| Sf. Gutt
TIL BAKA
Átta sinnum jafnt á Anfield Road!
Eins og svo alltof oft á þessu keppnistímabili lauk leik á Anfield Road með jafntefli. Kannski var betra að sætta sig við þetta jafntefli en ýmis önnur því mótherjinn var sterkur en nú var Tottenham í himsókn. Ekkert mark var skorað í leiknum.
Á tímabili var ekki víst að leikurinn færi fram því þykk þoka lá yfir Liverpool þegar dró að leik. Henni létti þó þegar nær dró og ákveðið var að skyggni teldist nógu gott. Þokunni var svo létt að mestu þegar leikurinn hófst.
Annars beindist athyglin helst að Luis Suarez því hann var laus úr leikbanni og mátti spila með. Kenny Dalglish, framkvæmdastjóri Liverpool, setti þó kappann á bekkinn eins og eðlilegt var. Jose Enrique var meiddur og Martin Kelly kom inn í liðið.
Bæði lið mættu ákveðin til leiks og baráttan hófst um leið og flautað var á. Eftir fimm mínútur virtist Andy Carroll vera að sleppa í gegn en Michael Dawson bjargaði með frábærri tæklingu. Það var þó bið á marktækifærum. Svo stöðvaðist leikurinn óvænt þegar ellefu mínútur voru liðnar en þá varð allt í einu vart við kött inn í vítateig Tottenham. Kisi virtist vera óviss um hvert stefna skyldi en það endaði með því að hann labbaði út af vellinum í fang vallarvarðar sem tók hann að sér. Þetta var skemmtilegt atvik sem hefur vakið mikla athygli í vefheimum.
Fyrsta almennilega marktilraunin kom ekki fyrr en eftir hálftíma en þá átti Niko Kranjcar langskot sem Jose Reina varði örugglega. Í næstu sókn þrumaði Jay Spearing að marki utan vítateigs en boltinn fór rétt framhjá og ekki er víst að Brad Friedel hefði náð til boltans. Á lokamínútu hálfleiksins tók Glen Johnson rispu upp að vítateignum. Hann náði föstu skoti sem Brad varði naumlega í horn. Þar með var flautað til hálfleiks.
Það var greinilegt að Liverpool hafði meiri hug á sigri í síðari hálfleik. Gestirnir voru sáttir svo lengi sem þeir héldu hreinu en Liverpool sótti til sigurs. Á 59. mínútu tók Martin Kelly strikið fram völlinn og átti skot utan vítateigs sem Brad gerði vel að slá í horn. Sex mínútum seinna risu áhorfendur á fætur og hylltu Luis Suarez sem kom til leiks í fyrsta sinn á árinu.
Luis mætti spenntur til leiks og kannski of spenntur því hann var kominn með gult spjald eftir fimm mínútur þegar hann sparkaði í magann á Scott Parker þegar hann var að reyna að ná til boltans inni í vítateignum. Varla er nú hægt að ætla að Luis hafi ætlað að sparka viljandi í Scott sem var frábær í liði Spurs en hann hefði vel getað verið rekinn af velli fyrir þetta spark!
Á 74. mínútu sendi Martin Kelly fyrir, boltinn hrökk fyrir fætur Andy en hann mokaði boltanum langt yfir. Þar fór gott færi forgörðum. Þegar fimm mínútur voru eftir fékk Tottenham sitt eina hættulega færi í leiknum. Gareth Bale, sem áður hafði fengið gult spjald fyrir að láta sig detta, slapp einn í gegn eftir stungusendingu. Hann komst aleinn gegn Jose sem beið sallarólegur eftir skoti Veilsverjans sem hann varði svo. Hann hélt þó ekki boltanum sem hrökk í átt að markinu en Daniel Agger hreinsaði áður en nokkuð verra gerðist.
Strax á eftir hefði Luis átt að tryggja Liverpool sigur. Steven Gerrard sendi aukaspyrnu fyrir markið. Boltinn fór beint á höfuð Úrúgvæjans en skallinn fór beint í fangið á Brad. Þar fór síðasta færið. Liverpool sótti það sem eftir var en Spurs gaf engin færi á sér og náði að fara heim með stig. Liverpool lék oft þokkalega og sótti til sigurs en ekki tókst að vinna eins og svo oft áður.
Liverpool: Reina, Kelly, Skrtel, Agger, Johnson, Adam, Spearing, Kuyt (Suarez 66. mín.), Gerrard, Bellamy (Downing 73. mín.) og Carroll. Ónotaðir varamenn: Doni, Aurelio, Henderson, Coates og Carragher.
Gul spjöld: Luis Suarez og Martin Skrtel.
Tottenham Hotspur: Friedel, Walker, Dawson, King, Assou-Ekotto, Parker, Livermore, Kranjcar (Rose 87. mín.), Modric, Bale og Adebayor (Saha 71. mín.). Ónotaðir varamenn: Cudicini, Nelsen, Khumalo, Luongo og Lancaster.
Gul spjöld: Scott Parker og Gareth Bale.
Áhorfendur á Anfield Road: 44.461.
Maður leiksins: Glen Johnson. Glen lék sem vinstri bakvörður að þessu sinni en hann hefur svo sem oft gert það áður. Hann var mjög sókndjarfur og reyndar er sókndyrfska hans helsti styrkur. Hann átti marga spretti fram völlinn og átti mjög gott skot sem litlu munaði að rataði í markið.
Kenny Dalglish: Það er mikilvægt að halda hreinu en það er jafn mikilvægt að skora mörk. Við höfum skapað okkur nógu mörg færi en við höfum ekki skorað jafn mörg mörk og við vildum. Ef boltinn hefði skoppað rétt fyrir okkur fyrir framan við markið hefðum við hugsanlega farið heim með þrjú stig.
Fróðleikur
- Liverpool hefur ekki enn tapað leik á Anfield Road á þessari leiktíð.
- Liðið hefur aðeins einu sinni tapað heimaleik frá því Kenny Dalglish tók við fyrir rúmu ári og það var gegn Tottenham í maí.
- Liverpool hefur enn ekki skorað mark á Anfield í deildinni á þessu ári.
- Báðum deildarleikjum liðsins þar hefur lyktað án marka.
- Alls hefur Liverpool gert átta jafntefli á heimavelli í deildinni.
- Fyrir þennan leik hafði Tottenham skorað í 22 deildarleikjum í röð.
Hér eru myndir úr leiknum af Liverpoolfc.tv.
Hér er viðtal við Kenny Dalglish sem tekið var eftir leik.
Á tímabili var ekki víst að leikurinn færi fram því þykk þoka lá yfir Liverpool þegar dró að leik. Henni létti þó þegar nær dró og ákveðið var að skyggni teldist nógu gott. Þokunni var svo létt að mestu þegar leikurinn hófst.
Annars beindist athyglin helst að Luis Suarez því hann var laus úr leikbanni og mátti spila með. Kenny Dalglish, framkvæmdastjóri Liverpool, setti þó kappann á bekkinn eins og eðlilegt var. Jose Enrique var meiddur og Martin Kelly kom inn í liðið.
Bæði lið mættu ákveðin til leiks og baráttan hófst um leið og flautað var á. Eftir fimm mínútur virtist Andy Carroll vera að sleppa í gegn en Michael Dawson bjargaði með frábærri tæklingu. Það var þó bið á marktækifærum. Svo stöðvaðist leikurinn óvænt þegar ellefu mínútur voru liðnar en þá varð allt í einu vart við kött inn í vítateig Tottenham. Kisi virtist vera óviss um hvert stefna skyldi en það endaði með því að hann labbaði út af vellinum í fang vallarvarðar sem tók hann að sér. Þetta var skemmtilegt atvik sem hefur vakið mikla athygli í vefheimum.
Fyrsta almennilega marktilraunin kom ekki fyrr en eftir hálftíma en þá átti Niko Kranjcar langskot sem Jose Reina varði örugglega. Í næstu sókn þrumaði Jay Spearing að marki utan vítateigs en boltinn fór rétt framhjá og ekki er víst að Brad Friedel hefði náð til boltans. Á lokamínútu hálfleiksins tók Glen Johnson rispu upp að vítateignum. Hann náði föstu skoti sem Brad varði naumlega í horn. Þar með var flautað til hálfleiks.
Það var greinilegt að Liverpool hafði meiri hug á sigri í síðari hálfleik. Gestirnir voru sáttir svo lengi sem þeir héldu hreinu en Liverpool sótti til sigurs. Á 59. mínútu tók Martin Kelly strikið fram völlinn og átti skot utan vítateigs sem Brad gerði vel að slá í horn. Sex mínútum seinna risu áhorfendur á fætur og hylltu Luis Suarez sem kom til leiks í fyrsta sinn á árinu.
Luis mætti spenntur til leiks og kannski of spenntur því hann var kominn með gult spjald eftir fimm mínútur þegar hann sparkaði í magann á Scott Parker þegar hann var að reyna að ná til boltans inni í vítateignum. Varla er nú hægt að ætla að Luis hafi ætlað að sparka viljandi í Scott sem var frábær í liði Spurs en hann hefði vel getað verið rekinn af velli fyrir þetta spark!
Á 74. mínútu sendi Martin Kelly fyrir, boltinn hrökk fyrir fætur Andy en hann mokaði boltanum langt yfir. Þar fór gott færi forgörðum. Þegar fimm mínútur voru eftir fékk Tottenham sitt eina hættulega færi í leiknum. Gareth Bale, sem áður hafði fengið gult spjald fyrir að láta sig detta, slapp einn í gegn eftir stungusendingu. Hann komst aleinn gegn Jose sem beið sallarólegur eftir skoti Veilsverjans sem hann varði svo. Hann hélt þó ekki boltanum sem hrökk í átt að markinu en Daniel Agger hreinsaði áður en nokkuð verra gerðist.
Strax á eftir hefði Luis átt að tryggja Liverpool sigur. Steven Gerrard sendi aukaspyrnu fyrir markið. Boltinn fór beint á höfuð Úrúgvæjans en skallinn fór beint í fangið á Brad. Þar fór síðasta færið. Liverpool sótti það sem eftir var en Spurs gaf engin færi á sér og náði að fara heim með stig. Liverpool lék oft þokkalega og sótti til sigurs en ekki tókst að vinna eins og svo oft áður.
Liverpool: Reina, Kelly, Skrtel, Agger, Johnson, Adam, Spearing, Kuyt (Suarez 66. mín.), Gerrard, Bellamy (Downing 73. mín.) og Carroll. Ónotaðir varamenn: Doni, Aurelio, Henderson, Coates og Carragher.
Gul spjöld: Luis Suarez og Martin Skrtel.
Tottenham Hotspur: Friedel, Walker, Dawson, King, Assou-Ekotto, Parker, Livermore, Kranjcar (Rose 87. mín.), Modric, Bale og Adebayor (Saha 71. mín.). Ónotaðir varamenn: Cudicini, Nelsen, Khumalo, Luongo og Lancaster.
Gul spjöld: Scott Parker og Gareth Bale.
Áhorfendur á Anfield Road: 44.461.
Maður leiksins: Glen Johnson. Glen lék sem vinstri bakvörður að þessu sinni en hann hefur svo sem oft gert það áður. Hann var mjög sókndjarfur og reyndar er sókndyrfska hans helsti styrkur. Hann átti marga spretti fram völlinn og átti mjög gott skot sem litlu munaði að rataði í markið.
Kenny Dalglish: Það er mikilvægt að halda hreinu en það er jafn mikilvægt að skora mörk. Við höfum skapað okkur nógu mörg færi en við höfum ekki skorað jafn mörg mörk og við vildum. Ef boltinn hefði skoppað rétt fyrir okkur fyrir framan við markið hefðum við hugsanlega farið heim með þrjú stig.
Fróðleikur
- Liverpool hefur ekki enn tapað leik á Anfield Road á þessari leiktíð.
- Liðið hefur aðeins einu sinni tapað heimaleik frá því Kenny Dalglish tók við fyrir rúmu ári og það var gegn Tottenham í maí.
- Liverpool hefur enn ekki skorað mark á Anfield í deildinni á þessu ári.
- Báðum deildarleikjum liðsins þar hefur lyktað án marka.
- Alls hefur Liverpool gert átta jafntefli á heimavelli í deildinni.
- Fyrir þennan leik hafði Tottenham skorað í 22 deildarleikjum í röð.
Hér eru myndir úr leiknum af Liverpoolfc.tv.
Hér er viðtal við Kenny Dalglish sem tekið var eftir leik.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur! -
| Sf. Gutt
Sigur á Spáni
Fréttageymslan