Mark spáir í spilin
Bolton Wanderes v Liverpool
Ég var á Old Trafford um síðustu helgi og sá Manchester United vinna Bolton 3:0. Ég er nú ekki sammála því sem Owen Coyle, stjóri Wanderers, sagði eftir leikinn þegar hann sagði sigurinn heldur harkalegan fyrir sitt lið. Mér fannst United eiga sigurinn skilinn því þeir þurftu ekki að hafa mikið fyrir sínum færum og Adam Bogdan, markmaður Bolton, hélt þeim inni í leiknum lengi vel.
Wanderers skora ekki mikið en helsti vandi þeirra er sá að liðið fær of mörg mörk á sig. Núna er staðan sú að menn þar á bæ verða að halda ró sinni vegna þessa vandamáls en ég held að menn verði rólegir samkvæmt venju þar. Ég held að staða liðsins lagðist ekki á móti Liverpool því það er auðveldara að ná sigri á Reebok núna en það var og þeir Rauðu eru líklega hvort sem er betri úti um þessar mundir.
Ég var ekkert hissa á því að Kenny Dalglish, stjóri Liverpool, skyldi hafa þrjá miðverði á móti Stoke á Anfield í síðustu viku því það varð að passa loftárásir Potters. En til að spila svoleiðis þá verða bakvængmenn að æða fram kantana allan leikinn. Þeir gerðu það ekki og Liverpool kom ekki nógu mörgum mönnum inn í vítateig Stoke. Einfalt mál. Þetta var vandi þeirra og Stoke varðist allt of auðveldlega.
Þetta var öðruvísi jafntefli en mörg sem Liverpool hefur gert á Anfield á leiktíðinni. Oft hafa þeir sótt mikið, fengið fullt af færum en ekki notað þau. Að þessu sinni voru mjög fá færi. Ég hef trú á meiri sóknarleik á móti Bolton. en Kenny þarf að ákveða hvað hann ætlar að gera með Craig Bellamy. Hann er slæmur í hnjánum og getur ekki spilað tvo leiki í viku. Mun Kenny því nota hann gegn Bolton eða geyma hann fyrir seinni Carling bikar undaúrslitaleikinn á móti Manchester City á miðvikudaginn? Það er gríðarlega mikilvægur leikur og ég held að hans verði meiri þörf á móti City.
Spá: 0:2.
Til minnis!
- Liverpool og Bolton mættust á Anfield Road í lok ágúst.
- Liverpool vann 3:1 og fór í efsta sæti deildarinnar.
- Jordan Henderson, Martin Skrtel og Charlie Adam skoruðu.
- Liverpool hefur enn ekki unnið deildarleik á þessu nýja ári.
- Jafntefli og tap er niðurstaðan það sem af er.
- Jose Reina hefur einn manna ekki misst af leik hjá Liverpool á þessu keppnistímabili.
- Liverpool er í sjötta sæti deildarinnar með 35 stig.
- Luis Suarez er markahæstur leikmanna Liverpool með átta mörk á keppnistímabilinu.
Hér má sjá leikmenn Liverpool æfa á Melwood fyrir leikinn.
Síðast!
Maxi Rodriguz skoraði eina mark leiksins í blálokin þegar allt leit út fyrir markaleysi. Fágætur útisigur varð staðreynd og Roy Hodgson lýsti sigrinum sem mjög fræknum eftir leikinn. Fannst nú mörgum að fullmikið væri sagt með því að lýsa því yfir að sigurinn væri frækinn!
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!