| Sf. Gutt
Luis Suarez skoraði sína fyrstu þrennu fyrir Liverpool á laugardaginn þegar hann skoraði öll þrjú mörkin gegn Norwich. Hann var að sjálfsögðu mjög ánægður með þrennuna enda ekki á hverjum degi sem menn skora þrennu. Hann hafði þetta að segja í viðtali við Liverpoolfc.tv.
,,Það var sérstaklega gaman að skora mína fyrstu þrennu fyrir Liverpool en það var nú mikilvægara að liðið vann. Það fylgdi því góð tilfinning að fagna með stuðningsmönnum Liverpool og svo lék liðið mjög vel. Ég var Stevie mjög þakklátur fyrir fyrsta markið. Hann sendi á mig og markið lagði grunninn að því að við fengum þrjú stig."
Þriðja markið hans Luis var snilldarlegt en hann lyfti þá boltanum yfir John Ruddy markmann Norwich af um fjörutíu metra færi. Hann var spurður að því hvort hann teldi markið það fallegasta á ferlinum.
,,Ég veit það ekki. Þetta var flott mark, stórglæsilegt en ég hef skorað nokkur önnur mjög falleg mörk. Ég hef gaman af að prófa svona skot. Ég sá að markmaðurinn var framarlega í markinu, lánið var með mér því boltinn endaði í markinu og ég var mjög ánægður með það!"
Luis Suarez er nú búinn að skora seytján mörk á leiktíðinni. Alls hefur hann skorað 21 mark með Liverpool í 49 leikjum.
TIL BAKA
Luis ánægður með fyrstu þrennuna

,,Það var sérstaklega gaman að skora mína fyrstu þrennu fyrir Liverpool en það var nú mikilvægara að liðið vann. Það fylgdi því góð tilfinning að fagna með stuðningsmönnum Liverpool og svo lék liðið mjög vel. Ég var Stevie mjög þakklátur fyrir fyrsta markið. Hann sendi á mig og markið lagði grunninn að því að við fengum þrjú stig."
Þriðja markið hans Luis var snilldarlegt en hann lyfti þá boltanum yfir John Ruddy markmann Norwich af um fjörutíu metra færi. Hann var spurður að því hvort hann teldi markið það fallegasta á ferlinum.
,,Ég veit það ekki. Þetta var flott mark, stórglæsilegt en ég hef skorað nokkur önnur mjög falleg mörk. Ég hef gaman af að prófa svona skot. Ég sá að markmaðurinn var framarlega í markinu, lánið var með mér því boltinn endaði í markinu og ég var mjög ánægður með það!"
Luis Suarez er nú búinn að skora seytján mörk á leiktíðinni. Alls hefur hann skorað 21 mark með Liverpool í 49 leikjum.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Mohamed Salah sló metið! -
| Sf. Gutt
Dregið í Meistaradeildinni -
| Heimir Eyvindarson
Joe Gomez úr leik fram á vor -
| Heimir Eyvindarson
Tvö töpuð stig á Villa Park -
| Heimir Eyvindarson
Spáð í spilin - Erfitt verkefni á Villa Park í kvöld -
| Heimir Eyvindarson
Enn eitt metið í hættu í kvöld -
| Sf. Gutt
Sigur í kveðjuleik Jürgen Norbert Klopp! -
| Sf. Gutt
Í minningu Bob Paisley -
| Mummi
Stórviðburður í vændum – Miðasala hafin á árshátíð Liverpoolklúbbsins -
| Sf. Gutt
Yfirlýsing Liverpool félaganna
Fréttageymslan