| Heimir Eyvindarson
TIL BAKA
Við erum nógu góðir til að ná í stig
Kenny Dalglish segir að Liverpool liðið sé nægilega gott til að fá eitthvað út úr leiknum gegn Manchester United í dag.
Tveir sigrar og eitt jafntefli í síðustu þremur leikjum liðanna segi sína sögu.
,,Þetta er stórleikur. Það er klárt. Bæði lið hlakka mikið til og bæði lið þurfa virkilega á því að halda að tryggja sér að minnsta kosti eitt stig út úr leiknum", sagði Dalglish í viðtali við Sky Sports í gær.
,,Við vitum að við erum nógu góðir til að fá eitthvað út úr leiknum. Við höfum sýnt það í síðustu leikjum liðanna. Vonandi tekst okkur að sýna hvað í okkur býr á morgun. Það verður erfitt og mun kosta mikla vinnu. Við fáum ekkert ókeypis á Old Trafford. það þurfa allir að leggja sig 100% fram."
,,Við vitum hvað við höfum þurft að gera til þess að ná árangri gegn Man.U. Við berum mikla virðingu fyrir félaginu og vitum að það þurfa allir að leggjast á eitt ef árangur á að nást."
,,Það er frábært að koma á Old Trafford. Það er stórkostlegur staður til þess að spila fótbolta á, en það er ennþá frábærara að fara þaðan með stig. Við vitum að þeir eru með frábært lið og þeir gefast aldrei upp. Endurkoman gegn Chelsea um síðustu helgi er gott dæmi um það - og hefur örugglega gefið þeim mikið sjálfstraust, jafnvel þótt þeir hafi bara fengið eitt stig út úr þeim leik."
,,Við vitum hvað bíður okkar á Old Trafford. Ég trúi því að við séum menn til að takast á við það."
Tveir sigrar og eitt jafntefli í síðustu þremur leikjum liðanna segi sína sögu.
,,Þetta er stórleikur. Það er klárt. Bæði lið hlakka mikið til og bæði lið þurfa virkilega á því að halda að tryggja sér að minnsta kosti eitt stig út úr leiknum", sagði Dalglish í viðtali við Sky Sports í gær.
,,Við vitum að við erum nógu góðir til að fá eitthvað út úr leiknum. Við höfum sýnt það í síðustu leikjum liðanna. Vonandi tekst okkur að sýna hvað í okkur býr á morgun. Það verður erfitt og mun kosta mikla vinnu. Við fáum ekkert ókeypis á Old Trafford. það þurfa allir að leggja sig 100% fram."
,,Við vitum hvað við höfum þurft að gera til þess að ná árangri gegn Man.U. Við berum mikla virðingu fyrir félaginu og vitum að það þurfa allir að leggjast á eitt ef árangur á að nást."
,,Það er frábært að koma á Old Trafford. Það er stórkostlegur staður til þess að spila fótbolta á, en það er ennþá frábærara að fara þaðan með stig. Við vitum að þeir eru með frábært lið og þeir gefast aldrei upp. Endurkoman gegn Chelsea um síðustu helgi er gott dæmi um það - og hefur örugglega gefið þeim mikið sjálfstraust, jafnvel þótt þeir hafi bara fengið eitt stig út úr þeim leik."
,,Við vitum hvað bíður okkar á Old Trafford. Ég trúi því að við séum menn til að takast á við það."
Nýlegar fréttir
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!
Fréttageymslan