| Sf. Gutt
TIL BAKA
Flugeldasýning á þrettánda!
Það var sannkölluð þrettándagleði á Anfield Road þegar Liverpool vann sinn stærsta sigur á keppnistímabilinu. Nú gekk loksins vel að skora og Liverpool vann Oldham Athletic 5:1 og komst áfram í F.A. bikarnum. Sigurinn var kannski full stór miðað við gang leiksins en mörkin voru vel þegin.
Fyrir leikinn var Gary Ablett, sem lést á nýársdag, minnst með því að áhorfendur og leikmenn beggja liða klöppuðu fyrir honum í eina mínútu. Mögnuð stund og minningu Gary, sem vann F.A. bikarinn árið 1989 með Liverpool, var þarna sómi sýndur. Stuðningsmenn Liverpool sungu nafn hans á meðan og eins eftir að leikur hófst.
Kenny Dalglish breytti liði sínu töluvert eins og við var búist. Helstu tíðindin í liðsvalinu voru þau að Steven Gerrard hóf leikinn og Fabio Aurelio lék sinn fyrsta leik á leiktíðinni. Gestirnir voru hinir bröttustu í byrjun og á 9. mínútu braust Shefki Kuqi framhjá báum miðvörðunum Sebastian Coates og Jamie Carragher. Hann komst inn í vítateignn en hitti ekki markið heldur hliðarnetið og slapp vörn Liverpool vel þar. Á 14. mínútu fékk Oldham horn frá hægri og Tom Adeyemi skallaði framhjá. Gestirnir héldu áfram á sömu braut og níu mínútum seinna braust Chris Taylor inn í vítateiginn en skot hans fór framhjá. Vörn Liverpool var óörugg enda höfðu fjórir öftustu mennirnir ekki spilað áður saman!
Það var ekki fyrr en á 27. mínútu að Liverpool ógnaði. Craig Bellamy, sem var frábær, gaf þá aukaspyrnu fyrir frá vinstri en Dirk Kuyt skallaði yfir. Kannski töldu viðstaddir að Liverpool væri nú að snúa leiknum við en Oldham komst yfir mínútu seinna með glæsimarki. Robbie Simpson fékk boltann rúmlega þrjátíu metra frá marki, sneri sér við og þrykkti boltanum á lofti út við stöng. Jose Reina átti ekki möguleika á að verja. Leikmenn Oldham og rúmlega sex þúsund fylgismenn þeirra fögnuðu ógurlega.
Fögnuðurinn var þó í styttra lagi. Nákvæmir töldu 66 sekúndur þar til Liverpool jafnaði. Jonjo Shelvey fékk boltann hægra megin við vítateiginn og lék að vítateigshorninu áður en hann skaut. Boltinn lá í markinu á bak við Alex Cisak sem kom engum vörnum við. En hvað gerðist? Jú, boltinn rakst í magann á Craig Bellamy sem var í skotlínunni og af honum fór hann í markið. Eitt furðulegasta mark sem lengi hefur sést á Anfield!
Gestirnir voru ekki af baki dottnir og Jamie Carragher henti sér fyrir skot rétt á eftir en nú fór Liverpool að spila betur. Á 33. mínútu fékk Maxi Rodriguez boltann rétt innan vítateigs og þrumaði að marki. Alex varði en hélt ekki boltanum sem fór til Jonjo en hann datt þegar hann hugðist skjóta á markið! Á 39. mínútu var Maxi aftur til vandræða við mark Oldham. Hann truflaði fráspark hjá Alex og boltinn hrökk fyrir markið. Craig var fyrstur til en Alex var snöggur í markið og varði.
Á lokamínútu hálfleiksins komst Liverpool yfir. Tom ruddi Maxi kalufalega um eftir fyrirgjöf og dómarinn dæmdi víti. Kannski svolítið harður dómur en vel réttlætanlegur. Steven Gerrard tók vítaspyrnuna og þrumaði boltanum slána inn! Mögnuð vítaspyrna hjá Steven og Liverpool komið yfir þegar leikhlé hófst.
Bæði lið áttu spretti í upphafi síðari hálfleiks en ekki komu mörk í bili. Fyrsta hættulega færi hálfleiksins kom ekki fyrr en á 57. mínútu. Martin Kelly átti þá skalla eftir horn frá vinstri en Alex verði vel. Um fimm mínútum seinna ógnaði Tom aftur. Nú átti hann skot rétt yfir úr góðu færi.
Þetta reyndist síðasta færi Oldham og Liverpool gerði út um leikinn á 68. mínútu. Jonjo Shelvey vann boltann á miðjum vallarhelmingi Oldham, sendi fram á Dirk og hann kom boltanum til hægri á Craig. Hann gaf þvert fyrir markið og í miðjum vítateignum var Jonjo mættur og skilaði boltanum örugglega í markið. Varnarmenn Oldham voru hvergi nærri en Steven var næsti maður og stóðu hann og Jonjo svo til hlið við hlið þegar ungliðinn skoraði! Fyrsta mark hans fyrir Liverpool og vel gert því hann hóf sóknina og lauk henni.
Fjórar mínútur voru eftir þegar Dirk vann boltann rétt utan vítateigs. Hann var ákveðinn í að koma sér á blað en skot hans fór í hliðarnetið. Um þetta stöðvaðist leikurinn um tíma eftir að Tom Adeyemi virtist verða fyrir aðkasti áhorfanda í Kop stúkunni. Tom var miður sín og leikmenn úr báðum liðum reyndu að fá botn í málið og hughreysta piltinn. Eftir leik var tilkynnt að málið verði rannsakað af Liverpool F.C. og lögreglunni.
Mínútu fyrir leikslok skoraði Liverpool og komu þar tveir varamenn Liverpool við sögu. Jon Flanagan tók þá rispu fram völlinnn. Boltinn hrökk af varnarmanni og fyrir fætur Andy Carroll sem þrumaði viðstöðulaust í markið utan vítateigs. Fallegt skot og vonandi á markið eftir að hressa Andy hvað sjálfstraust varðar. Að minnsta kosti var markið góð afmælisgjöf fyrir risann! Rétt á eftir fékk Andy dauðafæri. Stewart Downing, sem kom líka inn á sem varamaður, sendi fyrir frá hægri en Andy skallaði yfir gersamlega óvaldaður! Einbeitingarleysi hjá Andy og hann hefði átt að skora.
Stewart var hittnari og skoraði þegar vel var komið fram í viðbótartíma. Steven þrumaði að marki vinstra megin í vítateignum. Alex varði en hélt ekki boltanum sem barst til hægri og þar kom Stewart og smellti boltanum upp í þaknetið. Vel gert og vonandi virkar þetta mark líka hressandi á Stewart sem hefur átt erfitt uppdráttar! Hann skoraði á allra síðustu stundu því Oldham tók miðju og dómarinn flautaði af.
Stógóður sigur Liverpool og vonandi koma mörkin fimm liðinu í gang hvað markaskorun varðar í næstu leikjum. Þessi stærsti sigur leiktíðarinnar var í stærra lagi en nú gekk að nýta færin á Anfield. Vonandi fer nú Liverpool alla leið í keppninni!
Liverpool: Reina, Kelly, Carragher, Coates, Aurelio (Flanagan 71. mín.), Gerrard, Spearing, Rodriguez, Shelvey, Bellamy (Downing 74. mín.) og Kuyt (Carroll 87. mín). Ónotaðir varamenn: Doni, Henderson, Adam og Skrtel.
Mörk Liverpool: Craig Bellamy (30. mín.), Steven Gerrard, víti, (45. mín.), Jonjo Shelvey (68. mín.), Andy Carroll (89. mín.) og Stewart Downing (90. mín.).
Oldham Athletic: Cisak, Lee, Mvoto, Diamond, Taylor, Adeyemi, Wesolowski (Morais 74. mín.), Furman, Scapuzzi (Parker 54. mín.), Robbie Simpson (Smith 74. mín.) og Kuqi. Ónotaðir varamenn: Bouzanis, Black, Tarkowski og Mancini.
Mark Oldham: Robbie Simpson (28. mín.).
Gult spjald: Tom Adeyemi.
Áhorfendur á Anfield Road: 44.556.
Maður leiksins: Craig Bellamy. Veislverjinn vissi nú ekki mikið um markið sem hann skoraði og þar var heppnin sannarlega með honum. En Craig var líkt og svo oft áður magnaður í leiknum. Leikmenn Oldham réðu illa við hraða hans og hann lagði upp eitt mark og nokkur góð færi. Það var sannarlega þess virði að fá Craig aftur á Anfield.
Kenny Dalglish: Sigurinn var nú fullstór. Félagið og framkvæmdastjórinn geta verið stoltir af leikmönnum Oldham. Þeir sköpuðu sér nokkur hættuleg færi og þá sérstaklega í fyrri hálfleik. En okkur var mikil hjálp í því að jafna leikinn svona fljótt. Svo skoraði Stewart Downing, stóri Andy náði marki, Jonjo skoraði og Steven skoraði úr víti. Það er því eitt og annað jákvætt úr leiknum en mér fannst markatalan ekki gefa rétta mynd af því hvernig liðin stóðu sig.
Fróðleikur:
- Þetta var stærsti sigur Liverpool hingað til á leiktíðinni.
- Craig Bellamy skoraði sjötta mark sitt á keppnistímabilinu.
- Craig lék sinn 60. leik með Liverpool og mörkin hans eru orðin fimmtán.
- Steven Gerrard skoraði þriðja mark sitt á sparktíðinni.
- Þeir Jonjo Shelvey og Stewart Downing skoruðu sín fyrstu mörk fyrir Liverpool.
- Andy Carroll skoraði fjórða mark sitt á leiktíðinni.
- Markið var góð afmælisgjöf því hann átt 23. ára afmæli í dag.
- Jose Reina lék með og hefur sem fyrr leikið alla leikina á leiktíðinni
- Ástralinn Dean Bouzanis varamarkmaður Oldham var fyrrum í unglingaliði Liverpool. Á sama varamannabekk var piltur að nafni Ardrea Mancini sem er sonur Roberto stjóra Manchester City. Andrea er í láni frá City.
- Fimm uppaldir leikmenn Liverpool tóku þátt í leiknum. Þetta voru þeir Jamie Carragher, Steven Gerrard, Jay Spearing, Martin Kelly og Jon Flanagan.
Hér eru myndir úr leiknum af Liverpoolfc.tv.
Hér eru myndir úr leiknum af vefsíðu Sky sport.
Fyrir leikinn var Gary Ablett, sem lést á nýársdag, minnst með því að áhorfendur og leikmenn beggja liða klöppuðu fyrir honum í eina mínútu. Mögnuð stund og minningu Gary, sem vann F.A. bikarinn árið 1989 með Liverpool, var þarna sómi sýndur. Stuðningsmenn Liverpool sungu nafn hans á meðan og eins eftir að leikur hófst.
Kenny Dalglish breytti liði sínu töluvert eins og við var búist. Helstu tíðindin í liðsvalinu voru þau að Steven Gerrard hóf leikinn og Fabio Aurelio lék sinn fyrsta leik á leiktíðinni. Gestirnir voru hinir bröttustu í byrjun og á 9. mínútu braust Shefki Kuqi framhjá báum miðvörðunum Sebastian Coates og Jamie Carragher. Hann komst inn í vítateignn en hitti ekki markið heldur hliðarnetið og slapp vörn Liverpool vel þar. Á 14. mínútu fékk Oldham horn frá hægri og Tom Adeyemi skallaði framhjá. Gestirnir héldu áfram á sömu braut og níu mínútum seinna braust Chris Taylor inn í vítateiginn en skot hans fór framhjá. Vörn Liverpool var óörugg enda höfðu fjórir öftustu mennirnir ekki spilað áður saman!
Það var ekki fyrr en á 27. mínútu að Liverpool ógnaði. Craig Bellamy, sem var frábær, gaf þá aukaspyrnu fyrir frá vinstri en Dirk Kuyt skallaði yfir. Kannski töldu viðstaddir að Liverpool væri nú að snúa leiknum við en Oldham komst yfir mínútu seinna með glæsimarki. Robbie Simpson fékk boltann rúmlega þrjátíu metra frá marki, sneri sér við og þrykkti boltanum á lofti út við stöng. Jose Reina átti ekki möguleika á að verja. Leikmenn Oldham og rúmlega sex þúsund fylgismenn þeirra fögnuðu ógurlega.
Fögnuðurinn var þó í styttra lagi. Nákvæmir töldu 66 sekúndur þar til Liverpool jafnaði. Jonjo Shelvey fékk boltann hægra megin við vítateiginn og lék að vítateigshorninu áður en hann skaut. Boltinn lá í markinu á bak við Alex Cisak sem kom engum vörnum við. En hvað gerðist? Jú, boltinn rakst í magann á Craig Bellamy sem var í skotlínunni og af honum fór hann í markið. Eitt furðulegasta mark sem lengi hefur sést á Anfield!
Gestirnir voru ekki af baki dottnir og Jamie Carragher henti sér fyrir skot rétt á eftir en nú fór Liverpool að spila betur. Á 33. mínútu fékk Maxi Rodriguez boltann rétt innan vítateigs og þrumaði að marki. Alex varði en hélt ekki boltanum sem fór til Jonjo en hann datt þegar hann hugðist skjóta á markið! Á 39. mínútu var Maxi aftur til vandræða við mark Oldham. Hann truflaði fráspark hjá Alex og boltinn hrökk fyrir markið. Craig var fyrstur til en Alex var snöggur í markið og varði.
Á lokamínútu hálfleiksins komst Liverpool yfir. Tom ruddi Maxi kalufalega um eftir fyrirgjöf og dómarinn dæmdi víti. Kannski svolítið harður dómur en vel réttlætanlegur. Steven Gerrard tók vítaspyrnuna og þrumaði boltanum slána inn! Mögnuð vítaspyrna hjá Steven og Liverpool komið yfir þegar leikhlé hófst.
Bæði lið áttu spretti í upphafi síðari hálfleiks en ekki komu mörk í bili. Fyrsta hættulega færi hálfleiksins kom ekki fyrr en á 57. mínútu. Martin Kelly átti þá skalla eftir horn frá vinstri en Alex verði vel. Um fimm mínútum seinna ógnaði Tom aftur. Nú átti hann skot rétt yfir úr góðu færi.
Þetta reyndist síðasta færi Oldham og Liverpool gerði út um leikinn á 68. mínútu. Jonjo Shelvey vann boltann á miðjum vallarhelmingi Oldham, sendi fram á Dirk og hann kom boltanum til hægri á Craig. Hann gaf þvert fyrir markið og í miðjum vítateignum var Jonjo mættur og skilaði boltanum örugglega í markið. Varnarmenn Oldham voru hvergi nærri en Steven var næsti maður og stóðu hann og Jonjo svo til hlið við hlið þegar ungliðinn skoraði! Fyrsta mark hans fyrir Liverpool og vel gert því hann hóf sóknina og lauk henni.
Fjórar mínútur voru eftir þegar Dirk vann boltann rétt utan vítateigs. Hann var ákveðinn í að koma sér á blað en skot hans fór í hliðarnetið. Um þetta stöðvaðist leikurinn um tíma eftir að Tom Adeyemi virtist verða fyrir aðkasti áhorfanda í Kop stúkunni. Tom var miður sín og leikmenn úr báðum liðum reyndu að fá botn í málið og hughreysta piltinn. Eftir leik var tilkynnt að málið verði rannsakað af Liverpool F.C. og lögreglunni.
Mínútu fyrir leikslok skoraði Liverpool og komu þar tveir varamenn Liverpool við sögu. Jon Flanagan tók þá rispu fram völlinnn. Boltinn hrökk af varnarmanni og fyrir fætur Andy Carroll sem þrumaði viðstöðulaust í markið utan vítateigs. Fallegt skot og vonandi á markið eftir að hressa Andy hvað sjálfstraust varðar. Að minnsta kosti var markið góð afmælisgjöf fyrir risann! Rétt á eftir fékk Andy dauðafæri. Stewart Downing, sem kom líka inn á sem varamaður, sendi fyrir frá hægri en Andy skallaði yfir gersamlega óvaldaður! Einbeitingarleysi hjá Andy og hann hefði átt að skora.
Stewart var hittnari og skoraði þegar vel var komið fram í viðbótartíma. Steven þrumaði að marki vinstra megin í vítateignum. Alex varði en hélt ekki boltanum sem barst til hægri og þar kom Stewart og smellti boltanum upp í þaknetið. Vel gert og vonandi virkar þetta mark líka hressandi á Stewart sem hefur átt erfitt uppdráttar! Hann skoraði á allra síðustu stundu því Oldham tók miðju og dómarinn flautaði af.
Stógóður sigur Liverpool og vonandi koma mörkin fimm liðinu í gang hvað markaskorun varðar í næstu leikjum. Þessi stærsti sigur leiktíðarinnar var í stærra lagi en nú gekk að nýta færin á Anfield. Vonandi fer nú Liverpool alla leið í keppninni!
Liverpool: Reina, Kelly, Carragher, Coates, Aurelio (Flanagan 71. mín.), Gerrard, Spearing, Rodriguez, Shelvey, Bellamy (Downing 74. mín.) og Kuyt (Carroll 87. mín). Ónotaðir varamenn: Doni, Henderson, Adam og Skrtel.
Mörk Liverpool: Craig Bellamy (30. mín.), Steven Gerrard, víti, (45. mín.), Jonjo Shelvey (68. mín.), Andy Carroll (89. mín.) og Stewart Downing (90. mín.).
Oldham Athletic: Cisak, Lee, Mvoto, Diamond, Taylor, Adeyemi, Wesolowski (Morais 74. mín.), Furman, Scapuzzi (Parker 54. mín.), Robbie Simpson (Smith 74. mín.) og Kuqi. Ónotaðir varamenn: Bouzanis, Black, Tarkowski og Mancini.
Mark Oldham: Robbie Simpson (28. mín.).
Gult spjald: Tom Adeyemi.
Áhorfendur á Anfield Road: 44.556.
Maður leiksins: Craig Bellamy. Veislverjinn vissi nú ekki mikið um markið sem hann skoraði og þar var heppnin sannarlega með honum. En Craig var líkt og svo oft áður magnaður í leiknum. Leikmenn Oldham réðu illa við hraða hans og hann lagði upp eitt mark og nokkur góð færi. Það var sannarlega þess virði að fá Craig aftur á Anfield.
Kenny Dalglish: Sigurinn var nú fullstór. Félagið og framkvæmdastjórinn geta verið stoltir af leikmönnum Oldham. Þeir sköpuðu sér nokkur hættuleg færi og þá sérstaklega í fyrri hálfleik. En okkur var mikil hjálp í því að jafna leikinn svona fljótt. Svo skoraði Stewart Downing, stóri Andy náði marki, Jonjo skoraði og Steven skoraði úr víti. Það er því eitt og annað jákvætt úr leiknum en mér fannst markatalan ekki gefa rétta mynd af því hvernig liðin stóðu sig.
Fróðleikur:
- Þetta var stærsti sigur Liverpool hingað til á leiktíðinni.
- Craig Bellamy skoraði sjötta mark sitt á keppnistímabilinu.
- Craig lék sinn 60. leik með Liverpool og mörkin hans eru orðin fimmtán.
- Steven Gerrard skoraði þriðja mark sitt á sparktíðinni.
- Þeir Jonjo Shelvey og Stewart Downing skoruðu sín fyrstu mörk fyrir Liverpool.
- Andy Carroll skoraði fjórða mark sitt á leiktíðinni.
- Markið var góð afmælisgjöf því hann átt 23. ára afmæli í dag.
- Jose Reina lék með og hefur sem fyrr leikið alla leikina á leiktíðinni
- Ástralinn Dean Bouzanis varamarkmaður Oldham var fyrrum í unglingaliði Liverpool. Á sama varamannabekk var piltur að nafni Ardrea Mancini sem er sonur Roberto stjóra Manchester City. Andrea er í láni frá City.
- Fimm uppaldir leikmenn Liverpool tóku þátt í leiknum. Þetta voru þeir Jamie Carragher, Steven Gerrard, Jay Spearing, Martin Kelly og Jon Flanagan.
Hér eru myndir úr leiknum af Liverpoolfc.tv.
Hér eru myndir úr leiknum af vefsíðu Sky sport.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Vopnahlésdagurinn -
| Sf. Gutt
Mikil jákvæðni hjá félaginu -
| Sf. Gutt
Alisson farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Harvey farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Ungliðar lánaðir -
| Sf. Gutt
Virgil fékk frí -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Georginio Wijnaldum fer víða -
| Sf. Gutt
Tveir uppaldir í enska landsliðinu
Fréttageymslan