| Sf. Gutt
TIL BAKA
Stewart Downing Maður leiksins!
Allt frá árinu 1990 hefur sérstök dómnefnd valið Mann leiksins eftir hvern úrslitaleik Deildarbikarsins. Sá sem verður fyrir valinu fær sérstakan verðlaunagrip sem er kenndur við Alan Hardaker en hann var hugmyndasmiðurinn að Deildarbikarkeppninni á sínum tíma.
Stewart Downing var mjög sterkur á kantinum hjá Liverpool og ógnaði vörn Cardiff aftur og aftur í leiknum. Stewart skoraði svo af miklu öryggi úr fjórðu vítaspyrnu Liverpool í vítaspyrnukeppninni. Vonandi eflir þessi frammistaða Stewart en hann hefur ekki staðið undir væntingum frá því hann kom til Liverpool frá Aston Villa.
Maður leiksins hafi meðal annars þetta að segja eftir leikinn. ,,Við þurftum að hafa verulega fyrir því. Leikurinn var erfiður en við eigum hrós skilið. Ég hélt að við værum búnir að vinna þegar Dirk skoraði en þeir gáfust aldrei upp."
Það voru ekki allir öruggir um að Stewart myndi skora í vítaspyrnukeppninni en hann sendi Tom Heaton í öfugt horn og skoraði af miklu öruggi.
,,Ég var fullur sjálfstrausts, valdi mér stað til að skjóta á og til lánsins fór boltinn í markið. Cardiff voru mjög góðir. Við vissum að leikurinn yrði erfiður. Fólk hélt að við myndum vinna þrjú, fjögur núll en það fór ekki svo."
Stewart Downing var mjög sterkur á kantinum hjá Liverpool og ógnaði vörn Cardiff aftur og aftur í leiknum. Stewart skoraði svo af miklu öryggi úr fjórðu vítaspyrnu Liverpool í vítaspyrnukeppninni. Vonandi eflir þessi frammistaða Stewart en hann hefur ekki staðið undir væntingum frá því hann kom til Liverpool frá Aston Villa.
Maður leiksins hafi meðal annars þetta að segja eftir leikinn. ,,Við þurftum að hafa verulega fyrir því. Leikurinn var erfiður en við eigum hrós skilið. Ég hélt að við værum búnir að vinna þegar Dirk skoraði en þeir gáfust aldrei upp."
Það voru ekki allir öruggir um að Stewart myndi skora í vítaspyrnukeppninni en hann sendi Tom Heaton í öfugt horn og skoraði af miklu öruggi.
,,Ég var fullur sjálfstrausts, valdi mér stað til að skjóta á og til lánsins fór boltinn í markið. Cardiff voru mjög góðir. Við vissum að leikurinn yrði erfiður. Fólk hélt að við myndum vinna þrjú, fjögur núll en það fór ekki svo."
Nýlegar fréttir
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!
Fréttageymslan