| Grétar Magnússon
Luis Suarez hefur verið dæmdur í eins leiks bann vegna ósæmilegrar hegðunar gegn Fulham fyrr í mánuðinum. Missir hann af næsta leik sem er gegn Newcastle á föstudagskvöldið.
Enska knattspyrnusambandið ákærði Suarez fyrir að sýna puttann til stuðningsmanna Fulham og viðurkenndi Suarez ósæmilega hegðun og þar með brot sitt. Fyrir utan leikbannið fékk Luis 20.000 pund í sekt og formlega viðvörun um að hegða sér framvegis vel.
Jafnframt hefur Liverpool F.C. fengið sekt upp á 20.000 pund fyrir að hafa ekki haft stjórn á leikmönnum sínum í umræddum leik. Leikmenn létu margir hverjir Kevin Friend fá orð í eyra eftir að hann gaf Jay Spearing beint rautt spjald fyrir tæklingu í leiknum.
TIL BAKA
Suarez missir af Newcastle leiknum

Enska knattspyrnusambandið ákærði Suarez fyrir að sýna puttann til stuðningsmanna Fulham og viðurkenndi Suarez ósæmilega hegðun og þar með brot sitt. Fyrir utan leikbannið fékk Luis 20.000 pund í sekt og formlega viðvörun um að hegða sér framvegis vel.
Jafnframt hefur Liverpool F.C. fengið sekt upp á 20.000 pund fyrir að hafa ekki haft stjórn á leikmönnum sínum í umræddum leik. Leikmenn létu margir hverjir Kevin Friend fá orð í eyra eftir að hann gaf Jay Spearing beint rautt spjald fyrir tæklingu í leiknum.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Mohamed Salah sló metið! -
| Sf. Gutt
Dregið í Meistaradeildinni -
| Heimir Eyvindarson
Joe Gomez úr leik fram á vor -
| Heimir Eyvindarson
Tvö töpuð stig á Villa Park -
| Heimir Eyvindarson
Spáð í spilin - Erfitt verkefni á Villa Park í kvöld -
| Heimir Eyvindarson
Enn eitt metið í hættu í kvöld -
| Sf. Gutt
Sigur í kveðjuleik Jürgen Norbert Klopp! -
| Sf. Gutt
Í minningu Bob Paisley -
| Mummi
Stórviðburður í vændum – Miðasala hafin á árshátíð Liverpoolklúbbsins -
| Sf. Gutt
Yfirlýsing Liverpool félaganna
Fréttageymslan