| Sf. Gutt
TIL BAKA
Besta tilfinning í heimi!
Andy Carroll endurgreiddi slatta af hinu himinháa kaupverði sínu á Wembley í dag þegar hann skoraði sigurmark Liverpool gegn Everton. Hann hefur verið gagnrýndur mikið á þessu keppnistímabili en markið hans í dag færði honum bestu tilfinnginu í heimi.
,,Þetta er besta tilfinning sem ég hef upplifað. Við lögðum mikið á okkur og að skora sigurmarkið svona í lokin er frábært. Ég fékk nokkur færi og hefði átt að skora fyrr, en þegar það gekk ekki þá hélt ég bara áfram. Þetta var frábær fyrirgjöf hjá Craig, ég bara varð að skora. Þetta er frábær tilfinning."
,,Ég hef fengið mikla gagnrýni á þessu keppnistímabili en ég hef alltaf haft trú á mér og nú er ég búinn að skora tvö mörk í tveimur leikjum eftir að hafa fengið tækifæri í liðinu."
Jú, Andy skilaði sínu í dag. Hann misnotaði dauðafæri en hélt áfram að berjast og gaf hvergi eftir. Hann uppskar svo með því að skora dýrmætt mark sem kom Liverpool í úrslitaleikinn í F.A. bikarnum. Drjúgt dagsverk!
,,Þetta er besta tilfinning sem ég hef upplifað. Við lögðum mikið á okkur og að skora sigurmarkið svona í lokin er frábært. Ég fékk nokkur færi og hefði átt að skora fyrr, en þegar það gekk ekki þá hélt ég bara áfram. Þetta var frábær fyrirgjöf hjá Craig, ég bara varð að skora. Þetta er frábær tilfinning."
,,Ég hef fengið mikla gagnrýni á þessu keppnistímabili en ég hef alltaf haft trú á mér og nú er ég búinn að skora tvö mörk í tveimur leikjum eftir að hafa fengið tækifæri í liðinu."
Jú, Andy skilaði sínu í dag. Hann misnotaði dauðafæri en hélt áfram að berjast og gaf hvergi eftir. Hann uppskar svo með því að skora dýrmætt mark sem kom Liverpool í úrslitaleikinn í F.A. bikarnum. Drjúgt dagsverk!
Nýlegar fréttir
-
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Newcastle -
| Sf. Gutt
Hvað gerist? - Uppfært í dag og fram á kvöld! -
| Sf. Gutt
Mohamed tryggði mikilvægan sigur! -
| Sf. Gutt
Öruggur sigur! -
| Sf. Gutt
Steven Gerrard hættur í Sádi Arabíu -
| Sf. Gutt
Af lánsmönnum -
| Sf. Gutt
Léttur sigur! -
| Heimir Eyvindarson
Mætum við Henderson í Meistaradeildinni? -
| Heimir Eyvindarson
Bajcetic til Las Palmas -
| Heimir Eyvindarson
Nallo sló 27 ára gamalt met Michael Owen
Fréttageymslan