| Sf. Gutt
TIL BAKA
Þurfum að bæta okkur!
Enn eitt jafnteflið á Anfield Road varð að veruleika í gær þegar Liverpool tókst ekki að brjóta varnarmúr Stoke City á bak aftur. Ekkert mark var skorað og staða Liverpool í deildinni styrktist ekki. Jamie Carragher segir það einfalt mál að Liverpool þurfti að bæta árangur sinn á heimavelli ætli liðið sér að ná einu af fjórum efstu sætunum þegar kemur að lokum leiktíðar.
,,Þetta voru ekki úrslitin sem við vildum en það er erfitt að brjóta Stoke á bak aftur og þeir hafa sannað það oft á þessu keppnistímabili. Þetta hefur verið vandamálið nokkrum sinnum á Anfield á leiktíðinni. Við þurfum að koma þessu í lag áður en tímabilinu lýkur ef við ætlum að eiga möguleika á því að ná markmiði okkar sem er augljóslega eitt af fjórum efstu sætunum."
Liverpool hefur ekki tapað á Anfield á þessu keppnistímabili en sjö jafntefli þar hafa verið dýrkeypt og liðið þarf að breyta jafnteflum í sigra eigi Evrópusæti að nást!
,,Þetta voru ekki úrslitin sem við vildum en það er erfitt að brjóta Stoke á bak aftur og þeir hafa sannað það oft á þessu keppnistímabili. Þetta hefur verið vandamálið nokkrum sinnum á Anfield á leiktíðinni. Við þurfum að koma þessu í lag áður en tímabilinu lýkur ef við ætlum að eiga möguleika á því að ná markmiði okkar sem er augljóslega eitt af fjórum efstu sætunum."
Liverpool hefur ekki tapað á Anfield á þessu keppnistímabili en sjö jafntefli þar hafa verið dýrkeypt og liðið þarf að breyta jafnteflum í sigra eigi Evrópusæti að nást!
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Áramótakveðjur! -
| Sf. Gutt
Verðum að skrifa okkar eigin sögu! -
| Sf. Gutt
Í minningu -
| Sf. Gutt
Jólahugleiðing Arne Slot -
| Sf. Gutt
Gleðileg jól! -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Virgil van Dijk -
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum
Fréttageymslan