| Sf. Gutt
Undanúrslitarimma Liverpool og Manchester City í Deildarbikarnum hefst í kvöld. Nú er tækifæri fyrir Liverpool á að komast til nýja Wembley í fyrsta sinn.
Fyrri leikurinn fer fram í Manchester í kvöld og ljóst er að Liverpool á mjög erfitt verkefni fyrir höndum. Manchester City tapaði reyndar 2:3 á heimavelli fyrir Manchester United í F.A. bikarnum á sunnudaginn en Liverpool tapaði á hinn bóginn 3:0 á þessum velli í deildinni í síðustu viku. Liverpool þarf hagstæð úrslit í kvöld fyrir seinni leikinn á Anfield Road.
Liverpool hefur alla sína sterkustu menn nema hvað Luis Suarez er í leikbanni og svo er Lucas Leiva auðvitað frá. Að öðru er ástæðulaust að reikna með öðru en að Kenny Dalglish tefli fram öllum sínum sterkustu mönnum í kvöld. Einhver forföll eru í liði City vegna leikbanns Vincent Kompany og svo eru tveir leikmenn farnir í Afríkukeppnina.
Ljóst er að mikil eftirvænting er meðal stuðningsmanna Liverpool fyrir þessa undanúrslitarimmu enda hefur Liverpool ekki komist svona langt í bikarkeppni á Englandi frá árinu 2006. Enn hefur liðið ekki komist á nýja Wembley en nú er lag. En víst er að róðurinn verður erfiður!
TIL BAKA
Rimman hefst

Fyrri leikurinn fer fram í Manchester í kvöld og ljóst er að Liverpool á mjög erfitt verkefni fyrir höndum. Manchester City tapaði reyndar 2:3 á heimavelli fyrir Manchester United í F.A. bikarnum á sunnudaginn en Liverpool tapaði á hinn bóginn 3:0 á þessum velli í deildinni í síðustu viku. Liverpool þarf hagstæð úrslit í kvöld fyrir seinni leikinn á Anfield Road.
Liverpool hefur alla sína sterkustu menn nema hvað Luis Suarez er í leikbanni og svo er Lucas Leiva auðvitað frá. Að öðru er ástæðulaust að reikna með öðru en að Kenny Dalglish tefli fram öllum sínum sterkustu mönnum í kvöld. Einhver forföll eru í liði City vegna leikbanns Vincent Kompany og svo eru tveir leikmenn farnir í Afríkukeppnina.
Ljóst er að mikil eftirvænting er meðal stuðningsmanna Liverpool fyrir þessa undanúrslitarimmu enda hefur Liverpool ekki komist svona langt í bikarkeppni á Englandi frá árinu 2006. Enn hefur liðið ekki komist á nýja Wembley en nú er lag. En víst er að róðurinn verður erfiður!
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Sex stig duga! -
| Sf. Gutt
Trent að verða leikfær -
| Heimir Eyvindarson
Ættleiddur Scouser búinn að skrifa undir! -
| Sf. Gutt
Einbeitum okkur bara að næsta leik! -
| Sf. Gutt
Í minningu -
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Mummi
Mikið fjör á árshátíð Liverpoolklúbbsins! -
| Sf. Gutt
Mohamed Salah gerir nýjan samning! -
| Sf. Gutt
Til hamingju! -
| Sf. Gutt
Næsta víst!
Fréttageymslan