| Sf. Gutt
TIL BAKA
Skalli Andy kom Liverpool í úrslitaleikinn!
Síðbúið skallamark Andy Carroll tryggði Liverpool 2:1 sigur á Everton og sæti í úrslitaleiknum um F.A. bikarinn. Liverpool lenti undir en náði að jafna og vinna sigur. Kenny Dalglish er þar með búinn að koma Liverpool í tvo úrslitaleiki á þessu keppnistímabili.
Það er óhætt að segja að rafmögnuð spenna hafi verið í loftinu á Wembley í morgun. Vissulega er alltaf mikil spenna í kringum undanúrslitaleiki í F.A. bikarnum en þetta var ekki neinn venjulegur undanúrslitaliekur því grannarnir Liverpool og Everton voru mættir í höfuðstaðinn.
Fyrir leik var þeirra 96 sem létust í harmleiknum á Hillsborough 15. apríl 1989 minnst með viðeigandi hætti. Fyrirliðar liðanna, Steven Gerrard og Phil Neville, færðu fulltrúm fjölskyldnanna, sem misstu ástvini sína, blómvendi og á eftir var einnar mínútu þögn. Mögnuð stund á Wembley leikvanginum!
Liverpool ógnaði fyrst. Á 3. mínútu fékk Andy Carroll boltann inn í vítateig Everton og lagði hann út á Jay Spearing. Hann fékk boltann í góðu skotfæri við vítateiginn en skot hans fór yfir markið. Þar hefði Jay átt að geta hitt markið. Everton svaraði litlu síðar þegar Leighton Baines skaut rétt yfir úr aukaspyrnu. Eftir stundarfjórðung fékk Liverpool aukaspyrnu utan víð vítateiginn. Eftir hana hrökk boltinn á Martin Skrtel en skot hans fór beint á Tim Howard.
Fyrsta markið kom svo á 24. mínútu. Löng sending kom inn í vítateig Liverpool. Þar voru bæði Daniel Agger og Jamie Carragher til taks og gátu léttilega komið knettinum frá. Daniel gerði þó ekkert og Jamie fipaðist en sparkaði loks í boltann en það tókst illa til og boltinn hrökk í leikmann Everton og beint inn fyrir vörnina. Þar var Króatinn Nikica Jelavic, þakkaði gott boð og renndi boltanum framhjá Brad Jones. Nikica, sem var orðaður við Liverpool í janúar, og Bláliðar fögnuðu ógurlega en varnarmenn Liverpool gátu heldur betur nagað sig í handarbökin. Reyndar var Nikica mjög nærri því að vera rangstæður en það var erfitt að sjá af eða á. Eftir þetta gerðist mjög lítið í blíðunni til leikhlés. Everton hafði góð tök og Liverpool náði ekki að ógna neitt. Það var því blái helmingurinn sem fagnaði þegar leikhlé hófst.
Leikmenn Liverpool gengu til leiks undir þjóðsöngnum sem átti að blása leikmönnum baráttuanda í brjóst. Það virtist ætla að hafa tilætluð áhrif því Liverpool fékk upplagt færi á annarri mínútu síðari hálfleiks. Stewart Downing sendi frábæra sendingu fyrir frá hægri yfir á fjærstöng. Þar var Andy í algjöru dauðafæri rétt við markið en skallinn var algjölega misheppnaður og boltinn fór framhjá! Það var með algjörum ólíkindum að Andy skyldi ekki skora.
Áfram hélt leikurinn en fátt var tíðinda hvað marktækifæri snerti. Líkt og í fyrri hálfleik urðu ótrúleg mistök til þess að mark kom og nú var það Liverpool sem naut góðs af mistökum.
Á 62. mínútu skallaði Andy boltann fram við miðjuna. Boltinn fór beinustu leið á Sylvian Distin sem ákvað að senda aftur á Tim í markinu. Sending hans var þó alltof laus og það færði Luis Suarez sér heldur betur í nyt. Hann slapp einn í gegn inn á vítateiginn og renndi boltanum af miklu öryggi í markið. Frábær afgreiðsla og nú brást Luis ekki eins og stundum fyrr á leiktíðinni þegar honum hafa gefist góð færi. Nú var komið að miklum fögnuði rauða helmingsins!
Markið gaf Liverpool aukinn kraft og liðið styrktist í kjölfarið. Maxi Rodriguez var sendur til leiks þegar stundarfjórðungur var eftir. Tveimur mínútum seinna átti Leon Osman skot utan vítateigs en beint á Brad sem varði. Tveimur mínútum seinna lék Andy sig laglega í skotfæri við vítateiginn en skot hans fór rétt framhjá. Þegar átta mínútur voru eftir fékk Nikica boltann rétt innan við vítateigslínuna en skot hans fór framhjá. Brad hefði þó varið ef það hefði hitt á rammann.
Craig Bellamy kom á vettvang á 84. mínútu og þremur mínútum seinna var hann búinn að leggja upp mark! Seamus Coleman negldi Steven niður til hliðar við vítateiginn vinstra megin. Craig tók aukaspyrnuna og sendi stórgóða sendingu sem Andy Carroll skallaði aftur fyrir sig og neðst í bláhornið! Nú gengu Rauðliðar algjörlega af göflunum af fögnuði hvort sem var inni á vellinum eða uppi í stúku. Mjög vel gert hjá Andy sem þarna bætti heldur betur upp fyrir að hafa misnotað dauðafæri í upphafi síðari hálfleiks!
Everton komst aldrei nærri því að jafna og sigur Liverpool hefði getað verið stærri. Mínútu fyrir leikslok sneri Luis á vörn Everton og sendi inn á markteiginn frá hægri en Maxi skaut í stöng af stuttu færi. Rúmri mínútu síðar var Luis enn á ferðinni og nú átti hann lúmskt skot sem Tim varði örugglega. Leikmenn Liverpool léku síðustu mínúturnar skynsamlega og lönduðu öðrum farseðli sínum í bikarúrslitaleik á þessu keppnistímabili. Gríðarlegur fögnuður braust út þegar leik lauk og rauði liturinn var allsráðandi í vorsólinni!
Hvað svo sem segja má um þessa leiktíð þá er staðreyndin orðin sú að Liverpool hefur nú þegar unnið Deildarbikarinn og komið sér í úrslitaleik F.A. bikarsins. Þetta hefur liðið gert undir leiðsögn Kenny Dalglish. Geri aðrir betur!!
Liverpool: Jones, Johnson, Carragher, Skrtel, Agger, Henderson (Rodriguez 75. mín.), Gerrard, Spearing, Downing (Bellamy 84. mín.), Suarez og Carroll. Ónotaðir varamenn: Gulacsi, Enrique, Kuyt, Shelvey og Kelly.
Mörk Liverpool: Luis Suarez (62. mín.) og Andy Carroll (87. mín.).
Gul spjöld: Martin Skrtel og Jordan Henderson.
Everton: Howard, Neville, Heitinga, Distin, Baines (Anichebe 88. mín.), Osman, Gibson, Fellaini, Gueye (Coleman 68. mín.), Cahill og Jelavic. Ónotaðir varamenn: Hahnemann, Hibbert, Jagielka, Stracqualursi og McFadden.
Mark Everton: Nikica Jelavic (24. mín.).
Gul spjöld: Sylvian Distin, Nikica Jelavic og Seamus Coleman.
Áhorfendur á Wembley: 87.231.
Maður leiksins: Luis Suarez. Luis gaf vörn Everton ekki stundlegan frið og var alltaf að reyna að skapa hættu. Hann fékk færið sem gaf jöfnunarmarkið vissulega á silfufati en var mjög yfirvegaður í afgreiðslu sinni. Þar með kom hann Liverpool á beinu brautina sem leiddi til sigurs.
Fróðleikur.
- Liverpool er komið í úrslitaleik F.A. bikarkeppninnar og mætir þar Chelsea eða Tottenham Hotspur.
- Þetta verður fyrsti úrslitaleikur Liverpool í keppninni frá 2006 þegar liðið vann keppnina í sjöunda sinn.
- Luis Suarez skoraði fjórtánda mark sitt á leiktíðinni.
- Hann er nú búinn að skora í þremur umferðum í röð í keppninni.
- Andy Carroll skoraði áttunda mark sitt á keppnistímabilinu og það tíunda á ferli sínum hjá Liverpool.
- Bæði Luis og Andy skoruðu þegar Liverpool vann Everton 0:2 á Goodison Park í haust.
- Stewart Downing lék sinn 40. leik með Liverpool. Hann er búinn að skora tvívegis.
- Liverpool hefur nú haft tíu sinnum betur gegn Everton í F.A. bikarnum. Everton hefur sjö sinnum slegið Liverpool úr leik.
- Liverpool sló Everton í fjórða sinn út í undanúrslitum. Everton hefur einu sinni unnið Liverpool í undanúrslitum.
Hér og hér eru myndir úr leiknum af Liverpoolfc.tv.
Hér eru myndir úr leiknum af vefsíðu Liverpool Echo.
Hér eru myndir af vefsíðu Telegraph.
Hér eru myndir af vefsíðu Metro.
Hér má sjá minningarathöfnina fyrir leik á Wembley.
Það er óhætt að segja að rafmögnuð spenna hafi verið í loftinu á Wembley í morgun. Vissulega er alltaf mikil spenna í kringum undanúrslitaleiki í F.A. bikarnum en þetta var ekki neinn venjulegur undanúrslitaliekur því grannarnir Liverpool og Everton voru mættir í höfuðstaðinn.
Fyrir leik var þeirra 96 sem létust í harmleiknum á Hillsborough 15. apríl 1989 minnst með viðeigandi hætti. Fyrirliðar liðanna, Steven Gerrard og Phil Neville, færðu fulltrúm fjölskyldnanna, sem misstu ástvini sína, blómvendi og á eftir var einnar mínútu þögn. Mögnuð stund á Wembley leikvanginum!
Liverpool ógnaði fyrst. Á 3. mínútu fékk Andy Carroll boltann inn í vítateig Everton og lagði hann út á Jay Spearing. Hann fékk boltann í góðu skotfæri við vítateiginn en skot hans fór yfir markið. Þar hefði Jay átt að geta hitt markið. Everton svaraði litlu síðar þegar Leighton Baines skaut rétt yfir úr aukaspyrnu. Eftir stundarfjórðung fékk Liverpool aukaspyrnu utan víð vítateiginn. Eftir hana hrökk boltinn á Martin Skrtel en skot hans fór beint á Tim Howard.
Fyrsta markið kom svo á 24. mínútu. Löng sending kom inn í vítateig Liverpool. Þar voru bæði Daniel Agger og Jamie Carragher til taks og gátu léttilega komið knettinum frá. Daniel gerði þó ekkert og Jamie fipaðist en sparkaði loks í boltann en það tókst illa til og boltinn hrökk í leikmann Everton og beint inn fyrir vörnina. Þar var Króatinn Nikica Jelavic, þakkaði gott boð og renndi boltanum framhjá Brad Jones. Nikica, sem var orðaður við Liverpool í janúar, og Bláliðar fögnuðu ógurlega en varnarmenn Liverpool gátu heldur betur nagað sig í handarbökin. Reyndar var Nikica mjög nærri því að vera rangstæður en það var erfitt að sjá af eða á. Eftir þetta gerðist mjög lítið í blíðunni til leikhlés. Everton hafði góð tök og Liverpool náði ekki að ógna neitt. Það var því blái helmingurinn sem fagnaði þegar leikhlé hófst.
Leikmenn Liverpool gengu til leiks undir þjóðsöngnum sem átti að blása leikmönnum baráttuanda í brjóst. Það virtist ætla að hafa tilætluð áhrif því Liverpool fékk upplagt færi á annarri mínútu síðari hálfleiks. Stewart Downing sendi frábæra sendingu fyrir frá hægri yfir á fjærstöng. Þar var Andy í algjöru dauðafæri rétt við markið en skallinn var algjölega misheppnaður og boltinn fór framhjá! Það var með algjörum ólíkindum að Andy skyldi ekki skora.
Áfram hélt leikurinn en fátt var tíðinda hvað marktækifæri snerti. Líkt og í fyrri hálfleik urðu ótrúleg mistök til þess að mark kom og nú var það Liverpool sem naut góðs af mistökum.
Á 62. mínútu skallaði Andy boltann fram við miðjuna. Boltinn fór beinustu leið á Sylvian Distin sem ákvað að senda aftur á Tim í markinu. Sending hans var þó alltof laus og það færði Luis Suarez sér heldur betur í nyt. Hann slapp einn í gegn inn á vítateiginn og renndi boltanum af miklu öryggi í markið. Frábær afgreiðsla og nú brást Luis ekki eins og stundum fyrr á leiktíðinni þegar honum hafa gefist góð færi. Nú var komið að miklum fögnuði rauða helmingsins!
Markið gaf Liverpool aukinn kraft og liðið styrktist í kjölfarið. Maxi Rodriguez var sendur til leiks þegar stundarfjórðungur var eftir. Tveimur mínútum seinna átti Leon Osman skot utan vítateigs en beint á Brad sem varði. Tveimur mínútum seinna lék Andy sig laglega í skotfæri við vítateiginn en skot hans fór rétt framhjá. Þegar átta mínútur voru eftir fékk Nikica boltann rétt innan við vítateigslínuna en skot hans fór framhjá. Brad hefði þó varið ef það hefði hitt á rammann.
Craig Bellamy kom á vettvang á 84. mínútu og þremur mínútum seinna var hann búinn að leggja upp mark! Seamus Coleman negldi Steven niður til hliðar við vítateiginn vinstra megin. Craig tók aukaspyrnuna og sendi stórgóða sendingu sem Andy Carroll skallaði aftur fyrir sig og neðst í bláhornið! Nú gengu Rauðliðar algjörlega af göflunum af fögnuði hvort sem var inni á vellinum eða uppi í stúku. Mjög vel gert hjá Andy sem þarna bætti heldur betur upp fyrir að hafa misnotað dauðafæri í upphafi síðari hálfleiks!
Everton komst aldrei nærri því að jafna og sigur Liverpool hefði getað verið stærri. Mínútu fyrir leikslok sneri Luis á vörn Everton og sendi inn á markteiginn frá hægri en Maxi skaut í stöng af stuttu færi. Rúmri mínútu síðar var Luis enn á ferðinni og nú átti hann lúmskt skot sem Tim varði örugglega. Leikmenn Liverpool léku síðustu mínúturnar skynsamlega og lönduðu öðrum farseðli sínum í bikarúrslitaleik á þessu keppnistímabili. Gríðarlegur fögnuður braust út þegar leik lauk og rauði liturinn var allsráðandi í vorsólinni!
Hvað svo sem segja má um þessa leiktíð þá er staðreyndin orðin sú að Liverpool hefur nú þegar unnið Deildarbikarinn og komið sér í úrslitaleik F.A. bikarsins. Þetta hefur liðið gert undir leiðsögn Kenny Dalglish. Geri aðrir betur!!
Liverpool: Jones, Johnson, Carragher, Skrtel, Agger, Henderson (Rodriguez 75. mín.), Gerrard, Spearing, Downing (Bellamy 84. mín.), Suarez og Carroll. Ónotaðir varamenn: Gulacsi, Enrique, Kuyt, Shelvey og Kelly.
Mörk Liverpool: Luis Suarez (62. mín.) og Andy Carroll (87. mín.).
Gul spjöld: Martin Skrtel og Jordan Henderson.
Everton: Howard, Neville, Heitinga, Distin, Baines (Anichebe 88. mín.), Osman, Gibson, Fellaini, Gueye (Coleman 68. mín.), Cahill og Jelavic. Ónotaðir varamenn: Hahnemann, Hibbert, Jagielka, Stracqualursi og McFadden.
Mark Everton: Nikica Jelavic (24. mín.).
Gul spjöld: Sylvian Distin, Nikica Jelavic og Seamus Coleman.
Áhorfendur á Wembley: 87.231.
Maður leiksins: Luis Suarez. Luis gaf vörn Everton ekki stundlegan frið og var alltaf að reyna að skapa hættu. Hann fékk færið sem gaf jöfnunarmarkið vissulega á silfufati en var mjög yfirvegaður í afgreiðslu sinni. Þar með kom hann Liverpool á beinu brautina sem leiddi til sigurs.
Fróðleikur.
- Liverpool er komið í úrslitaleik F.A. bikarkeppninnar og mætir þar Chelsea eða Tottenham Hotspur.
- Þetta verður fyrsti úrslitaleikur Liverpool í keppninni frá 2006 þegar liðið vann keppnina í sjöunda sinn.
- Luis Suarez skoraði fjórtánda mark sitt á leiktíðinni.
- Hann er nú búinn að skora í þremur umferðum í röð í keppninni.
- Andy Carroll skoraði áttunda mark sitt á keppnistímabilinu og það tíunda á ferli sínum hjá Liverpool.
- Bæði Luis og Andy skoruðu þegar Liverpool vann Everton 0:2 á Goodison Park í haust.
- Stewart Downing lék sinn 40. leik með Liverpool. Hann er búinn að skora tvívegis.
- Liverpool hefur nú haft tíu sinnum betur gegn Everton í F.A. bikarnum. Everton hefur sjö sinnum slegið Liverpool úr leik.
- Liverpool sló Everton í fjórða sinn út í undanúrslitum. Everton hefur einu sinni unnið Liverpool í undanúrslitum.
Hér og hér eru myndir úr leiknum af Liverpoolfc.tv.
Hér eru myndir úr leiknum af vefsíðu Liverpool Echo.
Hér eru myndir af vefsíðu Telegraph.
Hér eru myndir af vefsíðu Metro.
Hér má sjá minningarathöfnina fyrir leik á Wembley.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Áramótakveðjur! -
| Sf. Gutt
Verðum að skrifa okkar eigin sögu! -
| Sf. Gutt
Í minningu -
| Sf. Gutt
Jólahugleiðing Arne Slot -
| Sf. Gutt
Gleðileg jól! -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Virgil van Dijk -
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum
Fréttageymslan