| Heimir Eyvindarson
TIL BAKA
Sannfærandi sigur á Úlfunum
Liverpool vann góðan 3-0 sigur á Wolves á útivelli í kvöld. Andy Carroll, Craig Bellamy og Dirk Kuyt skoruðu mörkin.
Kenny Dalglish gerði fimm breytingar á liði sínu frá sigurleiknum gegn Manchester United á laugardag. Jay Spearing, Craig Bellamy, Glen Johnson, Dirk Kuyt og Charlie Adam komu inn í liðið á kostnað Martin Kelly, Jamie Carragher, Stewart Downing, Maxi Rodriguez og Steven Gerrard. Þeir tveir síðastnefndu voru ekki í hópnum, en hinir þrír sátu á bekknum.
Liverpool byrjaði leikinn af miklum krafti og strax á 3. mínútu var Dirk Kuyt nálægt því að skora eftir góðan undirbúning Craig Bellamy og Andy Carroll. Hollendingurinn var hinsvegar óheppinn að fá boltann í lærið og einhvernveginn vildi boltinn ekki inn að þessu sinni.
10 mínútum síðar kom fyrsta færi Wolves þegar Edwards komst inn fyrir Agger. Pepe Reina bjargaði vel.
Á 20. mínútu átti Henderson góða sendingu inn fyrir vörn heimamanna á Craig Bellamy sem renndi boltanum framhjá Hennesey í marki Wolves, en einnig markinu.
Aðeins þremur mínútum síðar bjargaði Hennesey naumlega þegar Agger skallaði boltann að marki eftir hornspyrnu Bellamy.
Hinum megin átti Steven Fletcher góðan skalla yfir mark okkar manna eftir hornspyrnu örfáum mínútum síðar.
Þannig leið fyrri hálfleikurinn, sem var opnari og skemmtilegri en menn þorðu að vona fyrirfram. Nokkuð jafnræði var með liðunum, en Liverpool var þó heldur hættulegra liðið.
Á 35. mínútu vildi Charlie Adam fá vítaspyrnu þegar hann féll í vítateig heimamanna. Erfitt var að dæma um réttmæti kröfu Skotans í endursýningu, en einhverjir dómarar hefðu vafalaust dæmt víti. Snertingin var þó ábyggilega ekki mikil.
Á 37. mínútu átti Bellamy gott skot úr aukaspyrnu sem Hennesey varði vel og á síðustu andartökum hálfleiksins átti Henderson ágætt skot sem Hennesey varði sömuleiðis.
Staðan markalaus á Molineaux í hálfleik, en leikurinn hin ágætasta skemmtun.
Í seinni hálfleik má síðan segja að okkar menn hafi tekið öll völd á vellinum.
Fyrsta mark leiksins kom á 52. mínútu. Þá tók Bellamy innkast á vinstri kanti, henti boltanum á Adam sem sá gott hlaup Andy Carroll hinum megin og ákvað að senda á framherjann stórfætta. Sendingin var hárnákvæm, beint fyrir fætur Carroll sem kláraði færið laglega. Staðan 0-1 fyrir okkar menn og fögnuður Carroll innilegur. Skiljanlega.
Tæpum 10 mínútum síðar fékk Craig Bellamy boltann á miðjum vallarhelmingi Wolves og brunaði umsvifalaust í átt að markinu. Við 16 metra markið lét hann skotið ríða af. Hennesey var nálægt því að verja, en ekki nægilega. Staðan orðin 0-2 og staða gestanna orðin vænleg.
Á 69. mínútu átti Agger ágætan skalla að markinu, en rétt framhjá. Fimm mínútum síðar átti Dirk Kuyt gott skot að marki, en varnarmaður Wolves var fyrir boltanum og horn var niðurstaðan.
Á 77. mínútu kom síðan þriðja og síðasta mark Liverpool í leiknum. Það kom eftir laglegt skyndiupphlaup - og eina af fáum markverðum sóknum heimamanna það sem af var seinni hálfleik. Reina kýldi boltann frá eftir hornspyrnu heimamanna, Enrique tók við boltanum og sendi frábæra sendingu fram á Kuyt. Eftir laglegan þríhyrning við Charlie Adam skaut Hollendingurinn að marki og skoraði markið sem gerði endanlega út um leikinn. Staðan 0-3.
Strax eftir markið gerði Dalglish tvær breytingar. Hann tók Agger og Adam útaf og setti Carragher og Shelvey inn á.
Á 84. mínútu átti Carroll skalla fram hjá marki Wolves eftir hornspyrnu Bellamy. Það másegja að þetta hafi verið síðasta færi okkar manna í leiknum því þegar hér var komið sögu voru menn farnir að slaka dálítið á klónni og heimamenn farnir að komast aðeins inn í leikinn eftir að hafa átt í vök að verjast allan seinni hálfleikinn.
Á 90. mínútu kom Fabio Aurelio inn á fyrir Dirk Kuyt og þremur mínútum síðar flautaði Anthony Taylor dómari leiksins til leiksloka. Niðurstaðan á Molineaux 0-3. Góður sigur okkar manna og dýrmæt þrjú stig í sarpinn.
Liverpool: Reina, Johnson, Skrtel, Agger (Carragher á 81. mín.), Henderson, Enrique, Adam (Shelvey á 81. mín.), Spearing, Bellamy, Kuyt (Aurelio á 90. mín.) og Carroll Ónotaðir varamenn: Doni, Kelly, Coates og Downing.
Mörk Liverpool: Andy Carroll (52. mín.), Craig Bellamy (61. mín.) og Dirk Kuyt (77. mín.).
Mörk Liverpool: Andy Carroll (52. mín.), Craig Bellamy (61. mín.) og Dirk Kuyt (77. mín.).
Gul spjöld: Bellamy, Adam og Agger.
Wolves: Hennesey, Foley, Berra, Johnson, Ward, Kightly (Hunt á 62. mín.), Frimpong (Miljas á 84. mín.), Eggert Gunnþór Jónsson (Ebanks-Blake á 62. mín.), Edwards, Jarvis, Fletcher. Ónotaðir varamenn: Elokobi, Stearman, Doyle og De Vries.
Gult spjald: Edwards.
Áhorfendur á Molineaux: 27.447.
Maður leiksins: Það er komið að því að Andy Carroll verði útnefndur maður leiksins. Það koma ýmsir leikmenn til greina eftir góða frammistöðu í kvöld, Bellamy var til dæmis frábær, en það verður ekki af Carroll tekið að hann barðist eins og ljón í allt kvöld og lét mikið til sín taka. Kannski ekki sá flinkasti með boltann, en feiknasterkur. Skoraði líka gott mark. Vonandi það sem koma skal frá Carroll.
Kenny Dalglish: Þetta var fagmannleg frammistaða. Þetta var frábært framhald af leikjunum tveimur í vikunni og sönnun þess að leikmennirnir skilja að næsti leikur er alltaf sá mikilvægasti. Ég er mjög ánægður.
Wolves: Hennesey, Foley, Berra, Johnson, Ward, Kightly (Hunt á 62. mín.), Frimpong (Miljas á 84. mín.), Eggert Gunnþór Jónsson (Ebanks-Blake á 62. mín.), Edwards, Jarvis, Fletcher. Ónotaðir varamenn: Elokobi, Stearman, Doyle og De Vries.
Gult spjald: Edwards.
Áhorfendur á Molineaux: 27.447.
Maður leiksins: Það er komið að því að Andy Carroll verði útnefndur maður leiksins. Það koma ýmsir leikmenn til greina eftir góða frammistöðu í kvöld, Bellamy var til dæmis frábær, en það verður ekki af Carroll tekið að hann barðist eins og ljón í allt kvöld og lét mikið til sín taka. Kannski ekki sá flinkasti með boltann, en feiknasterkur. Skoraði líka gott mark. Vonandi það sem koma skal frá Carroll.
Kenny Dalglish: Þetta var fagmannleg frammistaða. Þetta var frábært framhald af leikjunum tveimur í vikunni og sönnun þess að leikmennirnir skilja að næsti leikur er alltaf sá mikilvægasti. Ég er mjög ánægður.
Fróðleikur
- Þetta var fyrsti deildarsigur Liverpool árið 2012.
- Þetta var 47. sigur Liverpool á Wolves frá því að mælingar hófust. 17 sinnum hafa liðin skilið jöfn, en Úlfarnir hafa sigrað 30 sinnum.
- Þetta var 47. sigur Liverpool á Wolves frá því að mælingar hófust. 17 sinnum hafa liðin skilið jöfn, en Úlfarnir hafa sigrað 30 sinnum.
- Úlfunum hefur ekki tekist að skora í 15 af síðustu 26 viðureignum félaganna í ensku deildinni.
- Þetta var í þriðja sinn sem Kenny Dalglish stýrir Liverpool gegn Wolves. Í öll skiptin hafa okkar menn haft sigur.
- Um svipað leyti á síðustu leiktíð mættust Liverpool og Wolves á Molineaux. Þá sigraði Liverpool líka 3-0. Það var fyrsti sigur liðsins eftir að Kenny Dalglish tók við stjórninni af Roy Hodgson.
- Tvö marka Liverpool í þeim leik skoraði Fernando Torres. Það reyndist síðasta mark kappans fyrir Liverpool
- Andy Carroll skoraði fimmta mark sitt á leiktíðinni.
- Craig Bellamy skoraði í níunda sinn og er nú orðinn markahæstur leikmanna Liverpool.
- Dirk Kuyt skoraði þriðja mark sitt á þessari leiktíð. Markið sem Dirk skoraði í kvöld var fimmtugasta deildarmark hans fyrir félagið. Aðeins Robbie Fowler (128), Michael Owen (118), Steven Gerrard (86) og Fernando Torres (65) hafa skorað fleiri Úrvalsdeildarmörk fyrir Liverpool
- Andy Carroll skoraði fimmta mark sitt á leiktíðinni.
- Craig Bellamy skoraði í níunda sinn og er nú orðinn markahæstur leikmanna Liverpool.
- Dirk Kuyt skoraði þriðja mark sitt á þessari leiktíð. Markið sem Dirk skoraði í kvöld var fimmtugasta deildarmark hans fyrir félagið. Aðeins Robbie Fowler (128), Michael Owen (118), Steven Gerrard (86) og Fernando Torres (65) hafa skorað fleiri Úrvalsdeildarmörk fyrir Liverpool
Hér eru myndir úr leiknum af opinberri heimasíðu félagsins.
Hér eru myndir úr leiknum af vefsíðu BBC.
Hér er viðtal við Kenny Dalglish sem tekið var eftir leik.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Tilboðum hafnað -
| Sf. Gutt
Meiðslafréttir -
| Sf. Gutt
Áramótakveðjur! -
| Sf. Gutt
Verðum að skrifa okkar eigin sögu! -
| Sf. Gutt
Í minningu -
| Sf. Gutt
Jólahugleiðing Arne Slot -
| Sf. Gutt
Gleðileg jól! -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Virgil van Dijk -
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku!
Fréttageymslan