| Sf. Gutt
TIL BAKA
Frábært fyrir alla!
Kenny Dalglish fagnaði vel í leikslok í gærkvöldi þegar sætið á Wembley var í höfn. Hann hrósaði leikmönnum sínum mikið eftir leikinn en þeir höfðu fengið að heyra það frá honum aftir hroðalegt tap í Bolton. Kenny segir það að komast á Wembley hafa mikla þýðingu fyrir félagið og sé gleðilegur áfangi fyrir alla þá sem þykir vænt um félagið.
,,Leikmennirnir voru stórkostlegir. Í kvöld var nóg af öllu því sem skorti á laugardaginn og þess vegna eiga þeir mikið hrós skilið fyrir framgöngu sína og að ná þessum úrslitum. Ég held að bara Fabio og Doni, úr öllum leikmannahópnum, hafi ekki tekið þátt í keppninni. Það hafa því allir, fyrir utan þessa tvo, lagt sitt af mörkum og mér finnst það segja sína sögu um þá leikmenn sem eru hérna hjá félaginu. Margir, sem komu okkur hingað, spiluðu ekki í kvöld en framlag þeirra og staðfesta skipti miklu."
,,Þetta er frábært fyrir fólkið sem hefur staðið með okkur því síðustu tvö ár eða svo hafa ekkert verið auðveld hérna hjá Liverpool Football Club. Þetta er líka frábært fyrir nýju eigendurna. Ég oft áður sagt að með því að allir standi saman þá verðum við sterk heild. Þetta er því góð og mikil uppskera fyrir alla þá sem þykir á einhvern hátt vænt um Liverpool Football Club."
Liverpool hefur nú loksins unnið sér inn farseðil á nýja Wembley leikvanginn en Rauðliðar voru fastagestir á þeim gamla um langt árabil. Síðustu bikarsigrar Liverpool unnust í Cardiff. Liðið lék síðast á gamla Wembley 1996 en hann var aflagður árið 2000.
,,Ég veit ekki hvenær við vorum þar síðast en við vitum hvert við erum að fara núna. Kannski er leiðin þangað gleymd því við höfum ekki farið þangað um nokkurt skeið en bílstjórinn hlýtur að muna hvernig á að komast þangað!"
,,Við erum komnir til Wembley. Meira höfum við ekki afrekað ennþá. Vegna þess að við höfum ekki komist þangað lengi finnst mér það afrek út af fyrir sig en við viljum afreka meira. Við viljum halda áfram að gera okkar allra besta það sem eftir lifir leiktíðar. Við munum njóta kvöldsins um stund en svo förum við að einbeita okkur að erfiðum leik sem við eigum á laugardaginn."
Niðurstaða kvöldsins á Anfield var eins og best varð á kosið en það er skammt stórra högga á milli. Liverpool fær hitt liðið frá Manchester í heimsókn á laugardaginn og þá verður ekki síður meira í húfi! Með sigri í þeim leik má nálgast annan titil!!!
,,Leikmennirnir voru stórkostlegir. Í kvöld var nóg af öllu því sem skorti á laugardaginn og þess vegna eiga þeir mikið hrós skilið fyrir framgöngu sína og að ná þessum úrslitum. Ég held að bara Fabio og Doni, úr öllum leikmannahópnum, hafi ekki tekið þátt í keppninni. Það hafa því allir, fyrir utan þessa tvo, lagt sitt af mörkum og mér finnst það segja sína sögu um þá leikmenn sem eru hérna hjá félaginu. Margir, sem komu okkur hingað, spiluðu ekki í kvöld en framlag þeirra og staðfesta skipti miklu."
,,Þetta er frábært fyrir fólkið sem hefur staðið með okkur því síðustu tvö ár eða svo hafa ekkert verið auðveld hérna hjá Liverpool Football Club. Þetta er líka frábært fyrir nýju eigendurna. Ég oft áður sagt að með því að allir standi saman þá verðum við sterk heild. Þetta er því góð og mikil uppskera fyrir alla þá sem þykir á einhvern hátt vænt um Liverpool Football Club."
Liverpool hefur nú loksins unnið sér inn farseðil á nýja Wembley leikvanginn en Rauðliðar voru fastagestir á þeim gamla um langt árabil. Síðustu bikarsigrar Liverpool unnust í Cardiff. Liðið lék síðast á gamla Wembley 1996 en hann var aflagður árið 2000.
,,Ég veit ekki hvenær við vorum þar síðast en við vitum hvert við erum að fara núna. Kannski er leiðin þangað gleymd því við höfum ekki farið þangað um nokkurt skeið en bílstjórinn hlýtur að muna hvernig á að komast þangað!"
,,Við erum komnir til Wembley. Meira höfum við ekki afrekað ennþá. Vegna þess að við höfum ekki komist þangað lengi finnst mér það afrek út af fyrir sig en við viljum afreka meira. Við viljum halda áfram að gera okkar allra besta það sem eftir lifir leiktíðar. Við munum njóta kvöldsins um stund en svo förum við að einbeita okkur að erfiðum leik sem við eigum á laugardaginn."
Niðurstaða kvöldsins á Anfield var eins og best varð á kosið en það er skammt stórra högga á milli. Liverpool fær hitt liðið frá Manchester í heimsókn á laugardaginn og þá verður ekki síður meira í húfi! Með sigri í þeim leik má nálgast annan titil!!!
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Alisson farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Harvey farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Ungliðar lánaðir -
| Sf. Gutt
Virgil fékk frí -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Georginio Wijnaldum fer víða -
| Sf. Gutt
Tveir uppaldir í enska landsliðinu -
| Sf. Gutt
Trent meiddur -
| Sf. Gutt
Heilsteypt lið!
Fréttageymslan