| Sf. Gutt
TIL BAKA
Hálfnað er verk!
Segja má að það verkefni Liverpool að komast í úrslitaleik Deildarbikarsins sé hálfnað eftir sigur í Manchester. Liverpool lagði Manchester City að velli 0:1 en það er þó mikið verk óunnið áður en hægt er undirbúa ferð á Wembley.
Kenny Dalglish tefldi skiljanlega þeim bestu mönnum sem hann átti völ á nema hvað Jose Enrique var varamaður. Martin Kelly kom inn í liðið en lék sem vinstri bakvörður. Glen Johnson var vinstra megin. Talið var að Jose væri tæpur vegna meiðsla en Martin hefur alltaf staðið sig vel þegar hann hefur verið valinn í aðalliðið og Kenny treysti honum greinilega fullkomlega í þennan mikilvæga leik.
Liverpool byrjaði leikinn af geysilegum krafti og það var greinilegt að það átti að láta heimamenn finna fyrir því. Á 5. mínútu sendi Stewart Downing fram á Andy. Hann náði að brjótast inn í vítateiginn en Joe Hart sá við honum, kom vel út á móti og varði. Fimm mínútum seinna ógnaði Steven með föstu skoti utan vítateigs. Boltinn stefndi neðst í vinstra hornið en Joe henti sér á aftir boltanum og varði. Steven tók hornið sjálfur og send út fyrir vítateiginn. Þar tók Stewart boltann á lofti og þrumaði að marki. Rétt fyrir framan markið breytti Daniel Agger stefnu boltans en Joe var enn á verði og verði meistaralega í horn.
Eftir þetta horn sparkaði Stefan Savic í Daniel Agger og felldi hann. Brotið var klaufalegt en dómarinn dæmdi réttilega vítaspyrnu. Steven Gerrard skoraði af miklu öryggi með því að senda boltann neðst út í bláhornið vinstra megin. Joe skutlaði sér í rétt horn en náði ekki til boltans. Fyrirliðinn fagnaði ógurlega og það sama gilti um fylgismenn Liverpool í stúkunni. Þrettán mínútur búnar og Liverpool komið yfir en reyndar hefði staðan getað verið enn betri miðað við gang mála.
Liverpool hafði örugg tök á leiknum fram eftir öllum hálfleiknum og leikmenn toppliðsins voru greinilega slegnir út af laginu. Liverpool varð fyrir áfalli á 23. mínútu þegar Jay Spearing fór af velli eftir að hafa tognað á læri en hann var búinn að vera sterkur á miðjunni. Charlie Adam kom í hans stað. Það var ekki fyrr en undir lok hálfleiksins sem City náði að ógna marki Liverpool.
Á 43. mínútu átti Samir Nasri skot utan vítateisgs sem Jose Reina sló frá. Á lokamínútunni braust Micah Richards inn í vítateiginn hægra megin, framhjá Glen Johnson og renndi út á James Milner en skot hans úr miðjum vítateignum fór sem betur fer yfir markið án þess að valda Jose vandræðum. Liverpool leiddi því þegar hálfleikshlé hófst.
Allt virtist vera í góðu horfi framan af síðari hálfleik en á 56. mínútu varð Martin Kelly illa á. Hann hugðist senda aftur á Jose en áttaði sig ekki á að Sergio Aguero var á sveimi. Hann komst inn í sendinguna en Jose var fljótur út úr markinu og lokaði á hann. Sergio náði þó skoti en hann var kominn í þröngt færi og boltinn fór framhjá. Líklega var Martin létt við þetta. Þremur mínútum seinna eða svo fékk Manchster City horn frá vinstri. Micah var sterkastur fyrir framan markið og náði skalla. Jose var þó vel á verði, henti sér á boltann og varði.
Áfram leið leikurinn og heimamönnum varð lítt ágengt í að ógna vel stemmdu liði Liverpool. Á 77. mínútu átti Samir þó hættulega sendingu inn á markteiginn en Jose kom boltanum frá áður en Gareth Barry náði til boltans. Jose Enrique var kominn til leiks og Jamie Carragher var sendur til að styrkja vörnina síðustu tíu mínúturnar. Á lokamínútunni hefði Sergio átt að gera betur þegar hann skallaði eftir fyrirgjöf frá hægi. Skalli hans fór yfir og það reyndist síðasta færið.
Á lokaandartökunum gerðist umdeit atvik. Glen Johnson renndi sér þá harkalega í átt að Joleon Lescott til að koma boltanum út af. Miðað við brottrekstur á þessum sama leikvangi á sunnudaginn var Glen stálheppinn að vera ekki rekinn af velli en dómarinn dæmdi ekki einu sinni aukaspyrnu!
Rauðliðar höfðu ekki áhyggjur af neinu því sigurinn var þeirra og honum var fagnað innilega. Liverpool átti sigurinn sannarlega skilinn. Liðið lék vel og leikmenn lögðu sig alla fram. Nestið frá Manchester er reyndar í minnsta lagi en það dugar vonandi þegar í seinni leikinn kemur en víst er að það verður rafmagnað andrúmsloft í Musterinu þegar í ljós kemur hvort Liverpool kemst loksins á nýja Wembley.
Manchester City: Hart, Richards, Lescott, Savic, Clichy, Milner, Barry, De Jong (Kolarov 72. mín.), Johnson (Dzeko 66. mín.), Aguero og Balotelli (Nasri 39. mín.). Ónotaðir varamenn: Pantilimon, Zabaleta, Hargreaves og Onuoha.
Gult spjald: Samir Nasri.
Liverpool: Reina, Kelly, Skrtel, Agger, Johnson, Downing (Enrique 59. mín.), Spearing (Adam 23. mín.), Henderson, Bellamy (Carragher 79. mín.), Gerrard og Carroll. Ónotaðir varamenn: Doni, Coates, Kuyt og Shelvey.
Mark Liverpool: Steven Gerrard, víti, (13. mín.).
Gult spjald: Jamie Carragher.
Áhorfendurá Etihad leikvanginum: 36.017.
Maður leiksins: Steven Gerrard. Fyrirliðinn er mættur og það fyrir nokkrum leikjum. Hann barðist eins og ljón allan leikinn og eins og reyndar allir félagar hans gerði. Steven skoraði svo sigurmarkið og það eitt og sér er nóg til að vera valinn maður leiksins í undanúrslitaleik.
Kenny Dalglish: Það er ekki oft sem Manchester City skorar ekki hérna. Hvor hálfleikur um sig var ólíkur. Í þeim fyrri vorum við miklu hættulegri. En í þeim seinni, þegar við höfðum forystu, lögðum við okkur alla fram við að halda út. Þetta sýnir staðfestu okkar í að bæta okkur og njóta velgengni. Við erum vissulega með svolítið forskot með markinu en það þýðir ekki að við séum eitthvað of öruggir með okkur.
Fróðleikur:
- Liverpol hefur unnið Deildarbikarinn oftast alla liða eða sjö sinnum.
- Liverpool vann keppnina síðast leiktíðina 2002/03 þegar liðið vann Manchester United 2:0 í Cardiff.
- Liverpool vann 0:1 og hefur þá forystu fyrir seinni leikinn á Anfield Road.
- Steven Gerrard skoraði fjórða mark sitt á leiktíðinni.
- Sömu lið leiddu saman hesta sína á sama stað fyrir átta dögum og þá vann Manchester City 3:0.
- Martin Skrtel lék sinn 150. leik með Liverpool. Hann hefur skorað fimm mörk.
- Liverpool og Manchester City léku til undanúrslita í Deildarbikarnum leiktíðina 1980/81.
- Liverpool vann þá útileikinn 0:1 og liðin skildu svo jöfn 1:1 á Anfield Road.
- Liverpool vann svo keppnina í fyrsta sinn eftir að hafa unnið West Ham United 2:1 í aukaleik á Villa Park eftir 1:1 jafntefli á Wembley.
Hér er viðtal við Kenny Dalglish sem tekið var eftir leik.
Hér er viðtal við Steven Gerrard.
Hér er viðtal við Roberto Mancini.
Kenny Dalglish tefldi skiljanlega þeim bestu mönnum sem hann átti völ á nema hvað Jose Enrique var varamaður. Martin Kelly kom inn í liðið en lék sem vinstri bakvörður. Glen Johnson var vinstra megin. Talið var að Jose væri tæpur vegna meiðsla en Martin hefur alltaf staðið sig vel þegar hann hefur verið valinn í aðalliðið og Kenny treysti honum greinilega fullkomlega í þennan mikilvæga leik.
Liverpool byrjaði leikinn af geysilegum krafti og það var greinilegt að það átti að láta heimamenn finna fyrir því. Á 5. mínútu sendi Stewart Downing fram á Andy. Hann náði að brjótast inn í vítateiginn en Joe Hart sá við honum, kom vel út á móti og varði. Fimm mínútum seinna ógnaði Steven með föstu skoti utan vítateigs. Boltinn stefndi neðst í vinstra hornið en Joe henti sér á aftir boltanum og varði. Steven tók hornið sjálfur og send út fyrir vítateiginn. Þar tók Stewart boltann á lofti og þrumaði að marki. Rétt fyrir framan markið breytti Daniel Agger stefnu boltans en Joe var enn á verði og verði meistaralega í horn.
Eftir þetta horn sparkaði Stefan Savic í Daniel Agger og felldi hann. Brotið var klaufalegt en dómarinn dæmdi réttilega vítaspyrnu. Steven Gerrard skoraði af miklu öryggi með því að senda boltann neðst út í bláhornið vinstra megin. Joe skutlaði sér í rétt horn en náði ekki til boltans. Fyrirliðinn fagnaði ógurlega og það sama gilti um fylgismenn Liverpool í stúkunni. Þrettán mínútur búnar og Liverpool komið yfir en reyndar hefði staðan getað verið enn betri miðað við gang mála.
Liverpool hafði örugg tök á leiknum fram eftir öllum hálfleiknum og leikmenn toppliðsins voru greinilega slegnir út af laginu. Liverpool varð fyrir áfalli á 23. mínútu þegar Jay Spearing fór af velli eftir að hafa tognað á læri en hann var búinn að vera sterkur á miðjunni. Charlie Adam kom í hans stað. Það var ekki fyrr en undir lok hálfleiksins sem City náði að ógna marki Liverpool.
Á 43. mínútu átti Samir Nasri skot utan vítateisgs sem Jose Reina sló frá. Á lokamínútunni braust Micah Richards inn í vítateiginn hægra megin, framhjá Glen Johnson og renndi út á James Milner en skot hans úr miðjum vítateignum fór sem betur fer yfir markið án þess að valda Jose vandræðum. Liverpool leiddi því þegar hálfleikshlé hófst.
Allt virtist vera í góðu horfi framan af síðari hálfleik en á 56. mínútu varð Martin Kelly illa á. Hann hugðist senda aftur á Jose en áttaði sig ekki á að Sergio Aguero var á sveimi. Hann komst inn í sendinguna en Jose var fljótur út úr markinu og lokaði á hann. Sergio náði þó skoti en hann var kominn í þröngt færi og boltinn fór framhjá. Líklega var Martin létt við þetta. Þremur mínútum seinna eða svo fékk Manchster City horn frá vinstri. Micah var sterkastur fyrir framan markið og náði skalla. Jose var þó vel á verði, henti sér á boltann og varði.
Áfram leið leikurinn og heimamönnum varð lítt ágengt í að ógna vel stemmdu liði Liverpool. Á 77. mínútu átti Samir þó hættulega sendingu inn á markteiginn en Jose kom boltanum frá áður en Gareth Barry náði til boltans. Jose Enrique var kominn til leiks og Jamie Carragher var sendur til að styrkja vörnina síðustu tíu mínúturnar. Á lokamínútunni hefði Sergio átt að gera betur þegar hann skallaði eftir fyrirgjöf frá hægi. Skalli hans fór yfir og það reyndist síðasta færið.
Á lokaandartökunum gerðist umdeit atvik. Glen Johnson renndi sér þá harkalega í átt að Joleon Lescott til að koma boltanum út af. Miðað við brottrekstur á þessum sama leikvangi á sunnudaginn var Glen stálheppinn að vera ekki rekinn af velli en dómarinn dæmdi ekki einu sinni aukaspyrnu!
Rauðliðar höfðu ekki áhyggjur af neinu því sigurinn var þeirra og honum var fagnað innilega. Liverpool átti sigurinn sannarlega skilinn. Liðið lék vel og leikmenn lögðu sig alla fram. Nestið frá Manchester er reyndar í minnsta lagi en það dugar vonandi þegar í seinni leikinn kemur en víst er að það verður rafmagnað andrúmsloft í Musterinu þegar í ljós kemur hvort Liverpool kemst loksins á nýja Wembley.
Manchester City: Hart, Richards, Lescott, Savic, Clichy, Milner, Barry, De Jong (Kolarov 72. mín.), Johnson (Dzeko 66. mín.), Aguero og Balotelli (Nasri 39. mín.). Ónotaðir varamenn: Pantilimon, Zabaleta, Hargreaves og Onuoha.
Gult spjald: Samir Nasri.
Liverpool: Reina, Kelly, Skrtel, Agger, Johnson, Downing (Enrique 59. mín.), Spearing (Adam 23. mín.), Henderson, Bellamy (Carragher 79. mín.), Gerrard og Carroll. Ónotaðir varamenn: Doni, Coates, Kuyt og Shelvey.
Mark Liverpool: Steven Gerrard, víti, (13. mín.).
Gult spjald: Jamie Carragher.
Áhorfendurá Etihad leikvanginum: 36.017.
Maður leiksins: Steven Gerrard. Fyrirliðinn er mættur og það fyrir nokkrum leikjum. Hann barðist eins og ljón allan leikinn og eins og reyndar allir félagar hans gerði. Steven skoraði svo sigurmarkið og það eitt og sér er nóg til að vera valinn maður leiksins í undanúrslitaleik.
Kenny Dalglish: Það er ekki oft sem Manchester City skorar ekki hérna. Hvor hálfleikur um sig var ólíkur. Í þeim fyrri vorum við miklu hættulegri. En í þeim seinni, þegar við höfðum forystu, lögðum við okkur alla fram við að halda út. Þetta sýnir staðfestu okkar í að bæta okkur og njóta velgengni. Við erum vissulega með svolítið forskot með markinu en það þýðir ekki að við séum eitthvað of öruggir með okkur.
Fróðleikur:
- Liverpol hefur unnið Deildarbikarinn oftast alla liða eða sjö sinnum.
- Liverpool vann keppnina síðast leiktíðina 2002/03 þegar liðið vann Manchester United 2:0 í Cardiff.
- Liverpool vann 0:1 og hefur þá forystu fyrir seinni leikinn á Anfield Road.
- Steven Gerrard skoraði fjórða mark sitt á leiktíðinni.
- Sömu lið leiddu saman hesta sína á sama stað fyrir átta dögum og þá vann Manchester City 3:0.
- Martin Skrtel lék sinn 150. leik með Liverpool. Hann hefur skorað fimm mörk.
- Liverpool og Manchester City léku til undanúrslita í Deildarbikarnum leiktíðina 1980/81.
- Liverpool vann þá útileikinn 0:1 og liðin skildu svo jöfn 1:1 á Anfield Road.
- Liverpool vann svo keppnina í fyrsta sinn eftir að hafa unnið West Ham United 2:1 í aukaleik á Villa Park eftir 1:1 jafntefli á Wembley.
Hér er viðtal við Kenny Dalglish sem tekið var eftir leik.
Hér er viðtal við Steven Gerrard.
Hér er viðtal við Roberto Mancini.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur! -
| Sf. Gutt
Sigur á Spáni
Fréttageymslan