| Heimir Eyvindarson
Kenny Dalglish brást hinn versti við á blaðamannafundi eftir leikinn í gær, þegar blaðamaður The Guardian spurði hann út í hvað honum þætti um viðtökurnar sem Patrice Evra fékk á Anfield í gær.
TIL BAKA
Í góðu lagi að púa á mótherjann

Eins og við var að búast fékk Patrice Evra kaldar kveðjur frá stuðningsmönnum Liverpool í stórleik Liverpool og Manchester United í gær. Púað var hressilega á Evra í hvert skipti sem hann fékk boltann. Blaðamaður The Guardian spurði Kenny Dalglish hvað honum fyndist um svona móttökur, á blaðamannafundi eftir leikinn í gær. Og hvort hann væri ekki vonsvikinn með þessa frammigöngu stuðningsmanna liðsins. Ekki stóð á viðbrögðum kóngsins:
,,Ertu að reyna að æsa mig upp?! Afhverju í ósköpunum ætti ég að vera vonsvikinn? Fyrir hönd Evra?"
,,Ég trúi bara ekki að þetta sé fyrsta spurningin þín! Hefurðu aldrei spilað fótbolta? Það var oft púað á mig í gamla daga. Þetta er daglegur viðburður í fótboltaleikjum."
,,Það hafa allir lagst á eitt í þessari viku, líka þið fjölmiðlamenn, að reyna að draga athyglina frá því sem á undan er gengið og að leiknum sjálfum. Ég tel að það hafi gengið vel. Það eru engir kærleikar milli stuðningsmanna liðanna um þessar mundir en mér fannst stuðningsmenn beggja liða standa sig vel í gær. Það hefur verið mikill hiti í mönnum og ég held að það hafi ekkert óeðlilegt eða ósiðsamlegt farið fram í gær. Áhorfendur eiga hrós skilið að mínu viti."
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Mohamed Salah sló metið! -
| Sf. Gutt
Dregið í Meistaradeildinni -
| Heimir Eyvindarson
Joe Gomez úr leik fram á vor -
| Heimir Eyvindarson
Tvö töpuð stig á Villa Park -
| Heimir Eyvindarson
Spáð í spilin - Erfitt verkefni á Villa Park í kvöld -
| Heimir Eyvindarson
Enn eitt metið í hættu í kvöld -
| Sf. Gutt
Sigur í kveðjuleik Jürgen Norbert Klopp! -
| Sf. Gutt
Í minningu Bob Paisley -
| Mummi
Stórviðburður í vændum – Miðasala hafin á árshátíð Liverpoolklúbbsins -
| Sf. Gutt
Yfirlýsing Liverpool félaganna
Fréttageymslan