| Sf. Gutt
TIL BAKA
Tap á Old Trafford
Liverpool tapaði í dag 2:1 fyrir Manchester United á Old Trafford í leik sem hefði kannski ekki þurft að tapast. Reyndar hefur leikurinn algjörlega fallið í skuggann af handabandsmálinu. Luis Suarez og Patrice Evra tókust jú ekki í hendur fyrir leik. Rio Ferdinand tók ekki heldur í hendina á Luis en allt þetta kom knattspyrnunni ekkert við en hér verður sagt frá knattspyrnuleiknum sem fór fram.
Leikurinn var rólegur til að byrja með en mikill spenna var í mönnum eins og við mátti búast. Liverpool fékk fyrsta færið á 10. mínútu þegar Glen Johnson komst inn í vítateig United, fékk frið til að koma sér í upplagt skotfæri en skot hans fór rétt framhjá. Þar fór gott færi forgörðum. Manchester United fékk loks hættulegt færi eftir hálftíma. Ryan Giggs fékk boltann vinstra megin í vítateignum eftir gott spil og sendi fyrir á Paul Scholes. Hann fékk dauðafæri óvaldaður en skalli hans fór beint á Jose Reina sem varði.
Á lokamínútu fyrri hálfleiks var Luis Suarez næstum því kominn einn í gegnum vörn United en Rio Ferdinand renndi sér fyrir. Hann negldi Luis niður en náði að koma við boltann fyrst og var það eins gott því hann hefði verið rekinn af velli hefði hann ekki náð boltanum. Ekkert mark var komið þegar leikhlé kom.
Heimamenn fengu óskabyrjun í síðari hálfleik. Hornspyrna kom frá hægri eftir tvær mínútur. Jordan Henderson mistókst að skalla frá og boltinn fór áfram fyrir markið á Wayne Rooney sem smellti boltanum í markið af stuttu færi. Glen Johnson svaf á verðinum og missti Wayne frá sér. Þremur mínútum seinna versnaði málið enn frekar. Jay Spearing missti boltann frá sér til Antonio Valencia rétt utan vítateigs. Antonio lék upp að vítateignum og sendi svo laglega sendingu fram á Wayne sem skoraði örugglega án þess að Jose kæmi vörnum við. Allt í einu var útlitið orðið svart og seinna markið var sérstaklega klaufalegt.
United var sterkara liðið í framhaldinu og liðið náði nokkrum hættulegum upphlaupum. Á 59. mínútu fékk Wayne upplagt færi á að gera endanlega út um leikinn. Eftir gott spil komst hann inn í vítateiginn sem skot hans fór framhjá. Kenny Dalglish sendi þrjá varamenn til leiks og leikur Liverpool lagaðist við þetta. Það var þó fátt sem benti til þess að Liverpool næði að skora þar til skyndilega tókst að skora tíu mínútum fyrir leikslok. Varamaðurinn Charlie Adam sendi aukaspyrnu inn á vítateiginn. Boltinn hrökk af varnarmanni til Luis Suarez inni á markteignum og hann skoraði fyrir miðju marki.
Liverpool reyndi hvað hægt var til að jafna síðustu tíu mínútur leiksins. Litlu munaði skömmu fyrir leikslok þegar Glen náði góðu skoti fyrir utan vítateig. Boltinn stefndi upp undir þverslá en David De Gea varði vel með því að slá boltann yfir. Luis skallaði svo yfir alveg undir blálokin en hann var dæmdur rangstæður og mark hefði því ekki gilt. Liverpool mátti sætta sig við tap og segja má að sigur heimamanna hafi verið sanngjarn en miðað við gang mála hefði Liverpool, þrátt fyrir að spila alls ekki vel, ekki þurft að tapa leiknum.
Manchester United: De Gea, R. Da Silva, Ferdinand, Evans, Evra, Valencia, Carrick, Scholes, Giggs, Rooney og Welbeck. Ónotaðir varamenn: Amos, Berbatov, Park, Hernandez, Fabio Da Silva, Cleverley og Pogba.
Mörk Manchester United: Wayne Rooney (47. og 50. mín.)
Gult spjald: Michael Carrick.
Liverpool: Reina, Johnson, Skrtel, Agger, Enrique, Spearing (Carroll 61. mín.), Henderson, Kuyt (Adam 75. mín.), Gerrard, Downing (Bellamy 61. mín.) og Suarez. Ónotaðir varamenn: Doni, Carragher, Shelvey og Kelly.
Mark Liverpool: Luis Suarez (80. mín.).
Gult spjald: Stewart Downing.
Áhorfendur á Old Trafford: 74.844.
Maður leiksins: Daniel Agger. Daninn var sterkur í vörninni eins og hans hefur verið von og vísa á leiktíðinni.
Kenny Dalglish: Það var auðvitað mjög erfitt fyrir okkur að ná einhverju út úr leiknum eftir að hafa fengið þessi tvö mörk á okkur svona snemma. En strákarnir okkar eiga hrós skilið fyrir að komast aftur inn í leikinn þegar Luis skoraði eftir aukaspyrnuna.
Fróðleikur
- Liðin mættust í þriðja gang á leiktíðinni. Liverpool vann einn leik, Manchester United einn og einum lauk með jafntefli.
- Luis Suarez skoraði níunda mark sitt á leiktíðinni og er jafn Craig Bellamy.
- Glen Johnson lék sinn 90. leik fyrir Liverpool. Hann hefur skorað sex mörk.
- Jordan Henderson lék sinn 30. leik. Hann er búinn að skora einu sinni.
- Charlie Adam er búinn að leika jafn marga leiki en hann hefur skorað einu marki meira.
- Liverpool hefur aðeins unnið einn deildarleik hingað til á þessu ári.
Leikurinn var rólegur til að byrja með en mikill spenna var í mönnum eins og við mátti búast. Liverpool fékk fyrsta færið á 10. mínútu þegar Glen Johnson komst inn í vítateig United, fékk frið til að koma sér í upplagt skotfæri en skot hans fór rétt framhjá. Þar fór gott færi forgörðum. Manchester United fékk loks hættulegt færi eftir hálftíma. Ryan Giggs fékk boltann vinstra megin í vítateignum eftir gott spil og sendi fyrir á Paul Scholes. Hann fékk dauðafæri óvaldaður en skalli hans fór beint á Jose Reina sem varði.
Á lokamínútu fyrri hálfleiks var Luis Suarez næstum því kominn einn í gegnum vörn United en Rio Ferdinand renndi sér fyrir. Hann negldi Luis niður en náði að koma við boltann fyrst og var það eins gott því hann hefði verið rekinn af velli hefði hann ekki náð boltanum. Ekkert mark var komið þegar leikhlé kom.
Heimamenn fengu óskabyrjun í síðari hálfleik. Hornspyrna kom frá hægri eftir tvær mínútur. Jordan Henderson mistókst að skalla frá og boltinn fór áfram fyrir markið á Wayne Rooney sem smellti boltanum í markið af stuttu færi. Glen Johnson svaf á verðinum og missti Wayne frá sér. Þremur mínútum seinna versnaði málið enn frekar. Jay Spearing missti boltann frá sér til Antonio Valencia rétt utan vítateigs. Antonio lék upp að vítateignum og sendi svo laglega sendingu fram á Wayne sem skoraði örugglega án þess að Jose kæmi vörnum við. Allt í einu var útlitið orðið svart og seinna markið var sérstaklega klaufalegt.
United var sterkara liðið í framhaldinu og liðið náði nokkrum hættulegum upphlaupum. Á 59. mínútu fékk Wayne upplagt færi á að gera endanlega út um leikinn. Eftir gott spil komst hann inn í vítateiginn sem skot hans fór framhjá. Kenny Dalglish sendi þrjá varamenn til leiks og leikur Liverpool lagaðist við þetta. Það var þó fátt sem benti til þess að Liverpool næði að skora þar til skyndilega tókst að skora tíu mínútum fyrir leikslok. Varamaðurinn Charlie Adam sendi aukaspyrnu inn á vítateiginn. Boltinn hrökk af varnarmanni til Luis Suarez inni á markteignum og hann skoraði fyrir miðju marki.
Liverpool reyndi hvað hægt var til að jafna síðustu tíu mínútur leiksins. Litlu munaði skömmu fyrir leikslok þegar Glen náði góðu skoti fyrir utan vítateig. Boltinn stefndi upp undir þverslá en David De Gea varði vel með því að slá boltann yfir. Luis skallaði svo yfir alveg undir blálokin en hann var dæmdur rangstæður og mark hefði því ekki gilt. Liverpool mátti sætta sig við tap og segja má að sigur heimamanna hafi verið sanngjarn en miðað við gang mála hefði Liverpool, þrátt fyrir að spila alls ekki vel, ekki þurft að tapa leiknum.
Manchester United: De Gea, R. Da Silva, Ferdinand, Evans, Evra, Valencia, Carrick, Scholes, Giggs, Rooney og Welbeck. Ónotaðir varamenn: Amos, Berbatov, Park, Hernandez, Fabio Da Silva, Cleverley og Pogba.
Mörk Manchester United: Wayne Rooney (47. og 50. mín.)
Gult spjald: Michael Carrick.
Liverpool: Reina, Johnson, Skrtel, Agger, Enrique, Spearing (Carroll 61. mín.), Henderson, Kuyt (Adam 75. mín.), Gerrard, Downing (Bellamy 61. mín.) og Suarez. Ónotaðir varamenn: Doni, Carragher, Shelvey og Kelly.
Mark Liverpool: Luis Suarez (80. mín.).
Gult spjald: Stewart Downing.
Áhorfendur á Old Trafford: 74.844.
Maður leiksins: Daniel Agger. Daninn var sterkur í vörninni eins og hans hefur verið von og vísa á leiktíðinni.
Kenny Dalglish: Það var auðvitað mjög erfitt fyrir okkur að ná einhverju út úr leiknum eftir að hafa fengið þessi tvö mörk á okkur svona snemma. En strákarnir okkar eiga hrós skilið fyrir að komast aftur inn í leikinn þegar Luis skoraði eftir aukaspyrnuna.
Fróðleikur
- Liðin mættust í þriðja gang á leiktíðinni. Liverpool vann einn leik, Manchester United einn og einum lauk með jafntefli.
- Luis Suarez skoraði níunda mark sitt á leiktíðinni og er jafn Craig Bellamy.
- Glen Johnson lék sinn 90. leik fyrir Liverpool. Hann hefur skorað sex mörk.
- Jordan Henderson lék sinn 30. leik. Hann er búinn að skora einu sinni.
- Charlie Adam er búinn að leika jafn marga leiki en hann hefur skorað einu marki meira.
- Liverpool hefur aðeins unnið einn deildarleik hingað til á þessu ári.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur! -
| Sf. Gutt
Sigur á Spáni
Fréttageymslan