| Sf. Gutt
TIL BAKA
Enn ófarir á heimavelli!
Enn einu sinni, á þessari leiktíð, lá Liverpool í því á Anfield. Þrátt fyrir algjöra yfirburði og helling af færum gekk ekkert og Liverpool tapaði 0:1 fyrir West Bromwich Albion. Úrslitin voru út í hött miðað við gang leiksins en samt fór svona.
Roy Hodgson sneri aftur á Anfield Road eftir brottför sína þaðan og fékk hlýlegar móttökur hjá áhorfendum. Greinilegt var að hinum þótti vænt um þær. Steven Gerrard sat uppi í stúku og Jose Reina kom aftur í markið eftir bannið.
Liverpool hóf leikinn eins og flesta heimaleiki sína á leiktíðinni. Liðið tók öll völd og sótti. Á 10. mínútu vann Jordan Henderson boltann á miðjunni, sendi á Luis Suarez sem kom boltanum til hægri á Dirk Kuyt en hann hitti ekki ekki markið og boltinn fór framhjá. Níu mínútum seinna sendi Luis fyrir markið en enginn fylgdi eftir. Oft hefur svona sést á leiktíðinni. Daniel Agger var næsti maður en það vantaði grimmd í vítateignum. Rétt á eftir sendi Maxi Rodriguez frá vinstri en Andy Carroll skallaði framhjá.
Liverpool réði lögum og lofum þrátt fyrir góða baráttu W.B.A. Á 23. mínútu fleytti Andy boltanum fram á Luis sem komst inn í vítateig í góða stöðu. Flestir reiknuðu með marki en varnarmaður komst fyrir skot hans. Í næstu sókn sendi Glen Johnson inn í vítateiginn á Luis. Hann náði viðstöðulausu skoti sem Ben Foster varði vel. Hann hélt ekki boltanum sem fór út á Maxi en hann mokaði boltanum hátt yfir úr góðu færi.
Gestirnir fengu loks færi á 28. mínútu. Löng sending kom fram sem Shane Long skallaði niður fyrir fætur Chris Brunt en Jose var snöggur niður og varði. Tveimur mínútum seinna sendi Jose Enrique fyrir á Luis sem skallaði aftur fyrir sig en yfir markið. Leikurinn var mjög fjörugur og á 33. mínútu fékk W.B.A. horn frá vinstri. Eftir hornið hrökk boltinn til Liam Ridgewell en Jose varði.
Á 34. mínútu átti Jay Spearing gott skot rétt utan vítateigs en boltinn fór framhjá. Þegar fjórar mínútur voru til leikhlés fékk Daniel boltann við vinstra markteigshornið. Þar lék hann á varnarmann en Ben varði í horn eins og handboltamarkmaður. Daniel hefði reyndar betur gefið fyrir því þar var Dirk fyrir opnu marki. Ekkert mark þegar fyrri hálfleik lauk.
Hafi Liverpool haft mikla yfirburði í fyrri hálfleik þá voru þeir algjörir eftir leikhlé en ekkert gekk frekar en fyrr hjá leikmönnum Liverpool sem samt spiluðu mjög vel og bjuggu til margar fallegar sóknir. Á 50. mínútu gekk boltinn fallega milli manna. Andy fékk hann inni í vítateignum og lagði hann út fyrir teig á Jordan en bylmingsskot hans fór í þverslá og niður, þaðan í bakið á Ben sem vissi ekkert hvað sneri upp eða niður en enn slapp markið. Fjórum mínútum seinna fékk Luis boltann vinstra megin við vítateignn. Hann skildi varnarmann eftir, lék inn í teig en skaut svo yfir úr þröngu færi. Fríir menn voru fyrir miðju marki og þeir voru ekki ánægðir með að fá ekki sendingu.
Á 60. mínútu sendi Luis út til hægri á Dirk sem lék inn í vítateiginn og skaut góðu skoti sem Ben réði ekki við en boltinn hafnaði auðvitað í stönginni! Sókn Liverpool var nú linnulaus og á 67. mínútu bjargaðist mark W.B.A. fyrir kraftaverk þegar hver leikmaður Liverpool eftir annan skaut en gestirnir þvældust fyrir og einhvern vegin í ósköpunum bjargaðist markið. Til dæmis var skoti Jay bjargað á línu. Enn var sótt og Jordan skaut rétt framhjá eftir að Andy lagði upp gott færi fyrir hann.
Þegar stundarfjórðungur var eftir kom loksins mark og auðvitað var það W.B.A. sem skoraði. Glen vann boltann út við hliðarlínu hægra megin en sendi kæruleysislega sendingu sem Youssouf Mulumbu komst inn í. Hann sendi á Peter Odemwingie sem lék inn í vítateig og skoraði án þess að Jose kæmi nokkrum vörnum við. Gestirnir yfir og það algjörlega og fullkomlega gegn gangi leiksins!
Leikmenn Liverpool voru alveg slegnir út af laginu og fengu aðeins eitt færi eftir þetta. Þegar tíu mínútur voru eftir átti Craig Bellamy skot sem Ben varði. Boltinn hrökk út á Andy en varnarmaður komst fyrir skot hans. Tap var staðreynd sem var fullkomlega í mótsögn við gang mála en lærisveinar Roy Hodgson, sem börðust vel allan leikinn, fögnuðu sigri! Stórgóður leikur Liverpool á köflum en ólán og klaufaskapur leikmanna Liverpool á Anfield í deildarleikjum er rannsóknarefni!
Liverpool: Reina, Johnson, Skrtel, Agger, Enrique, Kuyt (Bellamy 68. mín.), Henderson, Spearing (Shelvey 83. mín.), Rodriguez (Downing 74. mín.), Suarez og Carroll. Ónotaðir varamenn: Doni, Coates, Carragher og Kelly.
Gul spjöld: Daniel Agger og Jonjo Shelvey.
West Bromwich Albion: Foster, Jones, McAuley, Olsson, Ridgewell, Brunt, Dorrans (Cox 86. mín.), Mulumbu, Thomas (Andrews 69. mín.), Odemwingie (Scharner 83. mín.) og Long. Ónotaðir varamenn: Fulop, Tchoyi, Shorey og Dawson.
Mark W.B.A.: Peter Odemwingie (75. mín.).
Áhorfendur á Anfield Road: 43.660.
Maður leiksins: Jordan Henderson. Aldrei þessu vant fékk Jordan að spila inni á miðri miðjunni og hann stóð sig prýðilega og var mjög óheppinn að skora ekki mark sem líklega hefði tryggt sigur.
Kenny Dalglish: Strákarnir eiga mikið hrós skilið fyrir að sækja látlaust og þeir fengu færi eftir færi. Enn var tréverkið ekki vinur okkar. Leikmennirnir sýndu mikla þrautsegju og hún skilaði þeim mörgum færum en það féll ekkert með þeim.
Fróðleikur
- Liverpool hefur aðeins unnið einn deildarleik á Anfield Road á þessu ári.
- Liverpool hefur tapað 27 stigum á heimavelli á leiktíðinni.
- Þetta var fyrsti sigur W.B.A. á Anfield frá árinu 1967. Sá sigur kom einmitt á sama degi og þessi.
- Leikmenn Liverpool áttu 28 marktilraunir í leiknum!
Hér eru myndir úr leiknum af Livepoolfc.tv.
Hér má sjá viðtal við Kenny Dalglish.
Hér má sjá viðtal við Roy Hodgson.
Roy Hodgson sneri aftur á Anfield Road eftir brottför sína þaðan og fékk hlýlegar móttökur hjá áhorfendum. Greinilegt var að hinum þótti vænt um þær. Steven Gerrard sat uppi í stúku og Jose Reina kom aftur í markið eftir bannið.
Liverpool hóf leikinn eins og flesta heimaleiki sína á leiktíðinni. Liðið tók öll völd og sótti. Á 10. mínútu vann Jordan Henderson boltann á miðjunni, sendi á Luis Suarez sem kom boltanum til hægri á Dirk Kuyt en hann hitti ekki ekki markið og boltinn fór framhjá. Níu mínútum seinna sendi Luis fyrir markið en enginn fylgdi eftir. Oft hefur svona sést á leiktíðinni. Daniel Agger var næsti maður en það vantaði grimmd í vítateignum. Rétt á eftir sendi Maxi Rodriguez frá vinstri en Andy Carroll skallaði framhjá.
Liverpool réði lögum og lofum þrátt fyrir góða baráttu W.B.A. Á 23. mínútu fleytti Andy boltanum fram á Luis sem komst inn í vítateig í góða stöðu. Flestir reiknuðu með marki en varnarmaður komst fyrir skot hans. Í næstu sókn sendi Glen Johnson inn í vítateiginn á Luis. Hann náði viðstöðulausu skoti sem Ben Foster varði vel. Hann hélt ekki boltanum sem fór út á Maxi en hann mokaði boltanum hátt yfir úr góðu færi.
Gestirnir fengu loks færi á 28. mínútu. Löng sending kom fram sem Shane Long skallaði niður fyrir fætur Chris Brunt en Jose var snöggur niður og varði. Tveimur mínútum seinna sendi Jose Enrique fyrir á Luis sem skallaði aftur fyrir sig en yfir markið. Leikurinn var mjög fjörugur og á 33. mínútu fékk W.B.A. horn frá vinstri. Eftir hornið hrökk boltinn til Liam Ridgewell en Jose varði.
Á 34. mínútu átti Jay Spearing gott skot rétt utan vítateigs en boltinn fór framhjá. Þegar fjórar mínútur voru til leikhlés fékk Daniel boltann við vinstra markteigshornið. Þar lék hann á varnarmann en Ben varði í horn eins og handboltamarkmaður. Daniel hefði reyndar betur gefið fyrir því þar var Dirk fyrir opnu marki. Ekkert mark þegar fyrri hálfleik lauk.
Hafi Liverpool haft mikla yfirburði í fyrri hálfleik þá voru þeir algjörir eftir leikhlé en ekkert gekk frekar en fyrr hjá leikmönnum Liverpool sem samt spiluðu mjög vel og bjuggu til margar fallegar sóknir. Á 50. mínútu gekk boltinn fallega milli manna. Andy fékk hann inni í vítateignum og lagði hann út fyrir teig á Jordan en bylmingsskot hans fór í þverslá og niður, þaðan í bakið á Ben sem vissi ekkert hvað sneri upp eða niður en enn slapp markið. Fjórum mínútum seinna fékk Luis boltann vinstra megin við vítateignn. Hann skildi varnarmann eftir, lék inn í teig en skaut svo yfir úr þröngu færi. Fríir menn voru fyrir miðju marki og þeir voru ekki ánægðir með að fá ekki sendingu.
Á 60. mínútu sendi Luis út til hægri á Dirk sem lék inn í vítateiginn og skaut góðu skoti sem Ben réði ekki við en boltinn hafnaði auðvitað í stönginni! Sókn Liverpool var nú linnulaus og á 67. mínútu bjargaðist mark W.B.A. fyrir kraftaverk þegar hver leikmaður Liverpool eftir annan skaut en gestirnir þvældust fyrir og einhvern vegin í ósköpunum bjargaðist markið. Til dæmis var skoti Jay bjargað á línu. Enn var sótt og Jordan skaut rétt framhjá eftir að Andy lagði upp gott færi fyrir hann.
Þegar stundarfjórðungur var eftir kom loksins mark og auðvitað var það W.B.A. sem skoraði. Glen vann boltann út við hliðarlínu hægra megin en sendi kæruleysislega sendingu sem Youssouf Mulumbu komst inn í. Hann sendi á Peter Odemwingie sem lék inn í vítateig og skoraði án þess að Jose kæmi nokkrum vörnum við. Gestirnir yfir og það algjörlega og fullkomlega gegn gangi leiksins!
Leikmenn Liverpool voru alveg slegnir út af laginu og fengu aðeins eitt færi eftir þetta. Þegar tíu mínútur voru eftir átti Craig Bellamy skot sem Ben varði. Boltinn hrökk út á Andy en varnarmaður komst fyrir skot hans. Tap var staðreynd sem var fullkomlega í mótsögn við gang mála en lærisveinar Roy Hodgson, sem börðust vel allan leikinn, fögnuðu sigri! Stórgóður leikur Liverpool á köflum en ólán og klaufaskapur leikmanna Liverpool á Anfield í deildarleikjum er rannsóknarefni!
Liverpool: Reina, Johnson, Skrtel, Agger, Enrique, Kuyt (Bellamy 68. mín.), Henderson, Spearing (Shelvey 83. mín.), Rodriguez (Downing 74. mín.), Suarez og Carroll. Ónotaðir varamenn: Doni, Coates, Carragher og Kelly.
Gul spjöld: Daniel Agger og Jonjo Shelvey.
West Bromwich Albion: Foster, Jones, McAuley, Olsson, Ridgewell, Brunt, Dorrans (Cox 86. mín.), Mulumbu, Thomas (Andrews 69. mín.), Odemwingie (Scharner 83. mín.) og Long. Ónotaðir varamenn: Fulop, Tchoyi, Shorey og Dawson.
Mark W.B.A.: Peter Odemwingie (75. mín.).
Áhorfendur á Anfield Road: 43.660.
Maður leiksins: Jordan Henderson. Aldrei þessu vant fékk Jordan að spila inni á miðri miðjunni og hann stóð sig prýðilega og var mjög óheppinn að skora ekki mark sem líklega hefði tryggt sigur.
Kenny Dalglish: Strákarnir eiga mikið hrós skilið fyrir að sækja látlaust og þeir fengu færi eftir færi. Enn var tréverkið ekki vinur okkar. Leikmennirnir sýndu mikla þrautsegju og hún skilaði þeim mörgum færum en það féll ekkert með þeim.
Fróðleikur
- Liverpool hefur aðeins unnið einn deildarleik á Anfield Road á þessu ári.
- Liverpool hefur tapað 27 stigum á heimavelli á leiktíðinni.
- Þetta var fyrsti sigur W.B.A. á Anfield frá árinu 1967. Sá sigur kom einmitt á sama degi og þessi.
- Leikmenn Liverpool áttu 28 marktilraunir í leiknum!
Hér eru myndir úr leiknum af Livepoolfc.tv.
Hér má sjá viðtal við Kenny Dalglish.
Hér má sjá viðtal við Roy Hodgson.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur! -
| Sf. Gutt
Sigur á Spáni
Fréttageymslan