| Grétar Magnússon
TIL BAKA
Stuðningsmennirnir gerðu gæfumuninn
Glen Johnson hrósaði stuðningsmönnum félagsins fyrir þeirra þátt í því að liðið sló út Manchester City á miðvikudagskvöldið.
Kvöldið var tilfinningaríkt fyrir Kenny Dalglish og leikmenn hans og Kop stúkan skapaði andrúmsloft sem minnti á hin víðfrægu Evrópukvöld á Anfield. Johnson er ekki í vafa um það að þegar stuðningsmennirnir sýna svo mikla ástríðu að þá finni leikmennirnir fyrir því inni á vellinum og það gefi þeim aukna orku.
,,Það gerir vissulega gæfumuninn þegar stuðningsmennirnir láta svona, þeir eru frægir fyrir magnað andrúmsloft og þetta var eitt af þeim kvöldum," sagði Johnson. ,,Strákarnir eru í skýjunum. Þetta voru frábær úrslit og við erum ánægðir með að komast í úrslitin en við höfum ekki unnið neitt ennþá."
,,Ég held að við höfum komist áfram á því hvernig við stóðum saman og héldum okkur inní leiknum. Við lögðum leikinn upp á ákveðinn hátt og við reyndum að leggja hart að okkur því við vissum að við vorum bara 90 mínútum frá úrslitaleiknum."
Johnson átti stóran þátt í jöfnunarmarki Craig Bellamy sem reyndist svo vera sigurmarkið í rimmunni. Hann og Bellamy skiptust á sendingum og Bellamy lagði svo boltann í markið á laglegan hátt. Bellamy var réttilega valinn maður leiksins og Johnson hrósaði honum í hástert: ,,Hann hefur verið stórkostlegur hjá okkur, hann er vinnusamur og það er sennilega ekki hægt að fá betri leikmann á frjálsri sölu."
Kenny Dalglish gagnrýndi leikmenn sína harkalega eftir slaka frammistöðu gegn Bolton um helgina og það virtist hafa áhrif því ekki vantaði uppá baráttu leikmanna í þessum leik.
Johnson sagði: ,,Við vissum að við vorum slakir gegn Bolton og það var ólíkt okkur sjálfum en við vissum að við þurftum að koma sterkir til baka með góðri frammistöðu og ég held að okkur hafi tekist það. Við erum ánægðir með að komast á Wembley en við höfum ekki unnið neitt þar ennþá, það bíður okkar nýr leikur gegn Cardiff og við förum í það verkefni með sama hugarfari og sjáum hvað gerist."
Johnson var svo spurður að því hvort að leikmenn myndu ná að jafna sig í tæka tíð fyrir stórleik helgarinnar gegn Manchester United í FA bikarnum.
Hann sagði: ,,Strákarnir eru í góðu standi, þetta er venjan hjá okkur, vinnusemin er til staðar og allir eru klárir í slaginn. Ég held að þrír eða fjórir dagar séu nægur tími."
Kvöldið var tilfinningaríkt fyrir Kenny Dalglish og leikmenn hans og Kop stúkan skapaði andrúmsloft sem minnti á hin víðfrægu Evrópukvöld á Anfield. Johnson er ekki í vafa um það að þegar stuðningsmennirnir sýna svo mikla ástríðu að þá finni leikmennirnir fyrir því inni á vellinum og það gefi þeim aukna orku.
,,Það gerir vissulega gæfumuninn þegar stuðningsmennirnir láta svona, þeir eru frægir fyrir magnað andrúmsloft og þetta var eitt af þeim kvöldum," sagði Johnson. ,,Strákarnir eru í skýjunum. Þetta voru frábær úrslit og við erum ánægðir með að komast í úrslitin en við höfum ekki unnið neitt ennþá."
,,Ég held að við höfum komist áfram á því hvernig við stóðum saman og héldum okkur inní leiknum. Við lögðum leikinn upp á ákveðinn hátt og við reyndum að leggja hart að okkur því við vissum að við vorum bara 90 mínútum frá úrslitaleiknum."
Johnson átti stóran þátt í jöfnunarmarki Craig Bellamy sem reyndist svo vera sigurmarkið í rimmunni. Hann og Bellamy skiptust á sendingum og Bellamy lagði svo boltann í markið á laglegan hátt. Bellamy var réttilega valinn maður leiksins og Johnson hrósaði honum í hástert: ,,Hann hefur verið stórkostlegur hjá okkur, hann er vinnusamur og það er sennilega ekki hægt að fá betri leikmann á frjálsri sölu."
Kenny Dalglish gagnrýndi leikmenn sína harkalega eftir slaka frammistöðu gegn Bolton um helgina og það virtist hafa áhrif því ekki vantaði uppá baráttu leikmanna í þessum leik.
Johnson sagði: ,,Við vissum að við vorum slakir gegn Bolton og það var ólíkt okkur sjálfum en við vissum að við þurftum að koma sterkir til baka með góðri frammistöðu og ég held að okkur hafi tekist það. Við erum ánægðir með að komast á Wembley en við höfum ekki unnið neitt þar ennþá, það bíður okkar nýr leikur gegn Cardiff og við förum í það verkefni með sama hugarfari og sjáum hvað gerist."
Johnson var svo spurður að því hvort að leikmenn myndu ná að jafna sig í tæka tíð fyrir stórleik helgarinnar gegn Manchester United í FA bikarnum.
Hann sagði: ,,Strákarnir eru í góðu standi, þetta er venjan hjá okkur, vinnusemin er til staðar og allir eru klárir í slaginn. Ég held að þrír eða fjórir dagar séu nægur tími."
Nýlegar fréttir
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!
Fréttageymslan