| Heimir Eyvindarson
Liverpool hefur kallað ungverska markvörðinn Peter Gulacsi heim úr láni frá Hull City, enda algjör markmannskrísa á Anfield þessa dagana.
Eins og allir vita er sú ótrúlega staða komin upp að tveir markverðir Liverpool eru í banni, eftir rauð spjöld Pepe Reina og Doni gegn Newcastle og Blackburn.
Brad Jones, sem kom inn á fyrir Doni í leiknum gegn Blackburn í gær, mun því að öllum líkindum standa í markinu gegn Everton á Wembley á laugardaginn.
Liverpool hefur nú kallað Ungverjann Peter Gulacsi heim úr láni frá Hull, en þar hefur hann verið síðan s.l. sumar. Það skal tekið fram að endurkoma Peter hefur ekki enn verið staðfest opinberlega úr herbúðum Liverpool.
Gulacsi er 21 árs og hefur ekki enn spilað aðalliðsleik með Liverpool, en hann hefur verið á mála hjá félaginu síðan 2008. Hann spilaði 15 leiki fyrir Hull fyrir áramót, en hefur ekki verið í liðinu á nýja árinu. Sætið í liði Hull missti hann vegna hnémeiðsla, sem hann hefur nú náð sér að fullu af.
Það má telja öruggt að hann verði í hópnum á Wembley á laugardag, en líklega verður hann þó að gera sér að góðu að sitja á bekknum. Brad Jones mun væntanlega standa milli stanganna, þrátt fyrir að hafa ekki sýnt allt of mikið öryggi í öllum aðgerðum sínum í gær.
TIL BAKA
Peter Gulacsi kallaður heim

Eins og allir vita er sú ótrúlega staða komin upp að tveir markverðir Liverpool eru í banni, eftir rauð spjöld Pepe Reina og Doni gegn Newcastle og Blackburn.
Brad Jones, sem kom inn á fyrir Doni í leiknum gegn Blackburn í gær, mun því að öllum líkindum standa í markinu gegn Everton á Wembley á laugardaginn.
Liverpool hefur nú kallað Ungverjann Peter Gulacsi heim úr láni frá Hull, en þar hefur hann verið síðan s.l. sumar. Það skal tekið fram að endurkoma Peter hefur ekki enn verið staðfest opinberlega úr herbúðum Liverpool.
Gulacsi er 21 árs og hefur ekki enn spilað aðalliðsleik með Liverpool, en hann hefur verið á mála hjá félaginu síðan 2008. Hann spilaði 15 leiki fyrir Hull fyrir áramót, en hefur ekki verið í liðinu á nýja árinu. Sætið í liði Hull missti hann vegna hnémeiðsla, sem hann hefur nú náð sér að fullu af.
Það má telja öruggt að hann verði í hópnum á Wembley á laugardag, en líklega verður hann þó að gera sér að góðu að sitja á bekknum. Brad Jones mun væntanlega standa milli stanganna, þrátt fyrir að hafa ekki sýnt allt of mikið öryggi í öllum aðgerðum sínum í gær.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Trent að verða leikfær -
| Heimir Eyvindarson
Ættleiddur Scouser búinn að skrifa undir! -
| Sf. Gutt
Einbeitum okkur bara að næsta leik! -
| Sf. Gutt
Í minningu -
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Mummi
Mikið fjör á árshátíð Liverpoolklúbbsins! -
| Sf. Gutt
Mohamed Salah gerir nýjan samning! -
| Sf. Gutt
Til hamingju! -
| Sf. Gutt
Næsta víst! -
| Sf. Gutt
Af kvennaliðinu
Fréttageymslan