| Sf. Gutt
TIL BAKA
Liverpool aftur gegn Manchester!
Það er skammt stórra högga á milli hjá Liverpool þessa dagana. Á morgun kemur aftur lið frá Manchester í heimsókn á Anfield Road en, eins og allir muna, lék Liverpool gegn Manchester City á sama stað á miðvikudagskvöldið. Í þeim leik tryggði Liverpool sér sæti á Wembley með 2:2 jafntefli eftir 0:1 sigur í Manchester. Á morgun þarf að fást við Manchester United og sem fyrr er allt undir.
Liverpool og Manchester United eigast við í 4. umferð F.A. bikarsins og það yrði sannarlega magnað að slá hitt liðið frá Manchester út og þokast áfram í þessari bikarkeppni. Liverpool á líka harma að hefna en liðið tapaði 1:0 á Old Trafford á síðustu leiktíð í F.A. bikarnum í endurkomuleik Kenny Dalglish. Liðin mættust síðast á Anfield Road í F.A. bikarnum 2006. Liverpool sigraði þá 1:0 með skallamarki Peter Crouch og vann svo keppnina um vorið!
Það er gríðarleg spenna fyrir þennan leik. Vissulega er alltaf mikil spenna fyrir rimmur Liverpool og Manchester United en eftirmáli leiks liðanna í haust milli þeirra Luis Suarez og Patrice Evra er geymdur en ekki gleymdur hjá stuðningsmönnum liðanna. Forráðamenn liðanna hafa hvatt leikmenn og stuðningsmenn til að sýna stillingu en málið mun þó örugglega hafa sitt að segja.
En mestu skiptir hvað gerist inni á vellinum og leikmenn liðanna munu hvergi draga af sér. Ekkert er betra í F.A. bikarnum en að fá heimaleik og Liverpool nær vonandi að færa sér töfra Anfield í nyt. Leikmenn Liverpool gengu örþreyttir af velli á miðvikudagskvöldið og kannski þarf Kenny Dalglish eitthvað að breyta liði sínu. En allir sem verða valdir til leiks leggja vonandi allt í sölurnar á morgun eins og gegn Manchester City. Úrslitasæti er tryggt í Deildarbikarnum en það skiptir líka miklu máli að komast sem allra lengst í F.A. bikarnum og á morgun gefst upplagt færi á því!
Liverpool og Manchester United eigast við í 4. umferð F.A. bikarsins og það yrði sannarlega magnað að slá hitt liðið frá Manchester út og þokast áfram í þessari bikarkeppni. Liverpool á líka harma að hefna en liðið tapaði 1:0 á Old Trafford á síðustu leiktíð í F.A. bikarnum í endurkomuleik Kenny Dalglish. Liðin mættust síðast á Anfield Road í F.A. bikarnum 2006. Liverpool sigraði þá 1:0 með skallamarki Peter Crouch og vann svo keppnina um vorið!
Það er gríðarleg spenna fyrir þennan leik. Vissulega er alltaf mikil spenna fyrir rimmur Liverpool og Manchester United en eftirmáli leiks liðanna í haust milli þeirra Luis Suarez og Patrice Evra er geymdur en ekki gleymdur hjá stuðningsmönnum liðanna. Forráðamenn liðanna hafa hvatt leikmenn og stuðningsmenn til að sýna stillingu en málið mun þó örugglega hafa sitt að segja.
En mestu skiptir hvað gerist inni á vellinum og leikmenn liðanna munu hvergi draga af sér. Ekkert er betra í F.A. bikarnum en að fá heimaleik og Liverpool nær vonandi að færa sér töfra Anfield í nyt. Leikmenn Liverpool gengu örþreyttir af velli á miðvikudagskvöldið og kannski þarf Kenny Dalglish eitthvað að breyta liði sínu. En allir sem verða valdir til leiks leggja vonandi allt í sölurnar á morgun eins og gegn Manchester City. Úrslitasæti er tryggt í Deildarbikarnum en það skiptir líka miklu máli að komast sem allra lengst í F.A. bikarnum og á morgun gefst upplagt færi á því!
Nýlegar fréttir
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!
Fréttageymslan