| Heimir Eyvindarson
TIL BAKA
Engin slökun á morgun
Kenny Dalglish ætlast til þess að sínir menn mæti af fullum krafti í leikinn gegn Fulham annað kvöld, þrátt fyrir að bikarúrslitaleikurinn sé handan við hornið.
Annað kvöld mætast Liverpool og Fulham á Anfield í leik sem var frestað vegna undanúrslitaleiks Liverpool og Everton á dögunum. Þrátt fyrir að Liverpool hafi ekki að ýkja miklu að keppa í deildinni og að sjálfur bikarúrslitaleikurinn sé á dagskrá aðeins fjórum dögum síðar krefst Dalglish þess af sínum mönnum að þeir mæti tilbúnir til leiks annað kvöld.
,,Það er alveg eins líklegt að menn meiðist á æfingu eins og í leik. Því varkárari sem menn eru, því meiri líkur eru á að eitthvað komi fyrir þá. Það getur verið hættulegt að breyta leik sínum til þess að reyna að forðast meiðsli. Best er að spila bara eins og maður er vanur", segir Dalglish í viðtali við The Times í dag.
Blaðamaður The Times, hinn vel tengdi Tony Barrett, telur líklegt að Suarez og Gerrard verði báðir hvíldir annað kvöld. Dalglish gefur lítið upp um það.
,,Bikarúrslitaleikurinn er vissulega næsti leikur á eftir Fulham leiknum en við munum velja lið á morgun sem við teljum að geti sigrað Fulham. Við viljum vinna alla leiki og við erum með breiðan hóp. Ég treysti hverjum einasta leikmanni í hópnum til þess að standa sig þegar inn á völlinn er komið. Við komum til með að gera það sem er liðinu fyrir bestu, með áherslu á liðið sem heild. Ekki bara Stevie og Luis."
Annað kvöld mætast Liverpool og Fulham á Anfield í leik sem var frestað vegna undanúrslitaleiks Liverpool og Everton á dögunum. Þrátt fyrir að Liverpool hafi ekki að ýkja miklu að keppa í deildinni og að sjálfur bikarúrslitaleikurinn sé á dagskrá aðeins fjórum dögum síðar krefst Dalglish þess af sínum mönnum að þeir mæti tilbúnir til leiks annað kvöld.
,,Það er alveg eins líklegt að menn meiðist á æfingu eins og í leik. Því varkárari sem menn eru, því meiri líkur eru á að eitthvað komi fyrir þá. Það getur verið hættulegt að breyta leik sínum til þess að reyna að forðast meiðsli. Best er að spila bara eins og maður er vanur", segir Dalglish í viðtali við The Times í dag.
Blaðamaður The Times, hinn vel tengdi Tony Barrett, telur líklegt að Suarez og Gerrard verði báðir hvíldir annað kvöld. Dalglish gefur lítið upp um það.
,,Bikarúrslitaleikurinn er vissulega næsti leikur á eftir Fulham leiknum en við munum velja lið á morgun sem við teljum að geti sigrað Fulham. Við viljum vinna alla leiki og við erum með breiðan hóp. Ég treysti hverjum einasta leikmanni í hópnum til þess að standa sig þegar inn á völlinn er komið. Við komum til með að gera það sem er liðinu fyrir bestu, með áherslu á liðið sem heild. Ekki bara Stevie og Luis."
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur! -
| Sf. Gutt
Sigur á Spáni
Fréttageymslan