| Sf. Gutt
Daniel Agger hafði ekki skorað í næstum tvö ár fyrir Liverpool svo markið hans gegn Manchester United var sætt í meira lagi. Daniel skoraði síðast í 2:1 tapleik gegn Benfica í apríl 2010. En nú kom mark í 2:1 sigurleik á móti Manchester United.
,,Það fylgir því alltaf góð tilfinning þegar boltinn hafnar í netinu. Mér, eins og öllum öðrum leikmönnum, finnst þó mikilvægast að vinna en það er alltaf góð tilfinning að skora."
,,Þetta voru frábær úrslit. Það er alltaf gaman að vinna United á heimavelli og sérstaklega í F.A. bikarnum. Við vörðumst vel og þeir fengu eiginlega ekki mörg marktækifæri. Þeir voru mikið með boltann en fengu ekki mikið af færum og við stóðum okkur vel. Það er erfitt að fást við United enda góðir knattspyrnumenn í liðinu. Það er svo sem ekki hægt að tala um hvort liðið verðskuldaði að vinna því þetta er knattspyrna og allt getur gerst í henni. Vikan hefur verið fullkomin fyrir Liverpool í bikarkeppnunum og við náðum markmiðum okkar."
Daniel Agger hefur verið frábær á þessu keppnistímabili enda hefur hann að mestu sloppið við meiðsli en þau hafa sett stórt strik í reikning Danans á síðustu árum. Daniel hefur líka náð sérlega vel saman við Martin Sktrel í hjarta varnar Liverpool og hafa fá miðvarðarpör verið betri í ensku knattspyrnunni á leiktíðinni.
TIL BAKA
Góð tilfinning að skora!

,,Það fylgir því alltaf góð tilfinning þegar boltinn hafnar í netinu. Mér, eins og öllum öðrum leikmönnum, finnst þó mikilvægast að vinna en það er alltaf góð tilfinning að skora."
,,Þetta voru frábær úrslit. Það er alltaf gaman að vinna United á heimavelli og sérstaklega í F.A. bikarnum. Við vörðumst vel og þeir fengu eiginlega ekki mörg marktækifæri. Þeir voru mikið með boltann en fengu ekki mikið af færum og við stóðum okkur vel. Það er erfitt að fást við United enda góðir knattspyrnumenn í liðinu. Það er svo sem ekki hægt að tala um hvort liðið verðskuldaði að vinna því þetta er knattspyrna og allt getur gerst í henni. Vikan hefur verið fullkomin fyrir Liverpool í bikarkeppnunum og við náðum markmiðum okkar."
Daniel Agger hefur verið frábær á þessu keppnistímabili enda hefur hann að mestu sloppið við meiðsli en þau hafa sett stórt strik í reikning Danans á síðustu árum. Daniel hefur líka náð sérlega vel saman við Martin Sktrel í hjarta varnar Liverpool og hafa fá miðvarðarpör verið betri í ensku knattspyrnunni á leiktíðinni.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Trent að verða leikfær -
| Heimir Eyvindarson
Ættleiddur Scouser búinn að skrifa undir! -
| Sf. Gutt
Einbeitum okkur bara að næsta leik! -
| Sf. Gutt
Í minningu -
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Mummi
Mikið fjör á árshátíð Liverpoolklúbbsins! -
| Sf. Gutt
Mohamed Salah gerir nýjan samning! -
| Sf. Gutt
Til hamingju! -
| Sf. Gutt
Næsta víst! -
| Sf. Gutt
Af kvennaliðinu
Fréttageymslan