| Sf. Gutt
TIL BAKA
Erfiður leikur framundan
Liverpool fær Brighton and Hove Albion í heimsókn í F.A. bikarnum á morgun. Liverpool hefur aldrei unnið Mávana á heimavelli í þessari keppni og það eitt gæti bent til þess að erfiður leikur sé í vændum. Kenny Dalglish, framkvæmdastjóri Liverpool, telur sína menn eiga erfiðan leik framundan og það þó að Liverpool hafi unnið Brighton 1:2 á útivelli í Deildarbikarnum í haust.
,,Við eigum virkilega erfiðan leik framundan á sunnudaginn. Við erum nú þegar búnir að spila við þá á útivelli í Deildarbikarnum. Við stóðum okkur mjög vel það kvöld og höfðum betur en þessi leikur verður erfiður. Við höfum þó okkur það í hag að vera á heimavelli þar sem við eigum magnaðan stuðning vísan en við verðum samt að skila okkar úti á vellinum. Allir vita hvað við stöndum fyrir. Við berum virðingu fyrir þessari keppni og Brighton."
Brighton hefur verið á uppleið síðustu vikur og þeir komust á Anfield með því að vinna Newcastle United 1:0. Máfarnir hafa líka ekki tapað leik hingað til á þessu ári.
,,Þið sjáið hversu vel þeir hafa staðið sig. Núna eru þeir í níunda sæti í deildinni en hún er jöfn og ég held að þeir séu bara átta stigum frá toppnum. Þeir vilja spila knattspyrnu með því að beita samleik og náðu frábærum úrslitum á móti Newcastle í síðustu umferð. Þetta verður erfitt fyrir okkur, við gætum þurft að vera þolinmóðir og það er nauðsynlegt að við sýnum ákveðni."
Um næstu helgi mætir Liverpool á Wembley þar sem liðið mætir Cardiff City í úrslitaleik Deildarbikarsins. Allir leikmenn Liverpool vilja auðvitað komast í liðið á Wembley og Kenny segir að menn eigi enn möguleiki á að vinna sig í álit.
,,Það spillir auðvitað ekki fyrir neinum þegar menn eru að standa sig vel á hverjum degi á æfingum eða í leikjum. Það verður auðvitað erfiðara fyrir mann að velja liðið í næstu viku ef einhver spilar vel á móti Brighton. Ég hef ekki hugmynd um hvernig ég stilli liðinu upp á sunnudaginn hvað þá sunnudaginn eftir viku. Allir eru að berjast um sæti í liðinu. Það eru ekki mikil vandræði með meiðsli þannig að allir vilja spila."
Liverpool hefur tvívegis mátt þola tap fyrir Brighton í F.A. bikarnum og það tvö ár í röð, 1983 og 1984. Kenny var þá leikmaður Liverpool. Liðin mættust síðast í keppninni 1991 en þá var Kenny orðinn framkvæmdastjóri. Liðin gerðu þá 2:2 jafntefli á Anfield en Liverpool vann aukaleik 2:3 í Brighton. Það var einn síðasti leikurinn sem Kenny stjórnaði Liverpool áður en hann sagði af sér.
En vonandi nær Liverpool að fylgja Deildarbikarsigrinum frá því í haust eftir og skjóta Mávana niður í annað sinn á þessu keppnistímabili.
,,Við eigum virkilega erfiðan leik framundan á sunnudaginn. Við erum nú þegar búnir að spila við þá á útivelli í Deildarbikarnum. Við stóðum okkur mjög vel það kvöld og höfðum betur en þessi leikur verður erfiður. Við höfum þó okkur það í hag að vera á heimavelli þar sem við eigum magnaðan stuðning vísan en við verðum samt að skila okkar úti á vellinum. Allir vita hvað við stöndum fyrir. Við berum virðingu fyrir þessari keppni og Brighton."
Brighton hefur verið á uppleið síðustu vikur og þeir komust á Anfield með því að vinna Newcastle United 1:0. Máfarnir hafa líka ekki tapað leik hingað til á þessu ári.
,,Þið sjáið hversu vel þeir hafa staðið sig. Núna eru þeir í níunda sæti í deildinni en hún er jöfn og ég held að þeir séu bara átta stigum frá toppnum. Þeir vilja spila knattspyrnu með því að beita samleik og náðu frábærum úrslitum á móti Newcastle í síðustu umferð. Þetta verður erfitt fyrir okkur, við gætum þurft að vera þolinmóðir og það er nauðsynlegt að við sýnum ákveðni."
Um næstu helgi mætir Liverpool á Wembley þar sem liðið mætir Cardiff City í úrslitaleik Deildarbikarsins. Allir leikmenn Liverpool vilja auðvitað komast í liðið á Wembley og Kenny segir að menn eigi enn möguleiki á að vinna sig í álit.
,,Það spillir auðvitað ekki fyrir neinum þegar menn eru að standa sig vel á hverjum degi á æfingum eða í leikjum. Það verður auðvitað erfiðara fyrir mann að velja liðið í næstu viku ef einhver spilar vel á móti Brighton. Ég hef ekki hugmynd um hvernig ég stilli liðinu upp á sunnudaginn hvað þá sunnudaginn eftir viku. Allir eru að berjast um sæti í liðinu. Það eru ekki mikil vandræði með meiðsli þannig að allir vilja spila."
Liverpool hefur tvívegis mátt þola tap fyrir Brighton í F.A. bikarnum og það tvö ár í röð, 1983 og 1984. Kenny var þá leikmaður Liverpool. Liðin mættust síðast í keppninni 1991 en þá var Kenny orðinn framkvæmdastjóri. Liðin gerðu þá 2:2 jafntefli á Anfield en Liverpool vann aukaleik 2:3 í Brighton. Það var einn síðasti leikurinn sem Kenny stjórnaði Liverpool áður en hann sagði af sér.
En vonandi nær Liverpool að fylgja Deildarbikarsigrinum frá því í haust eftir og skjóta Mávana niður í annað sinn á þessu keppnistímabili.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur! -
| Sf. Gutt
Sigur á Spáni
Fréttageymslan