| Sf. Gutt
TIL BAKA
Fyrirliðinn kláraði málið!
Liverpool endaði árið eins og best varð á kosið með því að leggja Newcastle United að velli á Anfield Road. Liverpool vann 3:1 eftir að hafa lent marki undir. Færri færi sköpuðust en í mörgum jafnteflisleikjunum á síðustu vikum en nú var það lán með sem þarf.
Luis Suarez var í eins leiks banni og Andy Carroll hélt stöðu sinni á móti gamla félaginu sínu. Steven Gerrard var á bekknum en kannski áttu einhverjir von á að hann byrjaði leikinn.
Leikurinn hófst heldur rólega og þar var ekki fyrr en eftir stundarfjórðung sem eitthvað markvert gerðist. Jose Enrique braust þá upp og sendi góða sendingu fyrir markið en Rauðliðar fylgdu ekki inn í markteiginn og slíkt átti oft eftir að gerast í leiknum. Fimm mínútum seinna sneri Liverpool snöggt vörn í sókn sem endaði með því að Stewart Downing átti skot en Tim Krul varði örugglega.
Það var svo gersamlega upp úr þurru að Skjórarnir komust yfir á 25. mínútu og var markið undarlegt svo ekki sé meira sagt. Ryan Taylor sendi fyrir frá vinstri. Yohan Cabaye skallaði aftur fyrir sig og boltinn fór í Daniel Agger, sem ekki átti á neinu von, og í eigið mark. Annan leikinn í röð var sjálfsmark búið að koma gestum yfir á Anfield og í báðum tilfellum höfðu gestirnir varla átt sókn!
Sem betur fer gekk fljótt og vel að svara sjálfsmarkinu. Svo var gjört fjórum mínútum seinna. Jose sendi fyrir frá vinstri. Boltinn fór yfir til hægri þar sem Charlie Adam gaf aftur fyrir. Boltinn hrökk af varnarmanni út á Craig Bellamy sem skoraði með góðu skoti úr miðjum vítateignum. Boltinn fór framhjá fjölda manns en endaði í markinu og var vel þegið!
Fimm mínútum síðar var Craig, sem var frábær í leiknum, enn magnaður. Góð hornspyrna hans frá vinstri rataði á Martin Skrtel en skalli hans fór framhjá. Grimmur sóknarmaður hefði átt að geta náð til boltans en enginn gaf sig fram í að fylgja eftir eins og of oft. Ekki gjörðist mikið meir fram að leikhléi og stóðu leikar jafnir þegar það kom.
Síðari hálfleikur var lengi vel rólegur og gestirnir voru jafnvel aðeins ágengari en í þeim fyrri án þess þó að fá færi. Á 59. mínútu fannst Kenny Dalglish rétt að senda Steven Gerrard til leiks og var þeirri ákvörðun hans mjög vel tekið í Musterinu! Steven var ekki lengi að láta til sín taka. Fimm mínútum seinna sendi hann frábæra sendingu fram á Andy sem var frír á vítateignum en hann náði ekki að taka boltann niður. Þar var Andy ekki nógu einbeittur og gott færi fór.
En á 67. mínútu komst Liverpool yfir. Aukaspyrna var dæmd all langt frá marki heldur vinstra megin. Steven virtist hafa áhuga fyrir að taka spyrnuna en það var Craig sem tók það að sér. Spyrna hans var ekkert sérstaklega vel heppnuð en rétt við marklínuna þvældist varnarmaðurinn Danny Simpson fyrir Tim markmanni sínum og boltinn rataði í markið á milli þeirra. Kannski hafði nærvera Andy eitthvað að segja en hvernig sem það var þá var lánið með Liverpool og Craig búinn að skora í annað sinn gegn gamla liðinu sínu.
Þremur mínútum seinna mátti litlu muna að Skjórarnir næðu að jafna í sínu fyrsta færi í hálfleiknum. Yohan Cabaye sendi frábæra sendingu fram á Demba Ba sem lyfti boltanum yfir Jose Reina. Ekkert virtist koma í veg fyrir mark þar til Martin kom einhvers staðar utan úr myrkrinu. Hann endaði sjálfur inni í markinu en boltinn ekki! Mögnuð björgun hjá Slóvakanum sem er búinn að vera frábær á leiktíðinni. Yohan átti reyndar að vera farinn af velli eftir að hafa brotið illa á Jay Spearing sem var heppinn að meiðast ekki.
Enn liðu þrjár mínútur og Steven sendi magnaða fyrirgjöf frá hægri. Hann hitti auðvitað beint á Andy sem skallaði að marki en boltinn small í þverslá. Dæmigert fyrir lánleysi risans. Hann átti auðvitað að skora eftir þessa fullkomnu sendingu en ekkert gengur upp hjá honum. Craig lá eftir í vítateignum en Fabricio Coloccini rak sig, að því er virtist óviljandi, í hann og Veilsverjinn fékk slæman skurð á ennið. Það varð að taka Craig út af og sauma hann. Vonandi verður hann ekki frá vegna þessa. Steven var frábær eftir að hann kom til leiks og hann gerði svo út um leikinn á 78. mínútu.
Jordan Henderson fékk boltann rétt utan vítateigs og stakk honum inn í teiginn vinstra megin á Steven Gerrard. Hann lék að markinu en virtist vera kominn í of þrönga stöðu. Steven tókst þó vel upp því hann laumaði boltanum með vinstri milli fóta Tim og beinustu leið í markið. Allt gekk af göflunum af fögnuði og líklega fagnaði Steven mest sjálfur. Hann gaf Kenny Dalglish fimmuna á leið sinni aftur að miðjunni og báðir brostu út að eyrum! Frábært og vonandi nær fyrirliðinn að halda sér heilum á nýju ári. Það munar um þennan magnaða kappa!
Eftir þetta var þessi sæti jólasigur í höfn. Á lokamínútunni kom möguleiki á fjórða markinu. Löng sending kom fram. Tim kom út á móti, lokaði á Andy sem sótti að honum og boltinn hrökk til Stewart en hann hitti ekki autt markið af löngu færi. Það kom ekki að sök og það var sannarlega tilbreyting í því að ná að skora í þrígang.
Liverpool hefur oft leikið betur í mörgum af jafnteflisleikjunum á Anfield síðustu vikur og mánuði en nú var það lán með í liði sem þarf. Síðasti leikur síðasta árs var líka á Anfield Road. Þá tapaði Liverpool í ömurlegum leik gegn Úlfunum. Vonleysi var yfir öllu en nú, ári síðar, fóru Rauðliðar og fylgismenn vongóðir og kátir heim úr Musterinu eftir góðan sigur!
Liverpool: Reina, Johnson, Skrtel, Agger, Enrique, Henderson, Spearing, Adam (Gerrard 59. mín.), Downing, Carroll og Bellamy (Kuyt 74. mín.). Ónotaðir varamenn: Doni, Rodriguez, Carragher, Shelvey og Kelly.
Mörk Liverpool: Craig Bellamy (29. og 67. mín.) og Steven Gerrard (78. mín.).
Newcastle United: Krul, Simpson, Williamson, Coloccini, R. Taylor (Santon 46. mín.), Obertan (Sammy Ameobi 84. mín.), Tiote, Cabaye, Gutierrez, Vuckic (Ben Arfa 65. mín) og Ba. Ónotaðir varamenn: Elliot, Perch, Best og Shola Ameobi.
Mark Newcastle United: Daniel Agger, sm. (25. mín.).
Gul spjöld: Jonas Gutierrez og Ryan Taylor.
Áhorfendur á Anfield Road: 44.372.
Maður leiksins: Craig Bellamy. Veilsverjinn sýndi enn einu sinni hvað í hann er spunnið. Hann hóf að djöflast í varnarmönnum Newcastle þegar leikur hófst og hætti ekki fyrr en hann fór af velli. Svo skoraði hann tvö mörk sem lögðu grunninn að sigrinum góða.
Kenny Dalglish: Mér fannst sigur okkar fyllilega sanngjarn. Við sýndum mikið hugrekki, staðfestu og vilja í að komast aftur inn í leikinn eftir að hafa lent marki undir. Þetta er líklega sá leikur sem við höfum skapað okkur hvað fæst marktækifæri en samt skoruðum við þrjú mörk. Svona getur þetta verið skrýtið.
Fróðleikur
- Þetta var síðasti leikur Liverpool á árinu 2011.
- Craig Bellamy skoraði í tvígang og er nú búinn að skora fimm sinnum á leiktíðinni.
- Craig hefur nú skorað á móti tveimur, Norwich City og Newcastle United, af fyrrum félögum sínum.
- Steven Gerrard skoraði annað mark sitt á sparktíðinni.
- Steven hefur nú skorað sjö mörk í síðustu níu leikjum sínum gegn Newcastle.
- Steven náði aðeins að taka þátt í fimmtán leikjum á þessu ári.
- Annan leikinn í röð skoraði leikmaður Liverpool sjálfsmark.
- Liverpool skoraði í fyrsta sinn þrjú mörk á heimavelli frá því í ágúst.
- Liverpool hefur ekki tapað á heimavelli á þessari leiktíð.
- Liverpool tapaði aðeins einum heimaleik á árinu sem er að líða.
- Liverpool hefur skorað tólf mörk gegn Newcastle í síðustu fjórum heimaleikjum.
Hér eru myndir úr leiknum af Liverpoolfc.tv.
Hér er viðtal sem tekið var við Kenny Dalglish eftir leik.
Luis Suarez var í eins leiks banni og Andy Carroll hélt stöðu sinni á móti gamla félaginu sínu. Steven Gerrard var á bekknum en kannski áttu einhverjir von á að hann byrjaði leikinn.
Leikurinn hófst heldur rólega og þar var ekki fyrr en eftir stundarfjórðung sem eitthvað markvert gerðist. Jose Enrique braust þá upp og sendi góða sendingu fyrir markið en Rauðliðar fylgdu ekki inn í markteiginn og slíkt átti oft eftir að gerast í leiknum. Fimm mínútum seinna sneri Liverpool snöggt vörn í sókn sem endaði með því að Stewart Downing átti skot en Tim Krul varði örugglega.
Það var svo gersamlega upp úr þurru að Skjórarnir komust yfir á 25. mínútu og var markið undarlegt svo ekki sé meira sagt. Ryan Taylor sendi fyrir frá vinstri. Yohan Cabaye skallaði aftur fyrir sig og boltinn fór í Daniel Agger, sem ekki átti á neinu von, og í eigið mark. Annan leikinn í röð var sjálfsmark búið að koma gestum yfir á Anfield og í báðum tilfellum höfðu gestirnir varla átt sókn!
Sem betur fer gekk fljótt og vel að svara sjálfsmarkinu. Svo var gjört fjórum mínútum seinna. Jose sendi fyrir frá vinstri. Boltinn fór yfir til hægri þar sem Charlie Adam gaf aftur fyrir. Boltinn hrökk af varnarmanni út á Craig Bellamy sem skoraði með góðu skoti úr miðjum vítateignum. Boltinn fór framhjá fjölda manns en endaði í markinu og var vel þegið!
Fimm mínútum síðar var Craig, sem var frábær í leiknum, enn magnaður. Góð hornspyrna hans frá vinstri rataði á Martin Skrtel en skalli hans fór framhjá. Grimmur sóknarmaður hefði átt að geta náð til boltans en enginn gaf sig fram í að fylgja eftir eins og of oft. Ekki gjörðist mikið meir fram að leikhléi og stóðu leikar jafnir þegar það kom.
Síðari hálfleikur var lengi vel rólegur og gestirnir voru jafnvel aðeins ágengari en í þeim fyrri án þess þó að fá færi. Á 59. mínútu fannst Kenny Dalglish rétt að senda Steven Gerrard til leiks og var þeirri ákvörðun hans mjög vel tekið í Musterinu! Steven var ekki lengi að láta til sín taka. Fimm mínútum seinna sendi hann frábæra sendingu fram á Andy sem var frír á vítateignum en hann náði ekki að taka boltann niður. Þar var Andy ekki nógu einbeittur og gott færi fór.
En á 67. mínútu komst Liverpool yfir. Aukaspyrna var dæmd all langt frá marki heldur vinstra megin. Steven virtist hafa áhuga fyrir að taka spyrnuna en það var Craig sem tók það að sér. Spyrna hans var ekkert sérstaklega vel heppnuð en rétt við marklínuna þvældist varnarmaðurinn Danny Simpson fyrir Tim markmanni sínum og boltinn rataði í markið á milli þeirra. Kannski hafði nærvera Andy eitthvað að segja en hvernig sem það var þá var lánið með Liverpool og Craig búinn að skora í annað sinn gegn gamla liðinu sínu.
Þremur mínútum seinna mátti litlu muna að Skjórarnir næðu að jafna í sínu fyrsta færi í hálfleiknum. Yohan Cabaye sendi frábæra sendingu fram á Demba Ba sem lyfti boltanum yfir Jose Reina. Ekkert virtist koma í veg fyrir mark þar til Martin kom einhvers staðar utan úr myrkrinu. Hann endaði sjálfur inni í markinu en boltinn ekki! Mögnuð björgun hjá Slóvakanum sem er búinn að vera frábær á leiktíðinni. Yohan átti reyndar að vera farinn af velli eftir að hafa brotið illa á Jay Spearing sem var heppinn að meiðast ekki.
Enn liðu þrjár mínútur og Steven sendi magnaða fyrirgjöf frá hægri. Hann hitti auðvitað beint á Andy sem skallaði að marki en boltinn small í þverslá. Dæmigert fyrir lánleysi risans. Hann átti auðvitað að skora eftir þessa fullkomnu sendingu en ekkert gengur upp hjá honum. Craig lá eftir í vítateignum en Fabricio Coloccini rak sig, að því er virtist óviljandi, í hann og Veilsverjinn fékk slæman skurð á ennið. Það varð að taka Craig út af og sauma hann. Vonandi verður hann ekki frá vegna þessa. Steven var frábær eftir að hann kom til leiks og hann gerði svo út um leikinn á 78. mínútu.
Jordan Henderson fékk boltann rétt utan vítateigs og stakk honum inn í teiginn vinstra megin á Steven Gerrard. Hann lék að markinu en virtist vera kominn í of þrönga stöðu. Steven tókst þó vel upp því hann laumaði boltanum með vinstri milli fóta Tim og beinustu leið í markið. Allt gekk af göflunum af fögnuði og líklega fagnaði Steven mest sjálfur. Hann gaf Kenny Dalglish fimmuna á leið sinni aftur að miðjunni og báðir brostu út að eyrum! Frábært og vonandi nær fyrirliðinn að halda sér heilum á nýju ári. Það munar um þennan magnaða kappa!
Eftir þetta var þessi sæti jólasigur í höfn. Á lokamínútunni kom möguleiki á fjórða markinu. Löng sending kom fram. Tim kom út á móti, lokaði á Andy sem sótti að honum og boltinn hrökk til Stewart en hann hitti ekki autt markið af löngu færi. Það kom ekki að sök og það var sannarlega tilbreyting í því að ná að skora í þrígang.
Liverpool hefur oft leikið betur í mörgum af jafnteflisleikjunum á Anfield síðustu vikur og mánuði en nú var það lán með í liði sem þarf. Síðasti leikur síðasta árs var líka á Anfield Road. Þá tapaði Liverpool í ömurlegum leik gegn Úlfunum. Vonleysi var yfir öllu en nú, ári síðar, fóru Rauðliðar og fylgismenn vongóðir og kátir heim úr Musterinu eftir góðan sigur!
Liverpool: Reina, Johnson, Skrtel, Agger, Enrique, Henderson, Spearing, Adam (Gerrard 59. mín.), Downing, Carroll og Bellamy (Kuyt 74. mín.). Ónotaðir varamenn: Doni, Rodriguez, Carragher, Shelvey og Kelly.
Mörk Liverpool: Craig Bellamy (29. og 67. mín.) og Steven Gerrard (78. mín.).
Newcastle United: Krul, Simpson, Williamson, Coloccini, R. Taylor (Santon 46. mín.), Obertan (Sammy Ameobi 84. mín.), Tiote, Cabaye, Gutierrez, Vuckic (Ben Arfa 65. mín) og Ba. Ónotaðir varamenn: Elliot, Perch, Best og Shola Ameobi.
Mark Newcastle United: Daniel Agger, sm. (25. mín.).
Gul spjöld: Jonas Gutierrez og Ryan Taylor.
Áhorfendur á Anfield Road: 44.372.
Maður leiksins: Craig Bellamy. Veilsverjinn sýndi enn einu sinni hvað í hann er spunnið. Hann hóf að djöflast í varnarmönnum Newcastle þegar leikur hófst og hætti ekki fyrr en hann fór af velli. Svo skoraði hann tvö mörk sem lögðu grunninn að sigrinum góða.
Kenny Dalglish: Mér fannst sigur okkar fyllilega sanngjarn. Við sýndum mikið hugrekki, staðfestu og vilja í að komast aftur inn í leikinn eftir að hafa lent marki undir. Þetta er líklega sá leikur sem við höfum skapað okkur hvað fæst marktækifæri en samt skoruðum við þrjú mörk. Svona getur þetta verið skrýtið.
Fróðleikur
- Þetta var síðasti leikur Liverpool á árinu 2011.
- Craig Bellamy skoraði í tvígang og er nú búinn að skora fimm sinnum á leiktíðinni.
- Craig hefur nú skorað á móti tveimur, Norwich City og Newcastle United, af fyrrum félögum sínum.
- Steven Gerrard skoraði annað mark sitt á sparktíðinni.
- Steven hefur nú skorað sjö mörk í síðustu níu leikjum sínum gegn Newcastle.
- Steven náði aðeins að taka þátt í fimmtán leikjum á þessu ári.
- Annan leikinn í röð skoraði leikmaður Liverpool sjálfsmark.
- Liverpool skoraði í fyrsta sinn þrjú mörk á heimavelli frá því í ágúst.
- Liverpool hefur ekki tapað á heimavelli á þessari leiktíð.
- Liverpool tapaði aðeins einum heimaleik á árinu sem er að líða.
- Liverpool hefur skorað tólf mörk gegn Newcastle í síðustu fjórum heimaleikjum.
Hér eru myndir úr leiknum af Liverpoolfc.tv.
Hér er viðtal sem tekið var við Kenny Dalglish eftir leik.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Alisson farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Harvey farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Ungliðar lánaðir -
| Sf. Gutt
Virgil fékk frí -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Georginio Wijnaldum fer víða -
| Sf. Gutt
Tveir uppaldir í enska landsliðinu -
| Sf. Gutt
Trent meiddur -
| Sf. Gutt
Heilsteypt lið!
Fréttageymslan