| Sf. Gutt
TIL BAKA
Engin venjuleg undanúrslit!
Liverpool og Everton leiða saman hesta sína á Wembley á morgun í undanúrslitum F.A. bikarsins. Steven Gerrard, fyrirliði Liverpool, segir að þetta sé ekki neinn venjulegur undanúrslitaleikur.
,,Þetta er ekki neitt venjulegur undanúrslitaleikur því þetta er undanúrslitaleikur á móti Everton. Þetta er algjör stórleikur fyrir alla hvort sem þeir eru hjá þessu félagi eða Everton. Hann gæti fært leiktíðina hjá okkur til betri vegar. Ég ætla heldur ekkert að draga úr mikilvægi leiksins því allir vita hversu mikla þýðingu leikurinn hefur fyrir mig og alla hjá félaginu."
Í gegnum tíðina hafa margir leikmenn orðið hetjur í grannarimmum Liverpool og Everton. Steven hefur sjálfur verið það nokkrum sinnum nú síðast fyrir mánuði þegar hann skoraði þrennu á Anfield Road og tryggði Liverpool 3:0 sigur. Hann vill að einhver í rauðri treyju verði hetja dagsins á morgun.
,,Þetta hefur oft gerst. Öflugir leikmenn hafa haft úrslitaáhrif í stórleikjum. En það geta allir orðið hetjur á leikdegi. Þetta er einn af þeim leikjum sem alveg býður upp á að hetjur verði til í. Stórleikir, miklar hetjur og við skulum vona að þeir verði í rauðum treyjum!"
Liverpool vann F.A. bikarinn síðast árið 2006 eftir að hafa unnið West Ham United í vítaspyrnukeppni. Staðan var 3:3 eftir venjulegan leiktíma og Steven Gerrard var hetja dagsins eftir að hafa skorað þrjú tvö mörk í leiknum sjálfum og eitt í vítaspyrnukeppninni. Ekki er ólíklegt að Steven Gerrard láti rækilega til sín taka á morgun!
,,Þetta er ekki neitt venjulegur undanúrslitaleikur því þetta er undanúrslitaleikur á móti Everton. Þetta er algjör stórleikur fyrir alla hvort sem þeir eru hjá þessu félagi eða Everton. Hann gæti fært leiktíðina hjá okkur til betri vegar. Ég ætla heldur ekkert að draga úr mikilvægi leiksins því allir vita hversu mikla þýðingu leikurinn hefur fyrir mig og alla hjá félaginu."
Í gegnum tíðina hafa margir leikmenn orðið hetjur í grannarimmum Liverpool og Everton. Steven hefur sjálfur verið það nokkrum sinnum nú síðast fyrir mánuði þegar hann skoraði þrennu á Anfield Road og tryggði Liverpool 3:0 sigur. Hann vill að einhver í rauðri treyju verði hetja dagsins á morgun.
,,Þetta hefur oft gerst. Öflugir leikmenn hafa haft úrslitaáhrif í stórleikjum. En það geta allir orðið hetjur á leikdegi. Þetta er einn af þeim leikjum sem alveg býður upp á að hetjur verði til í. Stórleikir, miklar hetjur og við skulum vona að þeir verði í rauðum treyjum!"
Liverpool vann F.A. bikarinn síðast árið 2006 eftir að hafa unnið West Ham United í vítaspyrnukeppni. Staðan var 3:3 eftir venjulegan leiktíma og Steven Gerrard var hetja dagsins eftir að hafa skorað þrjú tvö mörk í leiknum sjálfum og eitt í vítaspyrnukeppninni. Ekki er ólíklegt að Steven Gerrard láti rækilega til sín taka á morgun!
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Áramótakveðjur! -
| Sf. Gutt
Verðum að skrifa okkar eigin sögu! -
| Sf. Gutt
Í minningu -
| Sf. Gutt
Jólahugleiðing Arne Slot -
| Sf. Gutt
Gleðileg jól! -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Virgil van Dijk -
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum
Fréttageymslan