| Sf. Gutt
TIL BAKA
Ekki er allt búið enn!
Steven Gerrard fór fyrir sínum mönnum í Manchester í gærkvöldi í undanúrslitum Deildarbikarsins. Hann sýndi mikla yfirvegun þegar hann skoraði markið sem kom Liverpool yfir í rimmunni. Vítaspyrna hans var vel tekin og örugg. Hann segir Liverpool hafa komið sér í góða stöðu gegn Manchester City en það sé mikið verk óunnið.
,,Það er gaman að vera kominn aftur til leiks. Mér líður eins og knattspyrnumanni á nýjan leik eftir að hafa átt erfitt ár. Ég hef saknað svona leikja en ég hef verið þolinmóður og lagt mikið á mig til að koma aftur. Ég skoraði sigurmarkið en liðsheildin lagði grunninn. Við vörðumst frábærlega frá aftasta manni og fram úr. Við vitum að við gerðum lítið fram á við í síðari hálfleik en við vorum að keppa við eitt öflugasta lið í heimi. Það þarf líka að vinna skítverk og við gerðum það. Kannski verður eitthað meira spennandi í boði á Anfield eftir tvær vikur."
,,Við stóðum okkur frábærlega. Við höfðum hug á því að koma hingað halda hreinu og skora. Þetta tókst okkur. En viðureignin er langt frá því búin og við vitum að leikurinn eftir tvær vikur verður mjög erfiður. Verkið er því bara hálfnað. Rimman er í jafnvægi og það verður hörkuleikur á Anfield. Mér fannst við betra liðið í fyrri hálfleik en þeir voru sterkari í þeim seinni. Það eru enn níutíu mínútur eftir og ég er viss um að leikurinn á Anfield verður magnaður. Við erum með yfirhöndina en þetta er ekki búið."
,,Það er gaman að vera kominn aftur til leiks. Mér líður eins og knattspyrnumanni á nýjan leik eftir að hafa átt erfitt ár. Ég hef saknað svona leikja en ég hef verið þolinmóður og lagt mikið á mig til að koma aftur. Ég skoraði sigurmarkið en liðsheildin lagði grunninn. Við vörðumst frábærlega frá aftasta manni og fram úr. Við vitum að við gerðum lítið fram á við í síðari hálfleik en við vorum að keppa við eitt öflugasta lið í heimi. Það þarf líka að vinna skítverk og við gerðum það. Kannski verður eitthað meira spennandi í boði á Anfield eftir tvær vikur."
,,Við stóðum okkur frábærlega. Við höfðum hug á því að koma hingað halda hreinu og skora. Þetta tókst okkur. En viðureignin er langt frá því búin og við vitum að leikurinn eftir tvær vikur verður mjög erfiður. Verkið er því bara hálfnað. Rimman er í jafnvægi og það verður hörkuleikur á Anfield. Mér fannst við betra liðið í fyrri hálfleik en þeir voru sterkari í þeim seinni. Það eru enn níutíu mínútur eftir og ég er viss um að leikurinn á Anfield verður magnaður. Við erum með yfirhöndina en þetta er ekki búið."
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur! -
| Sf. Gutt
Sigur á Spáni
Fréttageymslan