| Sf. Gutt
Lið Liverpool er tilbúið til leiks á Anfield Road í seinni undanúrslitaleikinn við Manchester City. Kenny Dalglish var fjúkandi reiður eftir tapleikinn gegn Bolton um helgina og hefur eflaust hugsað sitt ráð vandlega með hvaða menn hann ætti að velja. Þetta eru mennirnir sem Kenny treystir best til að hefja leikinn.
Jose Reina, Glen Johnson, Martin Skrtel, Daniel Agger, Jose Enrique, Stewart Downing, Dirk Kuyt, Charlie Adam, Jordan Henderson, Steven Gerrard og Craig Bellamy. Varamenn eru Alexander Doni, Martin Kelly, Andy Carroll, Maxi Rodriguez, Sebastian Coates, Jamie Carragher og Jonjo Shelvey.
Val Kenny Dalglish kemur í sjálfu sér ekkert á óvart. Hann sýnir Dirk Kuyt traust þó hann hafi aðeins skorað eitt mark á keppnistímabilinu. En það hlýtur að styttast í mark hjá Dirk og víst er að Hollendingurinn mun ekki draga af sér. Hann er líka geysilega reyndur í stórleikjum sem þessum og það skiptir máli. Andy Carroll hóf fyrri leikinn en nú er það Veilsverjinn Craig Bellamy sem leiðir sóknina. Sú ákvörðun Kenny er eðlileg enda hefur Craig verið lang hættulegasti sóknarmaður Liverpool síðustu tvo mánuðina eða svo. Jay Spearing hóf fyrri leikinn en meiddist og hann er ekki orðinn góður af þeim meiðslum. Víst væri gott að hafa hann til taks í þessum leik því hann er besti varnarsinnaði miðjumaðurinn eftir að Lucas Leiva meiddist. Steven Gerrard leiðir liðið líkt og í þeim leikjum sem af eru árinu.
TIL BAKA
Liverpool liðið tilbúið í slaginn!

Jose Reina, Glen Johnson, Martin Skrtel, Daniel Agger, Jose Enrique, Stewart Downing, Dirk Kuyt, Charlie Adam, Jordan Henderson, Steven Gerrard og Craig Bellamy. Varamenn eru Alexander Doni, Martin Kelly, Andy Carroll, Maxi Rodriguez, Sebastian Coates, Jamie Carragher og Jonjo Shelvey.
Val Kenny Dalglish kemur í sjálfu sér ekkert á óvart. Hann sýnir Dirk Kuyt traust þó hann hafi aðeins skorað eitt mark á keppnistímabilinu. En það hlýtur að styttast í mark hjá Dirk og víst er að Hollendingurinn mun ekki draga af sér. Hann er líka geysilega reyndur í stórleikjum sem þessum og það skiptir máli. Andy Carroll hóf fyrri leikinn en nú er það Veilsverjinn Craig Bellamy sem leiðir sóknina. Sú ákvörðun Kenny er eðlileg enda hefur Craig verið lang hættulegasti sóknarmaður Liverpool síðustu tvo mánuðina eða svo. Jay Spearing hóf fyrri leikinn en meiddist og hann er ekki orðinn góður af þeim meiðslum. Víst væri gott að hafa hann til taks í þessum leik því hann er besti varnarsinnaði miðjumaðurinn eftir að Lucas Leiva meiddist. Steven Gerrard leiðir liðið líkt og í þeim leikjum sem af eru árinu.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Mohamed Salah sló metið! -
| Sf. Gutt
Dregið í Meistaradeildinni -
| Heimir Eyvindarson
Joe Gomez úr leik fram á vor -
| Heimir Eyvindarson
Tvö töpuð stig á Villa Park -
| Heimir Eyvindarson
Spáð í spilin - Erfitt verkefni á Villa Park í kvöld -
| Heimir Eyvindarson
Enn eitt metið í hættu í kvöld -
| Sf. Gutt
Sigur í kveðjuleik Jürgen Norbert Klopp! -
| Sf. Gutt
Í minningu Bob Paisley -
| Mummi
Stórviðburður í vændum – Miðasala hafin á árshátíð Liverpoolklúbbsins -
| Sf. Gutt
Yfirlýsing Liverpool félaganna
Fréttageymslan