamenn voru ekki í jólastuði og næsta færi kom ekki fyrr en á 19. mínútu. Glen Johnson gaf þá fyrir frá hægri á Luis en skot hans fór í hliðarnetið. Á 27. mínútu var svo Andy Carroll ágengur en byrjandinn í marki Blackburn Mark Bunn náði að verja af stuttu færi.
Á 30. mínútu trúðu viðstaddir ekki sínum eigin augum þegar dómarinn dæmdi ekki víti á gestina þegar Mark felldi Maxi Rodriguez greinilega. Þess í stað tók hann mark á línuverði sínum og dæmdi rangstöðu sem var út í hött. Kannski hefði víti ekki komið að gagni. Liverpool hefur jú bara skorað úr einu af fimm. Þegar tvær mínútur voru til leikhlés sneri Luis varnarmenn af sér og sá Maxi frían við fjærstöng en boltinn fór yfir markið þegar hann reyndi að finna Argentínumanninn.
Á lokamínútunni kom svo blauta tuskan framan í Rauðliða af fullum krafti. Blackburn fékk horn frá hægri og öllum að óvörum lá boltinn í markinu eftir hornið. Þegar betur var að gáð þá hafði Charlie Adam stýrt boltanum í eigið mark. Ekki er gott að segja hvort Charlie hafi verið klaufi eða óheppinn því hann slæmdi fæti í boltann þegar hann hugðist hreinsa aðþrengdur. Staðan í hálfleik var með ólíkindum enda hafði Blackburn varla átt sókn en á móti kom að leikmenn Liverpool voru daufir svo ekki sé meira sagt!
Liverpool jafnaði snögglega í síðari hálfleik og það gjörðist á 53. mínútu. Þung sókn Liverpool endaði með því að Martin Skrtel fékk boltann hægra megin í vítateignum. Hann lyfti boltanum laglega fyrir á fjærstöng og þar skallaði Maxi Rodriguez í mark af stuttu færi. Nú hlutu mörkin að koma! Sex mínútum seinna skallaði Luis rétt yfir eftir horn.
Á 69. mínútu braust út næst mesti fögnuður dagsins þegar Kenny Dalglish sendi Steven Gerrard til leiks í stað Charlie. Fyrsta verk Steven var að taka aukaspyrnu. Hann sendi stórgóða sendingu fyrir á Maxi en hann skallaði yfir og hefði sannarlega átt að skora. Ellefu mínútum fyrir leikslok gafst enn skallafæri en Luis skallaði fyrirgjöf Glen yfir. Rétt á eftir náði David Dunn að stinga sér inn í vítateig Liverpool en hann datt sem betur fer, náði ekki almennilegu skoti og boltann fór framhjá.
Sókn Liverpool þyngdist mjög síðustu tíu mínúturnar. Á 80. mínútu sendi Jose Enrique góða sendingu fyrir á Andy en skalli hans hitti ekki markið. Þegar þrjár mínútur voru eftir fékk Rauðliði enn og aftur skallafæri. Varamaðurinn Craig Bellamy gaf fyrir frá hægri. Stewart Downing náði þokkalegum skalla en Mark varði vel.
Í viðbótartíma gekk mikið á. Fyrst sáu menn boltann í markinu eftir að Andy virtist vera búinn að stýra fyrirgjöf frá Craig í markið af stuttu færi en á einhvern ótrúlegan hátt náði Mark að henda sér niður og slá boltann í horn. Hornið kom frá vinstri og Craig hitti beint á Daniel Agger sem skallaði framhjá Mark en varnarmaður náði að bjarga á marklínu. Já, enn eitt jafnteflið varð ekki umflúið! Nógu miklir voru yfirburðirnir og nógu mörg voru færin en leikmenn Liverpool voru enn einu sinni ekki nógu góðir til að innsigla sigur á heimavelli sínum!
Liverpool: Reina, Johnson, Skrtel, Agger, Jose Enrique, Rodriguez (Bellamy 81. mín.), Henderson, Adam (Gerrard 69. mín.), Downing, Suarez og Carroll. Ónotaðir varamenn: Doni, Kuyt, Carragher, Shelvey og Kelly.
Mark Liverpool: Maxi Rodriguez (53. mín.).
Gult spjald: Daniel Agger.
Blackburn Rovers: Bunn, Lowe, Samba, Hanley, Pedersen, Henley, Dunn (Petrovic 84. mín.), Nzonzi, Hoilett (Vukcevic 75. mín.), Formica og Yakubu. Ónotaðir varamenn: Kean, Rochina, Blackman, Goodwillie og Morris.
Mark Blackburn Rovers: Charlie Adam, sm, (45. mín.).
Áhorfendur á Anfield Road: 44.441.
Maður leiksins: Maxi Rodriguez. Argentínumaðurinn jafnaði leikinn og skoraði í fjórða sinn á leiktíðinni. Hann hefur yfirleitt gert góða hluti þegar hann hefur verið valinn til leiks. Hann hefur þó oft leikið betur eins og aðrir leikmenn Liverpool en hann skoraði og það gerðu ekki aðrir leikmenn Liverpool. Að minnsta kosti ekki í rétt mark!
Kenny Dalglish: Mér er það sama efst í huga eins og eftir nokkra aðra leiki hérna. Við gerðum nóg til að vinna og sköpuðum okkur nógu mörg færi til að vinna. Við höfum fengið fá mörk á okkur og við erum að skapa okkur góð færi. En það er ekki alltaf hægt að tala um að markvörður andstæðinga okkar hafi átt stórleik. Við verðum að hafa trú á okkur í færum og ef við náum því gengur betur. Við ættum að hafa náð þremur stigum í flestum heimaleikjum okkar.
Fróðleikur
- Maxi Rodriguez skoraði í fjórða sinn á leiktíðinni.
- Hann hefur nú skorað fimmtán mörk fyrir Liverpool.
- Liverpool hefur aðeins unnið þrjá af níu heimaleikjum sínum á leiktíðinni.
- Hinum sex hefur lokið með jafntefli.
- Endurkoma Steven Gerrard númer tvö varð þegar hann kom inn á sem varamaður en hann hefur ekki leikið vegna sýkingar í ökkla frá því í október.
- Steven tók við fyrirliðabandinu af Jose Reina þegar hann kom til leiks.
Hér eru myndir úr leiknum af Liverpoolfc.tv.
Hér er viðtal við Kenny Dalglish sem var tekið eftir leik.
Líklega hafa flestir jólagestirnir í Musterinu trúað því að nú væri komið að jólaglaðningi í formi stórsigurs enda gestirnir frá Blackburn búnir að finna fyrir því í felstum leikja sinni hingað til á leiktíðinni. Kóngurinn setti Andy Carroll í sóknina og öllum til gleði var Steven Gerrard talinn leikfær og fékk sæti á bekknum.
Byrjunin lofaði góðu og Luis Suarez skaut rétt yfir úr aukaspyrnu eftir tvær mínútur. En það kom fljótlega í ljós að heimamenn voru ekki í jólastuði og næsta færi kom ekki fyrr en á 19. mínútu. Glen Johnson gaf þá fyrir frá hægri á Luis en skot hans fór í hliðarnetið. Á 27. mínútu var svo Andy Carroll ágengur en byrjandinn í marki Blackburn Mark Bunn náði að verja af stuttu færi.
Á 30. mínútu trúðu viðstaddir ekki sínum eigin augum þegar dómarinn dæmdi ekki víti á gestina þegar Mark felldi Maxi Rodriguez greinilega. Þess í stað tók hann mark á línuverði sínum og dæmdi rangstöðu sem var út í hött. Kannski hefði víti ekki komið að gagni. Liverpool hefur jú bara skorað úr einu af fimm. Þegar tvær mínútur voru til leikhlés sneri Luis varnarmenn af sér og sá Maxi frían við fjærstöng en boltinn fór yfir markið þegar hann reyndi að finna Argentínumanninn.
Á lokamínútunni kom svo blauta tuskan framan í Rauðliða af fullum krafti. Blackburn fékk horn frá hægri og öllum að óvörum lá boltinn í markinu eftir hornið. Þegar betur var að gáð þá hafði Charlie Adam stýrt boltanum í eigið mark. Ekki er gott að segja hvort Charlie hafi verið klaufi eða óheppinn því hann slæmdi fæti í boltann þegar hann hugðist hreinsa aðþrengdur. Staðan í hálfleik var með ólíkindum enda hafði Blackburn varla átt sókn en á móti kom að leikmenn Liverpool voru daufir svo ekki sé meira sagt!
Liverpool jafnaði snögglega í síðari hálfleik og það gjörðist á 53. mínútu. Þung sókn Liverpool endaði með því að Martin Skrtel fékk boltann hægra megin í vítateignum. Hann lyfti boltanum laglega fyrir á fjærstöng og þar skallaði Maxi Rodriguez í mark af stuttu færi. Nú hlutu mörkin að koma! Sex mínútum seinna skallaði Luis rétt yfir eftir horn.
Á 69. mínútu braust út næst mesti fögnuður dagsins þegar Kenny Dalglish sendi Steven Gerrard til leiks í stað Charlie. Fyrsta verk Steven var að taka aukaspyrnu. Hann sendi stórgóða sendingu fyrir á Maxi en hann skallaði yfir og hefði sannarlega átt að skora. Ellefu mínútum fyrir leikslok gafst enn skallafæri en Luis skallaði fyrirgjöf Glen yfir. Rétt á eftir náði David Dunn að stinga sér inn í vítateig Liverpool en hann datt sem betur fer, náði ekki almennilegu skoti og boltann fór framhjá.
Sókn Liverpool þyngdist mjög síðustu tíu mínúturnar. Á 80. mínútu sendi Jose Enrique góða sendingu fyrir á Andy en skalli hans hitti ekki markið. Þegar þrjár mínútur voru eftir fékk Rauðliði enn og aftur skallafæri. Varamaðurinn Craig Bellamy gaf fyrir frá hægri. Stewart Downing náði þokkalegum skalla en Mark varði vel.
Í viðbótartíma gekk mikið á. Fyrst sáu menn boltann í markinu eftir að Andy virtist vera búinn að stýra fyrirgjöf frá Craig í markið af stuttu færi en á einhvern ótrúlegan hátt náði Mark að henda sér niður og slá boltann í horn. Hornið kom frá vinstri og Craig hitti beint á Daniel Agger sem skallaði framhjá Mark en varnarmaður náði að bjarga á marklínu. Já, enn eitt jafnteflið varð ekki umflúið! Nógu miklir voru yfirburðirnir og nógu mörg voru færin en leikmenn Liverpool voru enn einu sinni ekki nógu góðir til að innsigla sigur á heimavelli sínum!
Liverpool: Reina, Johnson, Skrtel, Agger, Jose Enrique, Rodriguez (Bellamy 81. mín.), Henderson, Adam (Gerrard 69. mín.), Downing, Suarez og Carroll. Ónotaðir varamenn: Doni, Kuyt, Carragher, Shelvey og Kelly.
Mark Liverpool: Maxi Rodriguez (53. mín.).
Gult spjald: Daniel Agger.
Blackburn Rovers: Bunn, Lowe, Samba, Hanley, Pedersen, Henley, Dunn (Petrovic 84. mín.), Nzonzi, Hoilett (Vukcevic 75. mín.), Formica og Yakubu. Ónotaðir varamenn: Kean, Rochina, Blackman, Goodwillie og Morris.
Mark Blackburn Rovers: Charlie Adam, sm, (45. mín.).
Áhorfendur á Anfield Road: 44.441.
Maður leiksins: Maxi Rodriguez. Argentínumaðurinn jafnaði leikinn og skoraði í fjórða sinn á leiktíðinni. Hann hefur yfirleitt gert góða hluti þegar hann hefur verið valinn til leiks. Hann hefur þó oft leikið betur eins og aðrir leikmenn Liverpool en hann skoraði og það gerðu ekki aðrir leikmenn Liverpool. Að minnsta kosti ekki í rétt mark!
Kenny Dalglish: Mér er það sama efst í huga eins og eftir nokkra aðra leiki hérna. Við gerðum nóg til að vinna og sköpuðum okkur nógu mörg færi til að vinna. Við höfum fengið fá mörk á okkur og við erum að skapa okkur góð færi. En það er ekki alltaf hægt að tala um að markvörður andstæðinga okkar hafi átt stórleik. Við verðum að hafa trú á okkur í færum og ef við náum því gengur betur. Við ættum að hafa náð þremur stigum í flestum heimaleikjum okkar.
Fróðleikur
- Maxi Rodriguez skoraði í fjórða sinn á leiktíðinni.
- Hann hefur nú skorað fimmtán mörk fyrir Liverpool.
- Liverpool hefur aðeins unnið þrjá af níu heimaleikjum sínum á leiktíðinni.
- Hinum sex hefur lokið með jafntefli.
- Endurkoma Steven Gerrard númer tvö varð þegar hann kom inn á sem varamaður en hann hefur ekki leikið vegna sýkingar í ökkla frá því í október.
- Steven tók við fyrirliðabandinu af Jose Reina þegar hann kom til leiks.
Hér eru myndir úr leiknum af Liverpoolfc.tv.
Hér er viðtal við Kenny Dalglish sem var tekið eftir leik.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur! -
| Sf. Gutt
Sigur á Spáni
Fréttageymslan