| Sf. Gutt
TIL BAKA
Loksins í úrslitaleik!
Steven Gerrard fór fyrir sínum mönnum í gærkvöldi gegn Machester City. Hann skoraði auðvitað mark Liverpool úr vítaspyrnu gegn hinum magnaða Joe Hart í fyrri leiknum og hann endurtók svo leikinn á Anfield Road.
Hann segir það gaman fyrir Liverpool að hafa loksins komist í úrslitaleik í stórkeppni. Hann hlakkar til að leiða sína menn út á Wembley.
,,Það er gaman fyrir félagið að hafa loksins komist í úrslit í stórkeppni því það er allt of langt frá því það gerðist síðast. Þetta verður mjög gaman fyrir mig. Ég hef leitt strákana til leiks í Cardiff en það verður mjög gaman fyrir mig að leiða þá út á nýja Wembley leikvanginn."
,,Við vissum að ef við værum í þokkalegri stöðu þegar kæmi að seinni leiknum ættum við góða möguleika með stuðningsmennina okkar með okkur. Þeir léku lykilhlutverk í kvöld. Við tókum við okkur eins og við stefndum að. Framkvæmdastjórinn gagnrýndi okkur og hafði fullan rétt á því. Þess vegna var svo mikilvægt að við sýndum stuðningsmönnunum að við myndum taka hressilega við okkur."
,,Menn ganga til liðs við þetta félag til að spila í svona stemmningu eins og þessari. Allir nýju strákarnir eru að tala um þetta núna. Ég er viss um að stuðningsmennirnir fara mjög ánægðir heim og eru farnir að skipuleggja ferðalög sín til Wembley."
,,Núna verðum að ná okkur niður og huga að því að hvíla okkur því það er gríðarlega mikilvægur leikur framundan í F.A. bikarnum eftir aðeins rúmlega fjörutíu og átta klukkustundir. Við höfum mikinn hug á því að komast líka langt í þeirri keppni."
Steven Gerrard sagði fyrir leikinn að ekkert annað dygði en að leikmenn Liverpool legðu allt í sölurnar. Það gerðu þeir allir sem einn og uppskeran var eftir því!
Hann segir það gaman fyrir Liverpool að hafa loksins komist í úrslitaleik í stórkeppni. Hann hlakkar til að leiða sína menn út á Wembley.
,,Það er gaman fyrir félagið að hafa loksins komist í úrslit í stórkeppni því það er allt of langt frá því það gerðist síðast. Þetta verður mjög gaman fyrir mig. Ég hef leitt strákana til leiks í Cardiff en það verður mjög gaman fyrir mig að leiða þá út á nýja Wembley leikvanginn."
,,Við vissum að ef við værum í þokkalegri stöðu þegar kæmi að seinni leiknum ættum við góða möguleika með stuðningsmennina okkar með okkur. Þeir léku lykilhlutverk í kvöld. Við tókum við okkur eins og við stefndum að. Framkvæmdastjórinn gagnrýndi okkur og hafði fullan rétt á því. Þess vegna var svo mikilvægt að við sýndum stuðningsmönnunum að við myndum taka hressilega við okkur."
,,Menn ganga til liðs við þetta félag til að spila í svona stemmningu eins og þessari. Allir nýju strákarnir eru að tala um þetta núna. Ég er viss um að stuðningsmennirnir fara mjög ánægðir heim og eru farnir að skipuleggja ferðalög sín til Wembley."
,,Núna verðum að ná okkur niður og huga að því að hvíla okkur því það er gríðarlega mikilvægur leikur framundan í F.A. bikarnum eftir aðeins rúmlega fjörutíu og átta klukkustundir. Við höfum mikinn hug á því að komast líka langt í þeirri keppni."
Steven Gerrard sagði fyrir leikinn að ekkert annað dygði en að leikmenn Liverpool legðu allt í sölurnar. Það gerðu þeir allir sem einn og uppskeran var eftir því!
Nýlegar fréttir
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!
Fréttageymslan