| Sf. Gutt
TIL BAKA
Tilfinningaþrungin dagur!
Kenny Dalglish, framkvæmdastjóri Liverpool, telur að dagurinn á morgun verði tilfinningaþrunginn fyrir stuðningsmenn beggja Liverpool liðanna. Leikurinn fer fram daginn áður en íbúar Liverpool minnast þeirra 96 sem létust á Hillsborough þegar Liverpool mætti Nottingham Forest í undanúrslitum F.A. bikarkeppninnar 1989. Liverpool og Everton mættust svo í úrslitaleik keppninnar og Kenny leiddi Liverpool til leiks. Nú mætast liðin aftur á Wembley.
,,Þetta verður mjög tilfinningaþrungið fyrir alla. Hillsborough harmleikurinn hafði jafnt áhrif á Evertonians og stuðningsmenn Liverpool því fólk úr fjölskyldum beggja komu ekki aftur heim. Þetta verður mögnuð stund og ég er viss um að stuðningsmenn beggja liða munu virða mínútu þögn eins og þeir hafa gert frá 1989."
,,Það er kannski undarlegt að spila grannaslag í Londin en stuðningsmenn beggja hafa alltaf verið borginni til mikils sóma þegar liðin hafa leitt saman hesta sína í London. Ég er viss um að þeir munu mæta eins og áður sem stoltir fulltrúar borgarinnar sinnar. Bæði félögin hafa þjónað borginni gríðarlega vel."
,,Það er gríðarlega mikið í húfi. Kannski hefði verið svolítið auðveldara að fá einhverja aðra en keppinauta okkar úr borginni. Þetta er sannkallaður stórleikur. Það verður sem vill á leikdegi og form liðanna fyrir leik skiptir ekki máli. Við ætlum ekki að fara neitt fram úr okkur. Við gerum okkar fulla grein fyrir því hversu erfiður leikurinn verður og við vitum alveg að þeir eru jafn ákveðnir og við í að vinna sigur."
Liverpool lék á Wembley í síðasta mánuði í úrslitaleik Deildarbikarkeppninnar og fagnaði sigri gegn Cardiff City. Kenny Dalglish var spurður að því hvort það væri eitthvað betra fyrir Liverpool að hafa spilað á Wembley áður á leiktíðinni. Svarið var stutt og laggott!
,,Okkur gengur kannski aðeins betur að rata þangað!"
Kenny Dalglish hefur tvívegis áður,1986 og 1989, leitt Liverpool til sigurs á móti Everton í F.A. bikarnum á Wembley. Vonandi teljast skiptin þrjú áður en morgundagurinn verður liðinn!!!
,,Þetta verður mjög tilfinningaþrungið fyrir alla. Hillsborough harmleikurinn hafði jafnt áhrif á Evertonians og stuðningsmenn Liverpool því fólk úr fjölskyldum beggja komu ekki aftur heim. Þetta verður mögnuð stund og ég er viss um að stuðningsmenn beggja liða munu virða mínútu þögn eins og þeir hafa gert frá 1989."
,,Það er kannski undarlegt að spila grannaslag í Londin en stuðningsmenn beggja hafa alltaf verið borginni til mikils sóma þegar liðin hafa leitt saman hesta sína í London. Ég er viss um að þeir munu mæta eins og áður sem stoltir fulltrúar borgarinnar sinnar. Bæði félögin hafa þjónað borginni gríðarlega vel."
,,Það er gríðarlega mikið í húfi. Kannski hefði verið svolítið auðveldara að fá einhverja aðra en keppinauta okkar úr borginni. Þetta er sannkallaður stórleikur. Það verður sem vill á leikdegi og form liðanna fyrir leik skiptir ekki máli. Við ætlum ekki að fara neitt fram úr okkur. Við gerum okkar fulla grein fyrir því hversu erfiður leikurinn verður og við vitum alveg að þeir eru jafn ákveðnir og við í að vinna sigur."
Liverpool lék á Wembley í síðasta mánuði í úrslitaleik Deildarbikarkeppninnar og fagnaði sigri gegn Cardiff City. Kenny Dalglish var spurður að því hvort það væri eitthvað betra fyrir Liverpool að hafa spilað á Wembley áður á leiktíðinni. Svarið var stutt og laggott!
,,Okkur gengur kannski aðeins betur að rata þangað!"
Kenny Dalglish hefur tvívegis áður,1986 og 1989, leitt Liverpool til sigurs á móti Everton í F.A. bikarnum á Wembley. Vonandi teljast skiptin þrjú áður en morgundagurinn verður liðinn!!!
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Áramótakveðjur! -
| Sf. Gutt
Verðum að skrifa okkar eigin sögu! -
| Sf. Gutt
Í minningu -
| Sf. Gutt
Jólahugleiðing Arne Slot -
| Sf. Gutt
Gleðileg jól! -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Virgil van Dijk -
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum
Fréttageymslan