| Grétar Magnússon
TIL BAKA
Andy Carroll var maður leiksins
Steven Gerrard segir að Andy Carroll hafi verið maður leiksins gegn Brighton að sínu mati. Carroll skoraði eitt mark og lagði upp annað og var sífelld ógn í framlínunni.
Gerrard, sem var í fyrsta sinn í byrjunarliðinu ásamt þeim Carroll og Suarez, var virkilega ánægður með frammistöðu stóra mannsins.
Hann sagði: ,,Hann hefur verið virkilega góður undanfarnar vikur. Hann er að bæta sig og finnur sig betur og betur hjá félaginu. Við vorum virkilega ánægðir með hann og mér fannst hann vera maður leiksins."
,,Við trúum því að því oftar sem við spilum saman því betur náum við saman. Við erum allir góðir leikmenn og okkur finnst gaman að spila með öðrum góðum leikmönnum. Við erum á sömu bylgjulengd og verðum bara betri og betri."
Gerrard hrósaði líka hugarfari leikmanna liðsins því ljóst var að menn voru ekki með hugann við bikarúrslitaleikinn við Cardiff um næstu helgi.
,,Það er alltaf gott að vinna sigur og enn betra að vinna sannfærandi," sagði Gerrard. ,,Við vorum í góðum gír og vorum betri og betri eftir því sem leið á leikinn og við áttum mörkin skilið. Það mikilvæga var að einbeita sér að þessum leik. Deildarbikarúrslitaleikurinn á Wembley um næstu helgi var í huga okkar vegna þess að það er stórleikur en við viljum líka komast á Wembley í FA bikarnum og því var leikurinn í dag alveg jafn mikilvægur."
Liverpool mæta Stoke City á heimavelli í 8-liða úrslitum keppninnar. Margir muna eftir slökum leik Liverpool gegn Stoke á Anfield fyrr á árinu en sá leikur endaði í steindauðu 0-0 jafntefli.
Gerrard bætti við: ,,Það verður ekki auðveldur leikur gegn Stoke. Þeir komu hingað í deildinni og voru sterkir, vörðust virkilega vel. Það var erfiður leikur fyrir okkur og við búumst við svipuðum leik. Vonandi tekst okkur að nýta færin gegn þeim í næsta leik og komast á Wembley aftur. Það væri algjörlega frábært fyrir stuðningsmennina."
Nýlegar fréttir
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!
Fréttageymslan