| Sf. Gutt
TIL BAKA
Liverpool er komið á Wembley!!!
Liverpool tryggði sér í kvöld sæti í úrslitaleik Deildarbikarsins á Wembley eftir frábæran leik gegn Manchester City. Liðin skildu jöfn 2:2 en Liverpool komst áfram samanlagt 3:2. Liverpool mætir Cardiff City í úrslitaleiknum.
Enn er verk óunnið svo að hægt sé að hýsa Deildarbikarinn en það er mikið gleðiefni að Liverpool sé loksins komið í úrslitaleik í bikarkeppni á Englandi. Að auki verður þetta í fyrsta sinn sem Rauði herinn mætir á nýja Wembley!
Andrúmsloftið á Anfield Road var rafmagnað þegar leikurinn hófst. Kenny Dalglish lét menn sína heyra það eftir tapið í Bolton um helgina og það mátti sjá á hverjum einasta leikmanni að betur átti að gera og eins gott ef hægt mögulegt ætti að vera að fá farmiða til Wembley!
Liverpool hóf leikinn af krafti og á 4. mínútu kom gott færi. Sending frá vinstri hrökk af varnarmanni gesta fyrir fætur Jose Enrique sem var í upplögðu færi við markteiginn. Hann náði skoti sem Joe Hart varði eins og handboltamarkmaður. Boltinn hrökk út á Stewart Downing en skot hans fór upp í stúku. Í næstu sókn slapp Craig Bellamy, sem átti stjörnuleik, inn í vítateiginn vinstra megin. Hann missti þó boltann heldur langt frá sér og fyrirgjöf hans var bjargað í horn.
Leikmenn Liverpool voru óþekkjanlegir frá því í Bolton og ekki spillti öflugur stuðningur áhorfenda fyrir. Á 7. mínútu lék Glen Johnson meðfram vítateignum áður en hann reyndi skot en Joe varði af öryggi. Fjórum mínútum seinna reyndi Charlie Adam fyrir sér utan vítateigs en Joe varði enn. Charlie slapp með skrekkinn hinu megin á vellinum þegar fimmtán mínútur voru liðnar. Hann sparkaði þá klaufalega í Edin Dzeko sem féll. Dómarinn dæmdi ekkert en þarna hafði City hæglega getað fengið víti og hefði ekkert verið við því að segja.
Liverpool var þó mun sterkara liðið og á 20. mínútu sneri Craig varnarmann af sér áður en hann rauk inn í vítateiginn þaðan sem hann átti skot sem fór því miður beint á Joe sem var búinn að hafa í nógu að snúast. Craig skoraði svo litlu síðar eftir stungusendingu Dirk Kuyt, sem lék sinn besta leik á leiktíðinni, en hann var réttilega dæmdur rangstæður. Þvert gegn gangi leiksins þá kom fyrsta markið frá gestunum. Á 31. mínútu fékk Nigel De Jong boltann hátt í þrjátíu metra frá marki. Hann datt um leið og hann lét skotið ríða af en fallið virtist hjálpa til því boltinn sveif út í bláhornið án þess að Jose Reina ætti minnstu möguleika. Frábært mark og nú voru leikar jafnir.
Leikmönnum Liverpool datt ekki í huga að leggja árar í bát eins og þeir gerðu á móti Bolton og tveimur mínútum seinna braust Charlie inn í vítateiginn vinstra megin. Hann var í þröngu færi þegar hann skaut en Joe þurfti samt að hafa fyrir því og varði í horn. Þegar fimm mínútur voru til hálfleiks jafnaði Liverpool metin og það verðskuldað.
Hörð sókn eftir horn endaði með því að Daniel Agger fékk boltann í vítateignum og þrumaði að marki. Micah Richards henti sér fyrir skotið. Boltinn fór í annan fót hans og þaðan í hendi.
Dómarinn dæmdi umsvifalaust vítaspyrnu. Leikmenn Manchester City mótmæltu mjög en dómurinn var hárréttur því boltinn var á leið á markið þegar hendinn fór í hann. Steven Gerrard tók vítaspyrnuna eins og í fyrri leiknum og skoraði í sama horn með föstu hnitmiðuðu skoti. Mikill fögnuður braust út þegar boltinn hafnaði í markinu og Liverpool hafði yfir samanlagt þegar leikhlé hófst.
Leikmenn Liverpool hófu síðari hálfleikinn af krafti og ætluðu greinilega að ná öðru marki til að styrkja stöðu sína. Áhorfendur lögðu sitt af mörkum eins og allan leikinn. Á 48. mínútu endaði hröð sókn með því að Dirk átti þrumuskot sem fór beint á Joe sem enn einu sinni bjargaði toppliðinu. Fimm mínútum seinna fékk Liverpool aukaspyrnu. Steven sendi fyrir markið og boltinn datt fyrir fætur Martin Skrtel. Slóvakinn var snöggur að átta sig og náði skoti sem stefndi upp í hornið en Joe henti sér á eftir boltann og náði að slá boltann yfir. Ótrúleg markvarsla enda sáu margir boltann í markinu!
Eftir hornið fékk Dirk boltann hægra megin og sendi yfir á fjærstöng þar sem Stewart náði skoti en Joe varði enn og aftur í horn. En líkt og í fyrri hálfleiknum þá komst City aftur yfir gegn gangi leiksins. Á 67. mínútu lék Aleksander Kolarov upp vinstra megin og sendi fyrir markið. Edin Dzeko slapp frá Daniel og skoraði örugglega af stuttu færi. Þessi staða hefði þýtt framlenginu og áframhald City að óbreyttu eftir framlengingu. En það var mikið eftir enn.
Á 74. mínútu svaraði Liverpool. Dirk fékk boltann hægra megin og sendi fram á Craig. Hann skiptist eldsnöggt á sendingum við Glen, rauk inn í vítateiginn, lagði boltann fyrir sig og skilaði honum svo neðst í vinstra hornið. Allt gekk af göflunum þegar boltann hafnaði í markinu fyrir framan Kop stúkuna enda nú, með markinu, allt komið í lag hvað stöðu mála varðaði. Frábærlega gert hjá Craig sem þarna kórónaði ótrúlega frammistöðu sína í leiknum og enn skoraði hann gegn gömlum félögum!
Mikil spenna var í loftinu síðustu tíu mínúturnar. Þegar níu mínútur voru eftir komst Charlie, sem lék sinn besta leik í langan tíma eins og svo margir, inn í vítateiginn en Joe var til varnar. Allra síðustu mínúturnar reyndu gestirnir að ná marki sem myndi koma leiknum í framlengingu. Litlu mátti muna á 87. mínútu þegar boltinn barst á Edin fyrir miðju marki en tveir varnarmenn hentu sér fyrir. Sergio Aguero fékk svo síðasta færið á lokamínútunni en hjólhestaspyrna hans fór beint í fangið á Jose.
Gríðarlegur fögnuður braust út þegar dómarinn flautaði til merkis um leikslok og varla hefur jafntefli verið fagnað meir á þessum kyngimagnaða leikvangi. Ekki var fögnuðurinn minnstur hjá Kónginum sjálfum sem nú rétt rúmu ári eftir valdatöku sína þá seinni er kominn með sína menn á stóra sviðið. Í fyrsta skipti í sex ár er Liverpool komið í úrslitaleik í stórkeppni og því fögnuðu Rauðliðar innan vallar sem utan! Cardiff City verður mótherjinn á Wembley en Liverpool vann sinn síðasta stórtitil einmitt í Cardiff. Loksins, loksins getum við stuðningsmenn Liverpool hlakkað til úrslitaleiks og hann verður að vinnast til að fullkomna verkið!
Liverpool: Reina, Johnson, Skrtel, Agger, Enrique, Henderson, Adam, Downing, Gerrard, Bellamy (Kelly 88. mín.) og Kuyt (Carroll 90. mín.). Ónotaðir varamenn: Doni, Rodriguez, Coates, Carragher og Shelvey.
Mörk Liverpool: Steven Gerrard, víti, (41. mín.) og Craig Bellamy (74. mín.).
Gul spjöld: Steven Gerrard og Jose Enrique.
Manchester City: Hart, Richards, Savic (Aguero 46. mín.), Lescott, Kolarov, De Jong (Johnson 78. mín.), Barry, Zabaleta, Silva, Nasri og Dzeko. Ónotaðir varamenn: Pantilimon, Milner, Hargreaves, Clichy og Rekik.
Mörk Manchester City: Nigel De Jong (31. mín.) og Edin Dzeko (67. mín.).
Gult spjald: Aleksander Kolarov.
Áhorfendur á Anfield Road: 44.590.
Maður leiksins: Craig Bellamy. Craig skoraði markið sem kom Liverpool endanlega á Wembley. Fyrir utan að skora þetta gullvæga mark þá átti Craig sannkallaðan stjörnuleik. Hann stoppaði ekki á meðan hann var inni á vellinum og lagði allt í sölurnar!
Kenny Dalglish: Leikmennirnir voru stórkostlegir. Í kvöld var nóg af öllu því sem skorti á laugardaginn og þeir eiga mikið hrós skilið fyrir framgöngu sína og að ná þessum úrslitum. Ég hef oft áður sagt að við erum sterkari þegar við stöndum saman. Þetta er mjög góð uppskera fyrir alla sem þykir, á einn eða annan hátt, vænt um Liverpool Football Club.
Fróðleikur
- Viðureigninni lauk 3:2 fyrir Liverpool sem mætir Cardiff City á Wembley sunnudaginn 26. febrúar.
- Liverpool hefur unnið Deildarbikarinn oftast allra félaga eða sjö sinnum.
- Sömu lið léku í undanúrslitum keppninnar leiktíðinnar 1980/81 og varð niðurstaðan sú sama.
- Liverpool vann þá útileikinn 0:1 og liðin skildu svo jöfn 1:1 á Anfield Road.
- Liverpool vann svo keppnina í fyrsta sinn eftir að hafa unnið West Ham United, sem þá lék í næst efstu deild, 2:1 í aukaleik á Villa Park eftir 1:1 jafntefli á Wembley.
- Liverpool er komið í úrslitaleikinn um Deildarbikarinn eftir að hafa slegið út Exeter, Brighton, Stoke, Chelsea og Manchester City.
- Liverpool mætti öllum liðunum á útivöllum nema Manchester City en leikið er heima og að heiman í undanúrslitum.
- Steven Gerrard skoraði sitt fimmta mark á leiktíðinni.
- Hann skoraði í báðum undanúrslitaleikjunum. Bæði mörkin voru úr vítaspyrnum sem Daniel Agger fékk!
- Craig Bellamy skoraði í áttunda sinn.
- Hann hefur þar með náð Luis Suarez að markatölu.
- Craig er nú búinn að skora gegn þremur, Norwich City, Newcastle United og Manchester City, af sínum fyrri félögum á leiktíðinni.
Hér og hér eru myndir úr leiknum af Liverpoolfc.tv.
Hér eru myndir úr leiknum af vefsíðu BBC
Hér eru myndir úr leiknum af vefsíðu Sky sport.
Hér eru myndir úr leiknum af vefsíðu Guardian.
Hér er viðtal við Kenny Dalglish.
Hér er viðtal við Steven Gerrard.
Hér er viðtal við Roberto Mancini.
Enn er verk óunnið svo að hægt sé að hýsa Deildarbikarinn en það er mikið gleðiefni að Liverpool sé loksins komið í úrslitaleik í bikarkeppni á Englandi. Að auki verður þetta í fyrsta sinn sem Rauði herinn mætir á nýja Wembley!
Andrúmsloftið á Anfield Road var rafmagnað þegar leikurinn hófst. Kenny Dalglish lét menn sína heyra það eftir tapið í Bolton um helgina og það mátti sjá á hverjum einasta leikmanni að betur átti að gera og eins gott ef hægt mögulegt ætti að vera að fá farmiða til Wembley!
Liverpool hóf leikinn af krafti og á 4. mínútu kom gott færi. Sending frá vinstri hrökk af varnarmanni gesta fyrir fætur Jose Enrique sem var í upplögðu færi við markteiginn. Hann náði skoti sem Joe Hart varði eins og handboltamarkmaður. Boltinn hrökk út á Stewart Downing en skot hans fór upp í stúku. Í næstu sókn slapp Craig Bellamy, sem átti stjörnuleik, inn í vítateiginn vinstra megin. Hann missti þó boltann heldur langt frá sér og fyrirgjöf hans var bjargað í horn.
Leikmenn Liverpool voru óþekkjanlegir frá því í Bolton og ekki spillti öflugur stuðningur áhorfenda fyrir. Á 7. mínútu lék Glen Johnson meðfram vítateignum áður en hann reyndi skot en Joe varði af öryggi. Fjórum mínútum seinna reyndi Charlie Adam fyrir sér utan vítateigs en Joe varði enn. Charlie slapp með skrekkinn hinu megin á vellinum þegar fimmtán mínútur voru liðnar. Hann sparkaði þá klaufalega í Edin Dzeko sem féll. Dómarinn dæmdi ekkert en þarna hafði City hæglega getað fengið víti og hefði ekkert verið við því að segja.
Liverpool var þó mun sterkara liðið og á 20. mínútu sneri Craig varnarmann af sér áður en hann rauk inn í vítateiginn þaðan sem hann átti skot sem fór því miður beint á Joe sem var búinn að hafa í nógu að snúast. Craig skoraði svo litlu síðar eftir stungusendingu Dirk Kuyt, sem lék sinn besta leik á leiktíðinni, en hann var réttilega dæmdur rangstæður. Þvert gegn gangi leiksins þá kom fyrsta markið frá gestunum. Á 31. mínútu fékk Nigel De Jong boltann hátt í þrjátíu metra frá marki. Hann datt um leið og hann lét skotið ríða af en fallið virtist hjálpa til því boltinn sveif út í bláhornið án þess að Jose Reina ætti minnstu möguleika. Frábært mark og nú voru leikar jafnir.
Leikmönnum Liverpool datt ekki í huga að leggja árar í bát eins og þeir gerðu á móti Bolton og tveimur mínútum seinna braust Charlie inn í vítateiginn vinstra megin. Hann var í þröngu færi þegar hann skaut en Joe þurfti samt að hafa fyrir því og varði í horn. Þegar fimm mínútur voru til hálfleiks jafnaði Liverpool metin og það verðskuldað.
Hörð sókn eftir horn endaði með því að Daniel Agger fékk boltann í vítateignum og þrumaði að marki. Micah Richards henti sér fyrir skotið. Boltinn fór í annan fót hans og þaðan í hendi.
Dómarinn dæmdi umsvifalaust vítaspyrnu. Leikmenn Manchester City mótmæltu mjög en dómurinn var hárréttur því boltinn var á leið á markið þegar hendinn fór í hann. Steven Gerrard tók vítaspyrnuna eins og í fyrri leiknum og skoraði í sama horn með föstu hnitmiðuðu skoti. Mikill fögnuður braust út þegar boltinn hafnaði í markinu og Liverpool hafði yfir samanlagt þegar leikhlé hófst.
Leikmenn Liverpool hófu síðari hálfleikinn af krafti og ætluðu greinilega að ná öðru marki til að styrkja stöðu sína. Áhorfendur lögðu sitt af mörkum eins og allan leikinn. Á 48. mínútu endaði hröð sókn með því að Dirk átti þrumuskot sem fór beint á Joe sem enn einu sinni bjargaði toppliðinu. Fimm mínútum seinna fékk Liverpool aukaspyrnu. Steven sendi fyrir markið og boltinn datt fyrir fætur Martin Skrtel. Slóvakinn var snöggur að átta sig og náði skoti sem stefndi upp í hornið en Joe henti sér á eftir boltann og náði að slá boltann yfir. Ótrúleg markvarsla enda sáu margir boltann í markinu!
Eftir hornið fékk Dirk boltann hægra megin og sendi yfir á fjærstöng þar sem Stewart náði skoti en Joe varði enn og aftur í horn. En líkt og í fyrri hálfleiknum þá komst City aftur yfir gegn gangi leiksins. Á 67. mínútu lék Aleksander Kolarov upp vinstra megin og sendi fyrir markið. Edin Dzeko slapp frá Daniel og skoraði örugglega af stuttu færi. Þessi staða hefði þýtt framlenginu og áframhald City að óbreyttu eftir framlengingu. En það var mikið eftir enn.
Á 74. mínútu svaraði Liverpool. Dirk fékk boltann hægra megin og sendi fram á Craig. Hann skiptist eldsnöggt á sendingum við Glen, rauk inn í vítateiginn, lagði boltann fyrir sig og skilaði honum svo neðst í vinstra hornið. Allt gekk af göflunum þegar boltann hafnaði í markinu fyrir framan Kop stúkuna enda nú, með markinu, allt komið í lag hvað stöðu mála varðaði. Frábærlega gert hjá Craig sem þarna kórónaði ótrúlega frammistöðu sína í leiknum og enn skoraði hann gegn gömlum félögum!
Mikil spenna var í loftinu síðustu tíu mínúturnar. Þegar níu mínútur voru eftir komst Charlie, sem lék sinn besta leik í langan tíma eins og svo margir, inn í vítateiginn en Joe var til varnar. Allra síðustu mínúturnar reyndu gestirnir að ná marki sem myndi koma leiknum í framlengingu. Litlu mátti muna á 87. mínútu þegar boltinn barst á Edin fyrir miðju marki en tveir varnarmenn hentu sér fyrir. Sergio Aguero fékk svo síðasta færið á lokamínútunni en hjólhestaspyrna hans fór beint í fangið á Jose.
Gríðarlegur fögnuður braust út þegar dómarinn flautaði til merkis um leikslok og varla hefur jafntefli verið fagnað meir á þessum kyngimagnaða leikvangi. Ekki var fögnuðurinn minnstur hjá Kónginum sjálfum sem nú rétt rúmu ári eftir valdatöku sína þá seinni er kominn með sína menn á stóra sviðið. Í fyrsta skipti í sex ár er Liverpool komið í úrslitaleik í stórkeppni og því fögnuðu Rauðliðar innan vallar sem utan! Cardiff City verður mótherjinn á Wembley en Liverpool vann sinn síðasta stórtitil einmitt í Cardiff. Loksins, loksins getum við stuðningsmenn Liverpool hlakkað til úrslitaleiks og hann verður að vinnast til að fullkomna verkið!
Liverpool: Reina, Johnson, Skrtel, Agger, Enrique, Henderson, Adam, Downing, Gerrard, Bellamy (Kelly 88. mín.) og Kuyt (Carroll 90. mín.). Ónotaðir varamenn: Doni, Rodriguez, Coates, Carragher og Shelvey.
Mörk Liverpool: Steven Gerrard, víti, (41. mín.) og Craig Bellamy (74. mín.).
Gul spjöld: Steven Gerrard og Jose Enrique.
Manchester City: Hart, Richards, Savic (Aguero 46. mín.), Lescott, Kolarov, De Jong (Johnson 78. mín.), Barry, Zabaleta, Silva, Nasri og Dzeko. Ónotaðir varamenn: Pantilimon, Milner, Hargreaves, Clichy og Rekik.
Mörk Manchester City: Nigel De Jong (31. mín.) og Edin Dzeko (67. mín.).
Gult spjald: Aleksander Kolarov.
Áhorfendur á Anfield Road: 44.590.
Maður leiksins: Craig Bellamy. Craig skoraði markið sem kom Liverpool endanlega á Wembley. Fyrir utan að skora þetta gullvæga mark þá átti Craig sannkallaðan stjörnuleik. Hann stoppaði ekki á meðan hann var inni á vellinum og lagði allt í sölurnar!
Kenny Dalglish: Leikmennirnir voru stórkostlegir. Í kvöld var nóg af öllu því sem skorti á laugardaginn og þeir eiga mikið hrós skilið fyrir framgöngu sína og að ná þessum úrslitum. Ég hef oft áður sagt að við erum sterkari þegar við stöndum saman. Þetta er mjög góð uppskera fyrir alla sem þykir, á einn eða annan hátt, vænt um Liverpool Football Club.
Fróðleikur
- Viðureigninni lauk 3:2 fyrir Liverpool sem mætir Cardiff City á Wembley sunnudaginn 26. febrúar.
- Liverpool hefur unnið Deildarbikarinn oftast allra félaga eða sjö sinnum.
- Sömu lið léku í undanúrslitum keppninnar leiktíðinnar 1980/81 og varð niðurstaðan sú sama.
- Liverpool vann þá útileikinn 0:1 og liðin skildu svo jöfn 1:1 á Anfield Road.
- Liverpool vann svo keppnina í fyrsta sinn eftir að hafa unnið West Ham United, sem þá lék í næst efstu deild, 2:1 í aukaleik á Villa Park eftir 1:1 jafntefli á Wembley.
- Liverpool er komið í úrslitaleikinn um Deildarbikarinn eftir að hafa slegið út Exeter, Brighton, Stoke, Chelsea og Manchester City.
- Liverpool mætti öllum liðunum á útivöllum nema Manchester City en leikið er heima og að heiman í undanúrslitum.
- Steven Gerrard skoraði sitt fimmta mark á leiktíðinni.
- Hann skoraði í báðum undanúrslitaleikjunum. Bæði mörkin voru úr vítaspyrnum sem Daniel Agger fékk!
- Craig Bellamy skoraði í áttunda sinn.
- Hann hefur þar með náð Luis Suarez að markatölu.
- Craig er nú búinn að skora gegn þremur, Norwich City, Newcastle United og Manchester City, af sínum fyrri félögum á leiktíðinni.
Hér og hér eru myndir úr leiknum af Liverpoolfc.tv.
Hér eru myndir úr leiknum af vefsíðu BBC
Hér eru myndir úr leiknum af vefsíðu Sky sport.
Hér eru myndir úr leiknum af vefsíðu Guardian.
Hér er viðtal við Kenny Dalglish.
Hér er viðtal við Steven Gerrard.
Hér er viðtal við Roberto Mancini.
Nýlegar fréttir
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!
Fréttageymslan