Mark spáir í spilin
Það er allt vitað um jafnteflakraðak Liverpool á Anfield Road á þessari leiktíð og víst væri staðan betri í deildinni ef liðið hefði þó ekki unnið nema helminginn af þeim leikjum sem hafa endað með jafntefli. Mörk hefur skort og vonandi fer að gefa í þeim efnum til vors. Evrópusæti ræðst af því hvort menn fara að skora!
Liverpool v Tottenham Hotspur
Eini tapleikur Kenny Dalglish á heimavelli í deildinni, eftir að hann kom aftur á Anfield í janúar 2011, kom þegar þessi lið mættust í maí. Miðjumenn Tottenham höfðu öll völd og þeir höfðu sigur 0:2. Liverpool er með sterkara lið núna og upp á síðkastið hefur liðið náð mjög góðum úrslitum gegn Manchester City, Manchester United og Wolves. Ég hygg þó að liðin muni skilja jöfn. Það er nú svo sem ekkert djarft að spá jafntefli því Liverpool hefur oft gert jafntefli á heimavelli.
Ef ég væri Kenny Dalglish, en skiptingar hans gegn United um síðustu helgi réði að mínu mati úrslitum, þá myndi ég trúlega spila þétt. Það þarf að hafa miðjuna þétta til að koma í veg fyrir að Spurs nái sínum leik. Ég séð Liverpool spila svoleiðis áður. Eitt gæti komið í veg fyrir að Kenny stilli svona upp og það er hvaða ákvörðun hann tekur með framlínuna. Andy Carroll er farinn að líkjast sjálfum sér upp á síðkastið og svo er Luis Suarez aftur til taks. Hvað ætti hann að gera? Ástæðan fyrir því að Andy er farinn að fá sínum fyrri styrk, takti og sjálfstrausti er sú að hann hefur nú fengið að spila reglulega. Á þá að setja hann aftur á bekkinn? Á að skella Luis í liðið og spila með tvo í sókninni gegn Tottenham á heimavelli og leika opinn leik þannig að miðjan verði ekki eins þétt fyrir. Ég held ekki.
Tottenham átti þó nokkur viðskipti á síðasta degi félagaskipta. Louis Saha kom og það finnst mér áhugavert því hann er, eins og allir hjá Everton hafa sagt, góður leikmaður. En vandamál hans er að hann er er gjarn á að meiðast aftur og aftur. Ef Luis er leikfær þá mun hann skora og ég get vel trúað því að Harry Redknapp hafi hann í huga því hann er með snögga útherja og skapandi leikmenn eins og þá Luka Modric og Rafael van der Vaart. Harry veit trúlega að Louis mun ekki byrja mjög marga leiki en hann veit líka að hann getur látið til sín taka þegar hann er leikfær.
Spá: 1:1.
Til minnis!
- Liverpool og Tottenham mættust á White Hart Lane í september.
- Tottenham vann 4:0. Charlie Adam og Martin Skrtel voru reknir af velli.
- Þetta er stærsta tap Kenny Dalglish á framkvæmdastjóraferli sínum hjá Liverpool.
- Luis Suarez hefur lokið átta leikja banni sínu og má taka þátt í þessum leik.
- Tottenham hefur unnið fjóra af fimm síðustu deildarleikjum liðanna.
- Tottenham hefur skorað í síðustu 22 deildarleikjum sínum.
- Jose Reina hefur einn manna ekki misst af leik hjá Liverpool á þessu keppnistímabili.
- Liverpool er í sjöunda sæti deildarinnar með 38 stig.
- Craig Bellamy er markahæstur leikmanna Liverpool með níu mörk á keppnistímabilinu.
Hér má sjá leikmenn Liverpool æfa fyrir leikinn.
Hér eru myndir úr fyrrum leikjum liðanna.
Síðast!
Liðin mættust í Liverpool í næst síðustu umferð deildarinnar. Með sigri hefði Liverpool svo gott sem tryggt sér sæti í Evrópudeildinni. Tottenham vann á hinn bóginn 0:2 með mörkum Rafael van der Vaart og Luka Modric, sem skoraði úr víti, og náði sætinu. Þetta er eina tap Liverpool á Anfield Road frá því Kenny Dalglish tók við völdum fyrir rúmu ári.
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!