| Heimir Eyvindarson
TIL BAKA
Brad Jones væntanlega á spjöld sögunnar
Fari svo að Brad Jones standi í marki Liverpool á morgun kemst hann í sögubækurnar fyrir að vera fyrsti leikmaður Liverpool sem leikur fyrstu fjóra leiki sína fyrir liðið í fjórum mismunandi keppnum!
Hans fyrsti leikur í aðalliðinu var nefnilega gegn Northampton í deildabikarnum á síðustu leiktíð. Leikur sem stuðningsmenn Liverpool vilja reyndar helst gleyma. Næsti leikur með aðalliðinu kom síðan gegn Utrecht í Evrópudeildinni á sömu leiktíð. Sá leikur endaði með markalausu jafntefli.
Fyrsta innkoma Jones á þessari leiktíð var í deildarleiknum gegn Blackburn á þriðjudaginn, þegar hann kom inn á fyrir Doni, og leikurinn á Wembley á morgun er síðan vitanlega í FA-bikarnum.
Jafnvel þótt það hafi nú verið staðfest að Peter Gulacsi hafi verið kallaður úr láni frá Hull verður að teljast líklegt að Jones verði settur í markið á morgun. Hann kemst þá í sögubækurnar fyrir þetta sérkennilega leikjaprógramm.
Hans fyrsti leikur í aðalliðinu var nefnilega gegn Northampton í deildabikarnum á síðustu leiktíð. Leikur sem stuðningsmenn Liverpool vilja reyndar helst gleyma. Næsti leikur með aðalliðinu kom síðan gegn Utrecht í Evrópudeildinni á sömu leiktíð. Sá leikur endaði með markalausu jafntefli.
Fyrsta innkoma Jones á þessari leiktíð var í deildarleiknum gegn Blackburn á þriðjudaginn, þegar hann kom inn á fyrir Doni, og leikurinn á Wembley á morgun er síðan vitanlega í FA-bikarnum.
Jafnvel þótt það hafi nú verið staðfest að Peter Gulacsi hafi verið kallaður úr láni frá Hull verður að teljast líklegt að Jones verði settur í markið á morgun. Hann kemst þá í sögubækurnar fyrir þetta sérkennilega leikjaprógramm.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Áramótakveðjur! -
| Sf. Gutt
Verðum að skrifa okkar eigin sögu! -
| Sf. Gutt
Í minningu -
| Sf. Gutt
Jólahugleiðing Arne Slot -
| Sf. Gutt
Gleðileg jól! -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Virgil van Dijk -
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum
Fréttageymslan