| Sf. Gutt

Mark spáir í spilin

Líklega verður fylgst náið með Luis Suarez spili hann í þessum leik. Hann fékk átta leikja bann fyrir viðskipti sín við Patrice Evra og nú mætast þeir hugsanlega í öðrum leiknum sem Luis má spila eftir leikbannið. Luis mun líklega eiga erfitt uppdráttar það sem eftir er leiktíðar því áhorfendur og leikmenn andstæðinga Liverpool og jafnvel fjölmiðlamenn munu nota hvert tækifæri til að koma honum úr jafnvægi. Svoleiðis er það bara í knattspyrnunni.  

Luis verður þó sjálfur að halda yfirvegun sinni og það gæti á tíðum reynst honum erfitt. Hann hefur stundum fyrr á ferli sínum gefið höggstað á sér. Hann nær þó vonandi að spila jafn vel og hann gerði framan af leiktíðinni áður en málaferli tóku við. Þau settu hann greinilega út af laginu en nú er hann búinn að sitja refsinguna af sér og mál til komið að láta til sín taka úti á vellinum!

                                                            

                                                                          
                                                              Manchester United v Liverpool

Liverpool hefur verið í góðu formi upp á síðkastið og síðustu vikurnar hefur liðið slegið út bæði liðin frá Manchester í bikarkeppnunum. Núna þurfa menn þar á bæ að ákveða hvernig á að leggja leikinn upp með tilliti til sóknarleiks gegn Manchester United. United hefur verið að fá mörk á sig og vörnin er veik fyrir. Það sást um síðustu helgi þegar liðið gerði 3:3 jafntefli við Chelsea. Liverpool mun þó ekki spila opinn sóknarleik.

Ég yrði ekki hissa ef Kenny Dalglish myndi sitja Luis Suarez í byrjunarliðið og láta hann vera einan frammi. Craig Bellamy myndi svo styðja hann. Liverpool mun líklega hafa fimm menn þvert á miðjunni þegar þeir verjast og beita hröðum sóknum þegar þeir ná boltanum. Þetta gæti virkað með leikmenn á borð við Luis og Craig í liðinu. United þarf að spila mjög varlega. Líklega verða þeir meira með boltann en þeir þurfa að vara sig á skyndisóknunum.

Spá: 1:1.

                                                                                   Til minnis!
 
- Liverpool og Manchester United hafa leikið saman tvívegis á þessari leiktíð.

- Liðin skildu jöfn 1:1 á Anfield í október. Steven Gerrard kom Liverpool yfir en Javier Hernandez jafnaði.

- Liverpool fékk svo Manchester United í heimsókn í F.A. bikarnum á dögunum. Liverpool vann þann leik 2:1 með mörkum Daniel Agger og Dirk Kuyt. Ji Sung Park jafnaði leikinn. 

- Liverpool hefur unnið fleiri leiki á útivöllum í deildinni en á Anfield. 

- Manchester United hefur unnið sex af síðustu sjö deildarleikjum liðanna á Old Trafford.

- Liverpool er í sjöunda sæti deildarinnar með 39 stig.

- Craig Bellamy er markahæstur leikmanna Liverpool með níu mörk á keppnistímabilinu.

Hér má sjá leikmenn Liverpool æfa fyrir leikinn. 

                                                                                       Síðast!






Manchester United vann 3:2. Dimitar Berbatov kom Manchester United í 2:0 áður en Steven Gerrard tók til sinna ráða. Hann skoraði úr víti og beint úr aukaspyrnu og staðan orðin 2:2. Dimitar átti síðasta orðið og skoraði sigurmark leiksins á lokakaflanum. 

 

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan