| Heimir Eyvindarson
TIL BAKA
Liverpool steinlá í Manchester
Liverpool tapaði 3-0 fyrir Manchester City á City of Manchester Stadium í kvöld. Toppliðið var einfaldlega of stór biti fyrir okkar menn.
Liverpool ákvað fyrr í dag að áfrýja ekki 8 leikja banni Luis Suarez og hann hóf því afplánun sína formlega í dag. Craig Bellamy og Steven Gerrard, sem báðir áttu stórleik gegn Newcastle á föstudagskvöld, sátu á bekknum í upphafi leiks og Andy Carroll var einn frammi. Það var því nokkuð ljóst að Kenny Dalglish ætlaði ekki að leggja höfuðáherslu á sóknarleikinn í kvöld.
Leikurinn byrjaði með miklum látum og strax á 8. mínútu komst Stewart Downing einn í gegn eftir frábæra sendingu frá Jordan Henderson, en Joe Hart í marki City kom út og bjargaði frábærlega.
Aðeins tveimur mínútum síðar komust heimamenn síðan yfir. Þar var að verki Sergio Aguero, en hann skaut fremur meinleysislegu skoti frá vítateigshorninu. Af einhverjum ástæðum missti Reina boltann undir sig og staðan skyndilega orðin 1-0 fyrir heimamenn á Etihad Stadium.
Næstu mínúturnar spilaði Liverpool mjög vel og var sterkari aðilinn í leiknum, en heimamenn minntu þó á sig af og til. Á 33. mínútu átti Kompany hörkuskalla á markið eftir hornspyrnu, en nú sýndi Reina sitt rétta andlit og varði meistaralega. Spánverjinn kom hinsvegar engum vörnum við örfáum andartökum síðar, þegar Yaya Toure skallaði boltann upp undr þverslá eftir næstu hornspyrnu. Staðan orðin 2-0 í Manchester. Virkilega svekkjandi fyrir okkar menn, sem voru komnir vel inn í leikinn.
Á 43. mínútu gerði Andy Carroll vel þegar hann skallaði boltann fyrir fætur Dirk Kuyt inni í markteignum. Vincent Kompany renndi sér fótskriðu og bjargaði frábærlega. Gestirnir héldu því til búningsherbergjanna með tvö mörk á bakinu og ljóst að róðurinn í seinni hálfleik yrði þungur.
Heimamenn hófu leik í síðari hálfleik, en fyrstu fimm mínúturnar voru okkar menn þó meira áberandi á vellinum. Eftir tveggja mínútna leik átti Glen Johnson ágæta fyrirgjöf á Carroll, en hann náði ekki að gera sér mat úr því frekar en öðru í kvöld. Enda ævinlega umkringdur tröllvöxnum varnarmönnum City.
Á 57. mínútu komu Steven Gerrard og Craig Bellamy loks inn á í lið Liverpool. Charlie Adam og Dirk Kuyt urðu frá að hverfa. Liverpool liðið komst enn betur inn í leikinn við þessa breytingu. Sérstaklega lifnaði yfir vinstri vængnum, þar sem Bellamy tók sér stöðu.
Á 73. mínútu kviknaði örlítil von í brjóstum stuðningsmanna Liverpool, þegar Gareth Barry var vísað af velli eftir brot á Daniel Agger. Barry fékk þar með sitt annað gula spjald og varð að hypja sig af velli. Sakirnar að vísu fremur litlar, en svona er fótboltinn.
En vonin var ekki lengi að slokkna. Aðeins mínútu síðar fengu heimamenn víti eftir að Skrtel hafði fellt Yaya Toure inni í teig. James Milner skoraði af fádæma öryggi úr spyrnunni og úrslitin ráðin.
Strax eftir markið skipti Dalglish Maxi inn á fyrir Spearing. Hann náði ekki að breyta gangi leiksins, þrátt fyrir ágæt tilþrif undir lokin og niðurstaðan 3-0 sigur heimamanna í rigningunni í Manchester.
Liverpool: Reina, Johnson, Skrtel, Agger, Enrique, Henderson, Spearing (Rodriguez 76. mínútu), Adam (Gerrard 57. mín.), Downing, Carroll og Kuyt (Bellamy 57. mínútu). Ónotaðir varamenn: Doni, Carragher, Shelvey og Kelly.
Gult spjald: Glen Johnson
Manchester City: Hart, Kompany, Richards, K.Toure, Clichy, Y.Toure, Barry, Silva (Lescott á 76. mínútu), Milner, Dzeko, Aguero (Johnson á 72. mínútu). Ónotaðir varamenn: Zalabeta, DeJong, Kolarov, Pantilimon og Savic.
Mörk M.City: Aguero á 10. mín., Y.Toure á 33. mín. og Milner á 75. mín.
Gul spjöld: Gareth Barry 2 stk. og rautt í kjölfarið.
Áhorfendur á Etihad Stadium: 47.131.
Maður leiksins: Craig Bellamy. Þótt Veilsverjans hefði ekki notið við nema í rúman hálftíma í kvöld þá fær hann nafnbótina maður leiksins. Slíkur er krafturinn og dugnaðurinn. Jay Spearing átti einnig ágætan leik á miðjunni.
Kenny Dalglish: 3-0 gefur kannski ekki rétta mynd af leiknum, en niðurstaðan ætti að kenna okkur lexíu. Fyrsta markið fengum við á okkur eftir að við áttum sjálfir innkast á eigin vallarhelmingi, en töpuðum boltanum í klaufagangi. Annað markið kom eftir hornspyrnu þar sem við stóðum vaktina ekki nógu vel, þrátt fyrir að hafa verið varaðir rækilega við hættunni andartökum áður, þegar Reina varði skallann frá Kompany. Þriðja markið kom síðan eftir að City var búið að missa mann af velli. Þá fékk Toure að hlaupa upp allan völlinn þangað til hann var felldur í teignum. Ég vona að menn læri af þessum leik.
Fróðleikur
- Þetta var einungis annar sigur City á Liverpool í síðustu 14 úrvalsdeildarviðureignum liðanna.
- Lokatölur kvöldsins eru kunnuglegar. Viðureign Manchester City og Liverpool í úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð endaði einnig 3-0 fyrir heimamenn.
- Andy Carroll hafði fyrir leikinn í kvöld skorað fjórum sinnum gegn Manchester City, í þremur úrvalsdeildarleikjum. Sú ágæta tölfræði gaf okkar mönnum þó ekkert í kvöld.
- Andy Carroll lék sinn 30. leik með Liverpool. Hann hefur skorað fimm mörk í þeim leikjum.
- Liverpool hefur ekki tekist að skora í fimm af síðustu sex útileikjum gegn City.
Hér er viðtal sem tekið var við Kenny Dalglish eftir leik.
Liverpool ákvað fyrr í dag að áfrýja ekki 8 leikja banni Luis Suarez og hann hóf því afplánun sína formlega í dag. Craig Bellamy og Steven Gerrard, sem báðir áttu stórleik gegn Newcastle á föstudagskvöld, sátu á bekknum í upphafi leiks og Andy Carroll var einn frammi. Það var því nokkuð ljóst að Kenny Dalglish ætlaði ekki að leggja höfuðáherslu á sóknarleikinn í kvöld.
Leikurinn byrjaði með miklum látum og strax á 8. mínútu komst Stewart Downing einn í gegn eftir frábæra sendingu frá Jordan Henderson, en Joe Hart í marki City kom út og bjargaði frábærlega.
Aðeins tveimur mínútum síðar komust heimamenn síðan yfir. Þar var að verki Sergio Aguero, en hann skaut fremur meinleysislegu skoti frá vítateigshorninu. Af einhverjum ástæðum missti Reina boltann undir sig og staðan skyndilega orðin 1-0 fyrir heimamenn á Etihad Stadium.
Næstu mínúturnar spilaði Liverpool mjög vel og var sterkari aðilinn í leiknum, en heimamenn minntu þó á sig af og til. Á 33. mínútu átti Kompany hörkuskalla á markið eftir hornspyrnu, en nú sýndi Reina sitt rétta andlit og varði meistaralega. Spánverjinn kom hinsvegar engum vörnum við örfáum andartökum síðar, þegar Yaya Toure skallaði boltann upp undr þverslá eftir næstu hornspyrnu. Staðan orðin 2-0 í Manchester. Virkilega svekkjandi fyrir okkar menn, sem voru komnir vel inn í leikinn.
Á 43. mínútu gerði Andy Carroll vel þegar hann skallaði boltann fyrir fætur Dirk Kuyt inni í markteignum. Vincent Kompany renndi sér fótskriðu og bjargaði frábærlega. Gestirnir héldu því til búningsherbergjanna með tvö mörk á bakinu og ljóst að róðurinn í seinni hálfleik yrði þungur.
Heimamenn hófu leik í síðari hálfleik, en fyrstu fimm mínúturnar voru okkar menn þó meira áberandi á vellinum. Eftir tveggja mínútna leik átti Glen Johnson ágæta fyrirgjöf á Carroll, en hann náði ekki að gera sér mat úr því frekar en öðru í kvöld. Enda ævinlega umkringdur tröllvöxnum varnarmönnum City.
Á 57. mínútu komu Steven Gerrard og Craig Bellamy loks inn á í lið Liverpool. Charlie Adam og Dirk Kuyt urðu frá að hverfa. Liverpool liðið komst enn betur inn í leikinn við þessa breytingu. Sérstaklega lifnaði yfir vinstri vængnum, þar sem Bellamy tók sér stöðu.
Á 73. mínútu kviknaði örlítil von í brjóstum stuðningsmanna Liverpool, þegar Gareth Barry var vísað af velli eftir brot á Daniel Agger. Barry fékk þar með sitt annað gula spjald og varð að hypja sig af velli. Sakirnar að vísu fremur litlar, en svona er fótboltinn.
En vonin var ekki lengi að slokkna. Aðeins mínútu síðar fengu heimamenn víti eftir að Skrtel hafði fellt Yaya Toure inni í teig. James Milner skoraði af fádæma öryggi úr spyrnunni og úrslitin ráðin.
Strax eftir markið skipti Dalglish Maxi inn á fyrir Spearing. Hann náði ekki að breyta gangi leiksins, þrátt fyrir ágæt tilþrif undir lokin og niðurstaðan 3-0 sigur heimamanna í rigningunni í Manchester.
Liverpool: Reina, Johnson, Skrtel, Agger, Enrique, Henderson, Spearing (Rodriguez 76. mínútu), Adam (Gerrard 57. mín.), Downing, Carroll og Kuyt (Bellamy 57. mínútu). Ónotaðir varamenn: Doni, Carragher, Shelvey og Kelly.
Gult spjald: Glen Johnson
Manchester City: Hart, Kompany, Richards, K.Toure, Clichy, Y.Toure, Barry, Silva (Lescott á 76. mínútu), Milner, Dzeko, Aguero (Johnson á 72. mínútu). Ónotaðir varamenn: Zalabeta, DeJong, Kolarov, Pantilimon og Savic.
Mörk M.City: Aguero á 10. mín., Y.Toure á 33. mín. og Milner á 75. mín.
Gul spjöld: Gareth Barry 2 stk. og rautt í kjölfarið.
Áhorfendur á Etihad Stadium: 47.131.
Maður leiksins: Craig Bellamy. Þótt Veilsverjans hefði ekki notið við nema í rúman hálftíma í kvöld þá fær hann nafnbótina maður leiksins. Slíkur er krafturinn og dugnaðurinn. Jay Spearing átti einnig ágætan leik á miðjunni.
Kenny Dalglish: 3-0 gefur kannski ekki rétta mynd af leiknum, en niðurstaðan ætti að kenna okkur lexíu. Fyrsta markið fengum við á okkur eftir að við áttum sjálfir innkast á eigin vallarhelmingi, en töpuðum boltanum í klaufagangi. Annað markið kom eftir hornspyrnu þar sem við stóðum vaktina ekki nógu vel, þrátt fyrir að hafa verið varaðir rækilega við hættunni andartökum áður, þegar Reina varði skallann frá Kompany. Þriðja markið kom síðan eftir að City var búið að missa mann af velli. Þá fékk Toure að hlaupa upp allan völlinn þangað til hann var felldur í teignum. Ég vona að menn læri af þessum leik.
Fróðleikur
- Þetta var einungis annar sigur City á Liverpool í síðustu 14 úrvalsdeildarviðureignum liðanna.
- Lokatölur kvöldsins eru kunnuglegar. Viðureign Manchester City og Liverpool í úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð endaði einnig 3-0 fyrir heimamenn.
- Andy Carroll hafði fyrir leikinn í kvöld skorað fjórum sinnum gegn Manchester City, í þremur úrvalsdeildarleikjum. Sú ágæta tölfræði gaf okkar mönnum þó ekkert í kvöld.
- Andy Carroll lék sinn 30. leik með Liverpool. Hann hefur skorað fimm mörk í þeim leikjum.
- Liverpool hefur ekki tekist að skora í fimm af síðustu sex útileikjum gegn City.
Hér er viðtal sem tekið var við Kenny Dalglish eftir leik.
Nýlegar fréttir
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!
Fréttageymslan