| Sf. Gutt
TIL BAKA
Steven tilbúinn til leiks
Steven Gerrard lék ekki með Liverpool um síðustu helgi en hann verður tilbúinn til leiks um þessa. Steven var hvíldur þegar Liverpool mætti West Bromwich Albion og sagði Kenny Dalglish að það hefði verið gert til öryggis.
Í dag sagði Kenny að allt væri í fínu með fyrirliðann. ,,Það er allt í fínu lagi með hann. Við sögðum að þetta hafi verið gert til öryggis og hann er farinn að æfa aftur. Hann æfði alla vikuna svo það er allt í lagi."
Liverpool er sem stendur í áttunda sæti í deildinni og á morgun mætir liðið Norwich City í erfiðum útileik. Steven er langt frá því ánægður með sig, liðsfélaga sína og stöðu Liverpool í deildinni.
,,Við vitum að framganga okkar í deildinni hefur ekki verið nógu góð og þá sérstaklega á seinni hluta keppnistímabilsins. Við verðum að einbeita okkur að því að koma því í lag og gleyma úrslitaleiknum við Chelsea í F.A. bikarnum."
Nú er aðeins rétt rúm vika í úrslitaleikinn við Chelsea og kannski ætla margir að leikmenn Liverpool verði rólegir fram að þeim leik. En það eru tveir deildarleikir fram að úrslitaleiknum fyrst við Norwich á morgun og svo kemur Fulham í heimsókn á Anfield Road á þriðjudaginn. Vonandi nást stig í þessum leikjum því ekki veitir af!
Í dag sagði Kenny að allt væri í fínu með fyrirliðann. ,,Það er allt í fínu lagi með hann. Við sögðum að þetta hafi verið gert til öryggis og hann er farinn að æfa aftur. Hann æfði alla vikuna svo það er allt í lagi."
Liverpool er sem stendur í áttunda sæti í deildinni og á morgun mætir liðið Norwich City í erfiðum útileik. Steven er langt frá því ánægður með sig, liðsfélaga sína og stöðu Liverpool í deildinni.
,,Við vitum að framganga okkar í deildinni hefur ekki verið nógu góð og þá sérstaklega á seinni hluta keppnistímabilsins. Við verðum að einbeita okkur að því að koma því í lag og gleyma úrslitaleiknum við Chelsea í F.A. bikarnum."
Nú er aðeins rétt rúm vika í úrslitaleikinn við Chelsea og kannski ætla margir að leikmenn Liverpool verði rólegir fram að þeim leik. En það eru tveir deildarleikir fram að úrslitaleiknum fyrst við Norwich á morgun og svo kemur Fulham í heimsókn á Anfield Road á þriðjudaginn. Vonandi nást stig í þessum leikjum því ekki veitir af!
Nýlegar fréttir
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!
Fréttageymslan