Kenny á von að Roy verði vel tekið
Kenny Dalglish telur víst að Roy Hodgson fái góðar viðtökur á Anfield Road þegar hann snýr þangað á nýjan leik með West Bromwich Albion í dag. Roy er ekki eins viss um móttökurnar. Kenny hafði meðal annars þetta að segja í viðtali við Liverpoolfc.tv. fyrir helgi.
,,Það verður gaman að hitta Roy. Við erum búnir að mæta þeim suður frá en það verður gaman að fá hann aftur á Anfield og ég er viss um að hann fær hlýjar móttökur hjá stuðningsmönnunum. Hann er heiðarlegur og háttvís og reyndi að gera sitt besta fyrir þetta knattspyrnufélag. Ég er viss um að stuðningsmennirnir virða það við hann. Ég persónulega ber mikla virðingu fyrir honum og við munum taka vel á móti honum."
Roy Hodgson segir að stuðningsmenn Liverpool hafi aldrei verið hrifnir af sér og segist ekki reikna með neinum sérstökum móttökum á Anfield Road. Hann var spurður, á blaðamannafundi fyrir helgina, hvort hann teldi að hann fengi góðar móttökur hjá stuðningsmönnum Liverpool.
,,Ég veit það ekki. Ég reikna nú ekki með því. Það er ekki nein ástæða fyrir þá að taka mér vel því þeim líkaði ekki við mig þegar ég var þar. Ég get nú reyndar ekki séð að þeim líki eitthvað betur við mig núna. Það er ekki margt fólk þarna ennþá sem ég vann með og Damien Comolli er farinn. En það verður gaman að hitta einhverja af leikmönnunum sem ég vann með."
-
| Sf. Gutt
Mohamed Salah sló metið! -
| Sf. Gutt
Dregið í Meistaradeildinni -
| Heimir Eyvindarson
Joe Gomez úr leik fram á vor -
| Heimir Eyvindarson
Tvö töpuð stig á Villa Park -
| Heimir Eyvindarson
Spáð í spilin - Erfitt verkefni á Villa Park í kvöld -
| Heimir Eyvindarson
Enn eitt metið í hættu í kvöld -
| Sf. Gutt
Sigur í kveðjuleik Jürgen Norbert Klopp! -
| Sf. Gutt
Í minningu Bob Paisley -
| Mummi
Stórviðburður í vændum – Miðasala hafin á árshátíð Liverpoolklúbbsins -
| Sf. Gutt
Yfirlýsing Liverpool félaganna