| Sf. Gutt
TIL BAKA
Hefði viljað vera lengur hjá Liverpool
Roy Hodgson átti ekki sjö dagana sæla hjá Liverpool þegar hann var framkvæmdastjóri þar og óhætt er að segja að hann hafi ekki komist í annað eins og löngum ferli sínum. Hann segist þó ekki sjá eftir því að hafa tekið við starfi framkvæmdastjóra Liverpool þegar honum bauðst það.
,,Ég var lánsamur að fá starf þar. Því miður gat ég ekki verið eins lengi og ég hefði viljað. Þá hefði ég fengið að vera við þegar nýju eigendurnir fóru að setja mark sitt á félagið og þá hefði ég kannski fengið tækifæri til að byggja upp lið. En ég sé ekki eftir neinu."
,,Þetta er stórkostlegt knattspyrnufélag og ég gleðst fyrir hönd félagsins og stuðningsmannanna því þeir eru sannarlega eitt af því sem er hvað merkilegast í ensku knattspyrnunni. Það er gott að sjá að liðið hefur færst nær því, sem fólk þar á bæ, vill hafa það. Kannski er það nú ekki alveg komið þangað sem menn vilja að það sé því markið er sett á að vinna deildartitla."
Þegar Roy Hodgson tók við Liverpool var félagið í eigu þeirra George Gillett og Tom Hicks. Þeir misstu eignarhald sitt í október 2010 og John Henry og félagar tóku við. Roy segir að eigendamálin hafa verið erfið og félagið hafi verð mjög illa statt fjárhagslega.
,,Staðan er allt öðruvísi en hún var þegar ég var þarna. Þegar ég tók við gerði ég mér grein fyrir að það myndu verða eigendaskipti og svona geta mál þróast. Staðreyndin er sú að það voru ákveðin umskipti í gangi þegar ég kom þangað og þeir sem réðu mig voru fyrst og fremst að vinna að því að félagið færi ekki í greiðslustöðvun. Það var möguleiki að svo færi ef allt færi á versta veg en það var samt aldrei nálægt því."
,,Liverpool þarf nú að stefna í efstu fjögur sætin því þeir fjármunir sem settur voru í liðið voru til þess ætlaðir að liðið næði hærra. Ég held að nýju eigendurnar hafi ekki eytt öllum þessum peningum til að liðið yrði um miðja deild. Þeir gerðu það því að Liverpool, á árum áður, ásamt Manchester United voru flaggskip ensku knattspyrnunar. Ástæðan fyrir því að eigendurnir mættu til leiks var sú að þeir telja að þeir geti komið Liverpool á þennan stall."
Roy Hodgson verður við varamannabekkinn á Anfield í fyrsta sinn á morgun frá því hann lét af störfum sem framkvæmdastjóri Liverpool. Nú stjórnar hann West Bromwich Albion og hann veit að leikurinn við Liverpool verður erfiður. Hann hefur fylgst vel með Liverpool frá því hann fór frá félaginu og telur góða leikmenn hafa komið til félagsins frá því vinur hans Kenny Dalglish tók við. Hann segir Luis Suarez þó bera af nýju mönnunum.
,,Þeir hafa eytt peningum sínum skynsamlega og keypt nokkra mjög góða leikmenn. Suarez er alveg framúrskarandi leikmaður. Hann hefur verið að spila mjög vel og félagið gerði alveg frábær kaup í honum. Hann byrjaði eins og best varð á kosið og góð byrjun er geysilega mikilvæg þegar maður gengur til liðs við stórlið eins og Liverpool. Stuðningsmennirnir vilja taka nýjum leikmönnum vel, en þeir vilja sjá þá spila vel og það hefur hann gert. Hann byrjaði frábærlega og við verðum að hafa í huga að hann er lykilmaður í sóknarleik þeirra. Við verðum að reyna að halda honum í skefjum en það verður ekki auðvelt því hann er stórgóður leikmaður."
Já, Roy Hodgson sér ekki eftir að hafa tekið við Liverpool þótt hann næði ekki að vera við völd nema í hálft ár. Hann hefur skilað mjög góðu verki hjá W.B.A. og félagið mun halda sæti sínu í Úrvalsdeildinni líkt og á síðustu leiktíð þegar Roy tók við liðinu.
,,Ég var lánsamur að fá starf þar. Því miður gat ég ekki verið eins lengi og ég hefði viljað. Þá hefði ég fengið að vera við þegar nýju eigendurnir fóru að setja mark sitt á félagið og þá hefði ég kannski fengið tækifæri til að byggja upp lið. En ég sé ekki eftir neinu."
,,Þetta er stórkostlegt knattspyrnufélag og ég gleðst fyrir hönd félagsins og stuðningsmannanna því þeir eru sannarlega eitt af því sem er hvað merkilegast í ensku knattspyrnunni. Það er gott að sjá að liðið hefur færst nær því, sem fólk þar á bæ, vill hafa það. Kannski er það nú ekki alveg komið þangað sem menn vilja að það sé því markið er sett á að vinna deildartitla."
Þegar Roy Hodgson tók við Liverpool var félagið í eigu þeirra George Gillett og Tom Hicks. Þeir misstu eignarhald sitt í október 2010 og John Henry og félagar tóku við. Roy segir að eigendamálin hafa verið erfið og félagið hafi verð mjög illa statt fjárhagslega.
,,Staðan er allt öðruvísi en hún var þegar ég var þarna. Þegar ég tók við gerði ég mér grein fyrir að það myndu verða eigendaskipti og svona geta mál þróast. Staðreyndin er sú að það voru ákveðin umskipti í gangi þegar ég kom þangað og þeir sem réðu mig voru fyrst og fremst að vinna að því að félagið færi ekki í greiðslustöðvun. Það var möguleiki að svo færi ef allt færi á versta veg en það var samt aldrei nálægt því."
,,Liverpool þarf nú að stefna í efstu fjögur sætin því þeir fjármunir sem settur voru í liðið voru til þess ætlaðir að liðið næði hærra. Ég held að nýju eigendurnar hafi ekki eytt öllum þessum peningum til að liðið yrði um miðja deild. Þeir gerðu það því að Liverpool, á árum áður, ásamt Manchester United voru flaggskip ensku knattspyrnunar. Ástæðan fyrir því að eigendurnir mættu til leiks var sú að þeir telja að þeir geti komið Liverpool á þennan stall."
Roy Hodgson verður við varamannabekkinn á Anfield í fyrsta sinn á morgun frá því hann lét af störfum sem framkvæmdastjóri Liverpool. Nú stjórnar hann West Bromwich Albion og hann veit að leikurinn við Liverpool verður erfiður. Hann hefur fylgst vel með Liverpool frá því hann fór frá félaginu og telur góða leikmenn hafa komið til félagsins frá því vinur hans Kenny Dalglish tók við. Hann segir Luis Suarez þó bera af nýju mönnunum.
,,Þeir hafa eytt peningum sínum skynsamlega og keypt nokkra mjög góða leikmenn. Suarez er alveg framúrskarandi leikmaður. Hann hefur verið að spila mjög vel og félagið gerði alveg frábær kaup í honum. Hann byrjaði eins og best varð á kosið og góð byrjun er geysilega mikilvæg þegar maður gengur til liðs við stórlið eins og Liverpool. Stuðningsmennirnir vilja taka nýjum leikmönnum vel, en þeir vilja sjá þá spila vel og það hefur hann gert. Hann byrjaði frábærlega og við verðum að hafa í huga að hann er lykilmaður í sóknarleik þeirra. Við verðum að reyna að halda honum í skefjum en það verður ekki auðvelt því hann er stórgóður leikmaður."
Já, Roy Hodgson sér ekki eftir að hafa tekið við Liverpool þótt hann næði ekki að vera við völd nema í hálft ár. Hann hefur skilað mjög góðu verki hjá W.B.A. og félagið mun halda sæti sínu í Úrvalsdeildinni líkt og á síðustu leiktíð þegar Roy tók við liðinu.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur! -
| Sf. Gutt
Sigur á Spáni
Fréttageymslan