| Sf. Gutt
TIL BAKA
Allt undir á Anfield Road!
Það verður allt undir á Anfield Road annað kvöld þegar Liverpool mætir Manchester City upp á sæti á Wembley í úrslitaleik Deildarbikarsins.
Liverpool vann 0:1 í Manchester með vítaspyrnumarki Steven Gerrard og því dugar jafntefli til að komast í úrslitaleikinn á Wembley. Vinni Manchester City með sama mun þarf að framlengja og vítaspyrnukeppni tekur við ef leikar eru jafnir.
Aðrar reglur gilda með útimörk en í flestum öðrum keppnum. Þau gilda aðeins eftir framlengingu. Sem dæmi þyrfti að framlengja ef City ynni 1:2 í venjulegum leiktíma. Ef ekkert yrði skorað í framlengingu væri staðan 2:2 samtals og Liverpool færi þá áfram.
En sama er hvað verður það verður leikið til þrautar á Anfield annað kvöld. Ekki þarf að efa að stemmningin verður rafmögnuð enda allt undir!
Mótherjinn á Wembley liggur fyrir en Cardiff City tryggði sér sæti í úrslitaleiknum í kvöld. Liðið vann þá Crystal Palace 1:0 í Cardiff eftir framlengdan leik. Vítspyrnukeppni þurfti til því fyrri leik liðanna lauk 1:0 fyrir Palace. Cardiff vann hana 3:1 og komst þar með í úrslitaleikinn.
Liverpool vann 0:1 í Manchester með vítaspyrnumarki Steven Gerrard og því dugar jafntefli til að komast í úrslitaleikinn á Wembley. Vinni Manchester City með sama mun þarf að framlengja og vítaspyrnukeppni tekur við ef leikar eru jafnir.
Aðrar reglur gilda með útimörk en í flestum öðrum keppnum. Þau gilda aðeins eftir framlengingu. Sem dæmi þyrfti að framlengja ef City ynni 1:2 í venjulegum leiktíma. Ef ekkert yrði skorað í framlengingu væri staðan 2:2 samtals og Liverpool færi þá áfram.
En sama er hvað verður það verður leikið til þrautar á Anfield annað kvöld. Ekki þarf að efa að stemmningin verður rafmögnuð enda allt undir!
Mótherjinn á Wembley liggur fyrir en Cardiff City tryggði sér sæti í úrslitaleiknum í kvöld. Liðið vann þá Crystal Palace 1:0 í Cardiff eftir framlengdan leik. Vítspyrnukeppni þurfti til því fyrri leik liðanna lauk 1:0 fyrir Palace. Cardiff vann hana 3:1 og komst þar með í úrslitaleikinn.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur! -
| Sf. Gutt
Sigur á Spáni
Fréttageymslan