Mark spáir í spilin
Hefur liðinu gengið betur? Er liðið sterkara? Eru eigendur á réttri leið? Er framkvæmdastjórinn á réttri vegferð? Eru nógu góðir leikmenn í liðshópnum? Þarf að kaupa nýja leikmenn? Þarf að selja einhverja? Þessar spurningar og kannski fleiri vakna við áramótin sem nú eru framundan. Svari nú hver fyrir sig!
Liverpool v Newcastle United
Bann Luis Suarez, fyrir dónaskap í Fulham, þýðir að Andy Carroll spilar væntanlega á móti sínu gamla félagi. Ef hann skyldi nú ekki spila þá myndi það segja sína sögu. Hann mun mæta mörgum af sínum gömlu félögum og ætlar sér örugglega að sýna sig og sanna. Ég sagði, í þættinum ,,Leikur dagsins" Match of the Day, eftir að Liverpool gerði jafntefli við Blackburn að ég telji að Andy hafi misst eitthvað af því sem hann hafði áður til að bera og skaut mönnum skelk í bringu þegar hann lék með Skjórunum. Þá hrukku varnarmenn af honum í allar áttir. Menn sem komu á St James' Park voru hálf smeykir við hann en svo er ekki lengur. Kannski er það af því hann spilar ekki reglulega og hann þarf kannski á því að halda. En hann þarf að minnsta kosti að skora mark.
Þetta er jú knattspyrnan og kannski væri það dæmigert að Liverpool nái að skora meira en eitt mark fyrst Luis er ekki með og hugsanlega mun Andy komast á blað. Það er eins og að horfa á kvikmyndina Groundhog Day að horfa á Liverpool spila á Anfield um þessar mundir. Það sama gerist trekk í trekk. Liðið veður í færum og ef markvörður gestanna er ekki í banastuði þá fer boltinn í stöng eða þverslá eða þá að menn misnota færin. Þetta hefur valdið því að fá mörk hafa litið dagsins ljós og þar af leiðandi hafa mörg stig glatast þótt liðið hafi enn ekki tapað heima.
Newcastle náði góðum sigri á slöku liði Bolton á öðrum degi jóla og liðið komst þar með á sigurbraut eftir sex leiki án sigurs. Skjórarnir verða nokkurn vegin í lausu lofti í nokkrar vikur eftir miðjan janúar þegar Demba Ba fer í Afríkukeppnina með landsliði Senegal. Ég held að liðið fái ekkert út úr þessum leik.
Spá: 2:0.
Til minnis!
- Kenny Dalglish mætir einu af sínum gömlu liðum annan leikinn í röð.
- Það var Blackburn Rovers á öðrum degi jóla og nú er það Newcastle United.
- Liverpool er ósigrað í síðustu fjórum leikjum.
- Charlie Adam er eini leikmaður Liverpool sem hefur skorað úr víti á leiktíðinni.
- Fjórar slíkar spyrnur hafa farið í súginn.
- Liverpool hefur unnið þrjá síðustu heimaleiki sína á móti Newcastle 3:0.
- Newcastle United var ósigrað í fyrstu ellefu deildarleikjum sínum.
- Liverpool hefur ekki tapað leik á heimavelli það sem af er leiktíðar en aðeins unnið þrjá af níu. Hinum hefur lokið með jafntefli.
- Liverpool skoraði síðast tvö mörk á Anfield í lok september þegar liðið vann Wolves 2:1.
- Liverpool er í sjötta sæti deildarinnar með 31 stig.
- Luis Suarez er markahæstur leikmanna Liverpool með átta mörk á keppnistímabilinu.
Síðast!
Liverpool fór á kostum og yfirspilaði Newcastle United frá upphafi til enda. Þegar upp var staðið lauk leiknum með 3:0 sigri en hann hefði getað verið mun stærri. Maxi Rodriguez, Dirk Kuyt og Luis Suarez skoruðu mörkin. Dirk skoraði úr víti og lagði svo upp markið fyrir Luis. Rauðir fánar hafa oft verið á lofti fyrsta maí og dagurinn var sannarlega rauður á Anfield!
-
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald! -
| Sf. Gutt
Jarell Quansah ekki meiddur -
| Sf. Gutt
Farinn heim -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið frá í haust -
| Heimir Eyvindarson
Er Arne Slot Bob Paisley 21.aldarinnar? -
| Sf. Gutt
Spáð í spilin